Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 26. APRÍL 2020 www.husgagnahollin.is Sími: 558 1100 – SENDUM FRÍTT – NOTALEGTHEIMA HAFÐUÞAÐ – VIÐ KOMUM TIL ÞÍN – PINNACLE Þægilegur 3ja sæta La-Z-Boy sjónvarpssófi með niðurfellanlegu borði. Fæst í svörtu eða brúnu leðri. Stærð: 201 × 95 × 105 cm. 319.992 kr. 399.990 kr. AFSLÁTTUR 20% www.husgagnahollin.isA LLTAF OP IN V E F V E R S L U N 103.992 kr. 129.990 kr. AFSLÁTTUR 20% HARBOUR TOWN Nettur LZB hægindastóll. Brúnt eða ljóst áklæði. Armar og sveif úr fallegum viði. Stærð: 81 x 97 x 107 cm STANLEY LZB hægindastóll. Svart eða brúnt leður. Stærð: 81 x 99 x 104 cm 127.992 kr. 159.990 kr. AFSLÁTTUR 20% Þú finnur bæklinginn husgagnahollin.is – SENDUM FRÍTT – Reykjavík Bíldshöfði 20 Akureyri Dalsbraut 1 Ísafirði Skeiði 1 www.husgagnahollin.isA LLTAF OP IN VE F V E R S L U N NOTALEGTHEIMA HAFÐUÞAÐ – VIÐ KOMUM TIL ÞÍN – BROSTE Fiber garðborð BROSTE Fiber garðstóll, -hnallur LOKAHE LGIN – E KKI MIS SA AF ÞE SSU Málmgoðið og athafnamaðurinn Ozzy Osbourne hefur hafið sölu á síðermabolum með áletruninni „Til fjandans með kórónuveiruna“ og myndskreytingu af leðurblöku með grímu til að hylja vitin en sem kunnugt er telur Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin líklegt að vágesturinn eigi upptök sín hjá þeirri tegund dýra. Fyrstu 72 klukku- stundirnar fylgir andlitsgríma frítt með hverjum bol en skýrt er tekið fram að hún sé ekki heilbrigðisvottuð og komi ekki í stað slíkra grímna. Ozzy hefur lengi verið tengdur leðurblökum í huga margra en sem frægt er beit hann hausinn af einni slíkri á tónleikum í Bandaríkjunum árið 1982. Vakti uppátækið að vonum mikla hneykslan en söngvarinn bar því síðar við að hann hefði haldið að leðurblakan væri leikfang sem tónleikagestur hefði hent upp á sviðið. Ozzy hefur haldið sig mikið til hlés undanfarin misseri enda glímir hann við parkinsonsjúkdóminn og sækir meðferð af þeim sökum. Ozzy Osbourne er engum líkur. AFP „Til fjandans með kórónuveiruna“ Gamla málmbrýnið Ozzy Osbourne segir kórónuveirunni stríð á hendur með því að setja leðurblökuskreyttan síðermabol á markað. Árið 1930 þótti ekkert feimnis- mál að auglýsa tóbak í dag- blöðum á Íslandi. Forsíða Morg- unblaðsins var lögð undir auglýsingar á þessum árum og 26. apríl birtist yfir fimmdálk efst á forsíðu svohljóðandi aug- lýsing: „Þeir fáu, sem ekki hafa enn reynt Ariston Cigaretturnar ættu ekki að draga það lengur.“ Með fylgdi teiknuð mynd af pakka með þessari vönduðu vöru. Bíóin áttu vísan sess á forsíð- unni á þessum tíma. Í Gamla bíói var verið að sýna Kátu njósn- arana, Paramount-gamanleik í sex þáttum með Wallace Berry og fleiri góðum. Nýja bíó bauð á hinn bóginn upp á „kvikmynda- sjónleik í 7 þáttum frá Fox- fjelaginu tekinn eftir þektri „Operettu“ með sama nafni“. Og ekkert vantaði upp á þokk- ann ef marka má kynningu: „Skemtileg kvikmynd er fjallar um konung í ríki sínu. Amer- ískan auðkífing, fallega dans- mær, ungan og glæsilegan prins og ástaræfintýri í stórborgum og fögrum sveitum.“ Þá auglýsti Hattaverkstæðið í Austurstræti 6 (uppi) mikið úr- val af kvenhöttum. GAMLA FRÉTTIN Ekki draga smókinn Forsíða Morgunblaðsins 26. apríl 1930. Þetta væri varla vel séð í dag. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Árni Sæberg ljósmyndari Ernest Hemingway rithöfundur Erling Ó. Aðalsteinsson ljósmyndari og kennari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.