Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 22
Íslensk ljósmynd í facebook-hópnum View from my windower komin með 121 þúsund læk og 8.300 ummæli og yfir þúsund deilingar, hvorki meira né minna, og ekki er annað að sjá en myndin sé vinsælasta mynd hópsins. Eigandi myndarinnar er Linda Sif Þorláks- dóttir, leiklistarkennari í Hörðu- vallaskóla, en hún póstaði myndinni hinn 15. apríl. Hún átti engan veg- inn von á því að útsýnið hennar myndi vekja svona mikla lukku úti í hinum stóra heimi. Er að redda efnahagnum Linda segist hafa frétt af þessum hópi í gegnum vinkonu sína og ákveðið að gerast meðlimur. „Mér fannst þetta skemmtilegt konsept, að geta skoðað útsýni fólks um víða veröld nú á þessum tímum. Í algjöru bríaríi fann ég eina mynd af útsýninu mínu og henti henni inn,“ segir Linda. Viðbrögðin áttu heldur betur eftir að koma á óvart. „Ég var svo ekkert að spá í þetta meira en daginn eftir fæ ég skilaboð frá þessari vinkonu þar sem hún segir mér að ég sé að sprengja net- ið. Ég spurði hana bara hvað hún væri að tala um. Hún spurði hvort ég væri ekki búin að sjá lækin sem komin voru á myndina mína en ég hafði þá ekkert farið aftur á síðuna. Ég var auðvitað yfir mig hissa, bæði á fjölda læka og svo á öllum ummæl- unum. Það sögðust margir ætla að koma til Íslands þegar þetta covid- ástand væri búið. Fólk var al- gjörlega agndofa yfir myndinni, sem er dálítið fyndið fyrir okkur Íslend- inga því við erum svo vön þessu út- sýni; þetta er bara Esjan okkar sem við sjáum alltaf. Við verðum frek- Myndin hennar Lindu af Esjunni fer eins og eldur í sinu um heimsbyggðina en 121.000 manns hafa lækað hana. Eina sem Linda skrifaði við myndina var: From my kitchen window, Reykjavík, Ice- land. Linda segir fjölmarga hafa sagst ætla að koma til Íslands þegar heims- byggðin megi ferðast á ný og grínast hún með að bjarga efnahag landsins. Mynd þessa tók Soile Seoudi í Finnlandi af út- sýninu út um glugga föður síns. Hann er eldri maður í einangrun og horfir á hreindýrin út um gluggann sinn. Soile bað fólk að senda honum kveðju til að stytta hon- um stundir. Ekki stóð á viðbrögðum en myndin fékk 80.000 læk og 26.000 skilaboð víða að úr heiminum. Útsýnið sem setti netið á hliðina Á Facebook hefur verið stofnaður hópur sem nefnist View from my window og eru meðlimir orðnir 1,6 milljónir. Fólk um allan heim tekur mynd út um gluggann sinn og birtir á síðunni og sýnir þannig öðrum sinn veruleika nú á tímum kórónuveirunnar. Íslensk kona, Linda Sif Þorláksdóttir, á þar vinsælustu myndina sem hún tók í bríaríi út um eldhús- gluggann sinn. 121 þúsund manns hafa lækað myndina og yfir átta þúsund skrifað við hana ummæli. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Linda Sif Þorláksdóttir Ástralar hafa sumir hverjir útsýni yfir villtar kengúrur eins og Jeni Hay- don sem birtir mynd frá Queensland. Hún segir þetta vera móður og son, sem hún kallar Joey, en heimilisfólkið skilur alltaf eftir fötu af hreinu vatni fyrir mæðginin. Myndin fékk 73.000 læk og tæplega fimm þúsund ummæli.  22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020 LÍFSSTÍLL Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Dekton þolir mikinn hita. Það má setja heita potta og pönnur beint á steininn án þess að eiga það á hættu að skemma hann. Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.