Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 24
Deborah Thiele birtir hér fallega mynd frá Great Rift Valley í Keníu. Hún segir að rigningatímabilið sé hafið og því sé allt undurgrænt um þessar mundir. Myndin hefur fengið 3.300 læk og um 400 ummæli. Sarah Stewart, Nova Scotia, Kanada setur þessa áhrifaríku mynd á síðuna en þar dóu nýlega 23 þegar óður byssumaður skaut á mann og annan. Hún skrifar: „Eftir skelfilega helgi er samfélagið í sorg. Himinninn í kvöld var undurfagur og hlýr.“ Myndin hef- ur hlotið 45.000 læk og 6.700 um- mæli þar sem fólk vottar Kanada- búum samúð sína. Í Michigan í Banda- ríkjunum má sjá hlöður út um fín- riðið net. Kim Locke Stotz birtir þessa skemmtilegu mynd af sínum veru- leika. Hún vinnur sem hjúkrunarfræð- ingur og sinnir kórónuveiru- sjúklingum og óttast mest að bera smit með sér heim. Myndin hefur fengið 32.000 læk og 3.400 ummæli. ar agndofa yfir myndum frá Maldí- veyjum eða slíkum framandi stöð- um. En mjög mörgum finnst þetta geggjað – og þetta er bara útsýnið út um eldhúsgluggann minn í Heið- argerðinu!“ segir Linda og skelli- hlær. „Ég er auðvitað ekki búin að lesa öll kommentin en kíkti yfir þau þarna fyrsta daginn. Og ekki svarað þeim heldur! Fólk skrifar að því finnist þetta útsýni svo stórkostlega fallegt og svo mikil fríðindi að hafa svona út um gluggann hjá sér. Fólk sér í þessu frelsi og víðáttu. Svo hafa margir sagt að Ísland sé fyrsta land- ið sem er á þeirra „bucket-lista“ þegar loks má fara að ferðast aftur. Þau eru fjölmörg svoleiðis skilaboð; ég er að redda efnahagnum!“ segir hún og hlær. Sprengdi alla skala Blaðamaður skoðaði fjölmargar myndir í hópnum og ekki var annað að sjá en mynd Lindu tróndi á toppnum hvað vinsældir varðar. Næsta sem komst nálægt hennar mynd var ein sem hafði fengið 80 þúsund læk. „Já, ég veit, ég er með flest læk af öllum. Ég hef rennt yfir þetta og finn enga aðra mynd með eins mörg læk. Ég sprengdi netið með Esju- myndinni minni. Svo er búið að deila henni rúmlega þúsund sinnum! Það var líka haft samband við mig frá Brasilíu og beðið um leyfi til að birta myndina mína þar í blaði.“ Moskva á sína fulltrúa í hópnum en þessa fallegu mynd birti Marga- rita Zobnina. Myndin hefur feng- ið 31.000 læk og 2.600 ummæli. Ron Toledo birti þessa fallegu mynd af Tel Aviv í kvöld- birtunni. Fékk myndin tæp 3.000 læk. 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 LÍFSSTÍLL SCREEN RÚLLUGARDÍNUR Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 ■ Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 ■ Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 ■ alnabaer.is alnabaer.is Við erum sérhæfð í gluggatjöldum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.