Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 6
HEIMURINN
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020
Heilbrigðisyfirvöld hér á landi og
víðar hafa verið dugleg að vekja
athygli á því að enda þótt það sé
fátíðara þá geti kórónuveiran
eigi að síður lagst mjög þungt á
ungt fólk.
Dæmi um það er frétt á
bresku sjónvarpsstöðinni ITV
News fyrir helgi þess efnis að 29
ára gömul kona í Birmingham
hafi látist af völdum Covid-
sjúkdómsins aðeins sex dögum
eftir að hún ól son.
Konan, Fozia Hanif, greindist
með kórónuveiruna við reglu-
bundna meðgönguskoðun. Ein-
kennin voru væg í fyrstu og var
hún send heim eftir frekari skoð-
un. Innan fárra daga veiktist hún
hins vegar heiftarlega og var
flutt á sjúkrahús, þar sem flýta
þurfti fæðingu barnsins. Svo veik
var Hanif að henni lokinni að
barnið var flutt strax á brott, án
þess að móðirin fengi það í fang-
ið. Hún sá raunar barnið aðeins
á ljósmyndum sem hjúkr-
unarfræðingar á Birmingham
Heartlands-spítalanum tóku og
sýndu henni.
„Hún hélt á [ljósmyndinni] og
sagði: Sjáðu, þetta er barnið
okkar og bráðum förum við
heim. Það var í síðasta sinn sem
ég talaði við hana,“ sagði eigin-
maður Hanif, Wajid Ali, við ITV
News.
Systir hennar, Sophie Hanif,
kvaðst hafa fengið símaskilaboð
frá henni, þar sem hún hafi verið
full eftirvæntingar að hitta litla
drenginn.
Skömmu síðar versnaði Hanif
og hún þurfti að fara á önd-
unarvél. Sex dögum eftir fæð-
ingu drengsins var vélin tekin úr
sambandi. Stríðið var tapað.
HARMLEIKUR Í HEIMSFARALDRINUM
Dó frá nýfæddu barni
Nýburi. Myndin tengist fréttinni
ekki með beinum hætti.
Stefnt er að því að hefja afturkeppni í efstu deild karla íknattspyrnu í Þýskalandi,
Búndeslígunni, 9. maí næstkomandi
en hlé var gert á mótinu í mars
vegna kórónuveirufaraldursins.
Fyrir liggur að engir áhorfendur
verða á völlunum og leikmenn munu
að líkindum þurfa að uppfylla ströng
skilyrði til að draga úr hættu á að
smit berist þeirra á milli.
Þýskaland hefur hingað til farið
betur út úr heimsfaraldrinum en
mörg önnur Evrópulönd en staðfest
dauðsföll vegna veirunnar voru
5.321 á föstudaginn.
Ein af hugmyndunum sem hafa
verið viðraðar í þessu sambandi er
að leikmenn og dómarar verði látnir
bera grímur til að hylja vit sín með-
an á leikjum stendur en þýska tíma-
ritið Spiegel hefur heimildir fyrir
því að þýska vinnumálaráðuneytið
muni setja þetta sem skilyrði fyrir
því að keppni hefjist á ný.
Fram kemur í Spiegel að vinnu-
málaráðuneytið sé klárt með drög
að reglum fyrir næstu vikur og í
þeim sé rætt um andlitsgrímur sem
fara ekki úr skorðum við spretti,
kollspyrnur eða návígi.
„Fari grímurnar úr skorðum ber
að stöðva leikinn þegar í stað,“ mun
standa í drögunum. Vorið er komið í
Evrópu, með tilheyrandi hlýindum,
og hætt er við því að grímurnar
verði býsna fljótt rakar enda vel
tekið á því í Búndeslígunni sem víð-
ar. Fyrir vikið mun vera lagt til að
skipt sé um þær á fimmtán mínútna
fresti, hið minnsta.
Óframkvæmanlegt
Talsmenn liðanna í Búndeslígunni
gjalda varhug við þessum áformum
og óhætt að segja að tvær grímur
hafi runnið á suma vegna málsins.
„Menn geta mögulega tekið einn
sprett með andlitsgrímu en ekki
marga,“ segir Markus Kroesche,
íþróttastjóri RB í Hlaupsigum.
„Hugmyndin er áhugaverð en að
mínu viti óframkvæmanleg.“
Dr. Karl-Heinrich Dittmar,
heilbrigðisráðgjafi hjá Bayer
Leverkusen, segir grímurnar
óþarfar enda standi til að skima
leikmenn reglulega ef deildin
kemst aftur í gagnið. „Það er
óþægilegt að vera með grímu og
það hamlar öndun. Þetta myndi
aldrei ganga í knattspyrnu. Ég held
líka að þetta sé óþarfi enda er
hætta á smiti gríðarlega lítil meðan
við gerum prófin,“ segir hann.
Nái grímuáformin fram að ganga
nagar gabonski miðherjinn Pierre-
Emerick Aubameyang sig væntan-
lega í handarbakið en hann flutti sig
frá Borussia Dortmund til Arsenal í
Englandi fyrir rúmum tveimur ár-
um. Aubameyang var frægur fyrir
að bregða upp grímu þegar hann
hafði skorað fyrir þýska liðið og
hefði nú mögulega fengið tækifæri
til að nota grímuna frá fyrstu mín-
útu til þeirrar síðustu.
Í sóttkví á hótelum
Önnur hugmynd sem vinnumála-
ráðuneytið er sagt vinna út frá er að
hafa hvert og eitt lið í sóttkví á hót-
eli þangað til keppni í Búndeslíg-
unni verður lokið í sumar en rætt
hefur verið um 30. júní í því sam-
bandi. Þegar hefur komið fram að
leikmenn eru mátulega spenntir fyr-
ir því en níu umferðum er ólokið í
Þýskalandi.
„Það myndi reynast mér mjög
erfitt að verja næstu vikum á hóteli
og mega ekki hitta fjölskyldu mína,“
hefur AFP-fréttaveitan eftir Danny
da Costa, varnarmanni Eintracht
Frankfurt.
Thomas Müller, sóknarmaður
Þýskalandsmeistara Bayern Mün-
chen, hefur á hinn bóginn sagt að
eina leiðin til að ljúka mótinu sé að
hafa leikmennina í sóttkví. „Það
blasir við að knattspyrnan myndi
fella sig við nær alla skilmála til að
geta spilað,“ sagði hann við tímaritið
Sport Bild á dögunum.
Það er í höndum Angelu Merkel
kanslara og ríkisstjórnar hennar að
taka endanlega ákvörðun um það
hvort og hvenær Búndeslígan fer í
gang að nýju og hvaða skilmála beri
þá að uppfylla. Að sögn AFP er talið
að endanleg ákvörðun liggi fyrir í
næstu viku.
Grímuball
í Búndes-
lígunni?
Leikmenn í Búndeslígunni verða með andlits-
grímur í leikjum fram á sumarið og í sóttkví á
hótelum milli leikja, nái meintar hugmyndir
yfirvalda í Þýskalandi fram að ganga.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Þurfa Bæjararnir Robert Lewandowski, David Alaba og Alphonso Davies að bera grímur á lokasprettinum í Þýskalandi?
AFP
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki fyrir Borussia Dortmund um árið.
Hann missir af grímuballinu verði til þess stofnað enda farinn til Englands.