Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 15
unum kominn á þennan aldur en það var af- skaplega gaman að gera þetta,“ segir Svanur og velta má fyrir sér á móti hvort ungur og sprækur maður hefði verið þess umkominn að ná utan um allar þessar heimildir. „Það veit ég auðvitað ekki en hitt er ljóst að það hlýtur að vera fengur í því að þessi saga sé nú til á einum stað.“ Starfsþrekið er ágætt Svanur skellir upp úr þegar spurt er hvað taki við hjá honum núna. „Aðalatriðið var að koma þessu út áður en maður er alveg búinn. Það tókst. Ég er ekki að hugsa um neitt sérstakt núna en ég á örugglega eftir að finna mér eitt- hvað að gera.“ – Þá tengt prentsögunni? „Það er ekki ólíklegt; ég væri til dæmis alveg til í að skoða ákveðin sérprent. Svo er ég alltaf í svolitlu sambandi við Prentsögusetur. Það er verst að ég er farinn að missa svolítið sjón á öðru auga. Mér finnst það óþægilegt og það ruglar mig dálítið í höfðinu. Ég má þó ennþá keyra bíl; maður má víst alveg vera eineygður undir stýri. Síðan finnur maður æ meira fyrir því að jafnaldrar og samferðamenn eru ansi mikið farnir að týna tölunni. Annars er ég ekk- ert að kvarta, starfsþrekið er ágætt og ég er alltaf eitthvað að grúska. En ég er hættur að bera út blöð; það er ágæt kona tekin við því hlutverki hérna í hverfinu og ég er ekki frá því að hún sé heldur snarpari en ég.“ Hann hlær. Við ljúkum spjallinu á ástandinu sem við bú- um við í heiminum í dag. „Þetta eru furðulegir tímar. Ekki er hægt að segja annað. Ég reyni að láta þetta ekki fá mikið á mig en erfitt er samt að komast hjá því. Það er til dæmis allt lokað í kringum mig hérna í Hveragerði. Við hjónin erum alveg hérna heima, eins og flestir á okkar aldri, og börnin okkar hafa verið mjög dugleg að fara út í búð fyrir okkur og hjálpa okkur að öðru leyti. Það er helst að maður fari of lítið út að hreyfa sig, það þarf að laga. Maður hugsar sér til hreyfings þegar fer að vora meira.“ við Þorvald sem var með bókband á Leifsgöt- unni. Hann hafði reist gróðurhús í bakgarð- inum og var að koma sér upp prentsmiðju þar. Úr varð að önnur prentun á Konu manns fór fram þar. Þetta er að mér vitandi eina prent- smiðjan sem starfrækt hefur verið í gróðurhúsi á Íslandi. Og það í miðri Reykjavík.“ Lét rífa þakið af húsinu Annar skemmtilegur var Hilmir Axelsson, son- ur Axels Kristjánssonar í Rafha. „Hann rak prentsmiðjuna Hilmi og gaf á tímabili út Vik- una og seldi grimmt. Steindórsprent prentaði upphaflega fyrir hann en Hilmir vildi eignast prentvél sjálfur til að hafa örugga prentun og geta prentað tímaritið í tuttugu þúsund eintök- um. Honum bauðst að kaupa prentvél af Her- bertsprenti en vandamálið var að taka þurfti vélina í sundur til að koma henni út úr húsinu og setja hana saman aftur á nýjum stað. Hilmir, sem var áhlaupamaður, mátti ekkert vera að því að bíða eftir því og fékk því leyfi til að rífa þakið af húsinu og flytja prentvélina þannig í heilu lagi með krana sem hann leigði hjá Eim- skip. Þetta kallar maður að hugsa í lausnum.“ Athygli vekur að Svanur gefur Prent- smiðjubókina út sjálfur í 500 eintökum, þar af 50 árituðum. „Ég ætlaði að gefa bókina út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi. Ég var þar með menn mér fylgjandi en á endanum var annað tekið fram yfir og maður getur ekkert gert í því. Þess vegna ákvað ég að gera þetta bara sjálfur en samdi við Forlagið um að dreifa henni fyrir mig. Mér var vel tekið þar á bæ og skilst að bóksala gangi ágætlega, ekki síst yfir netið. Bókamarkaðurinn er að breytast mikið, eins prentiðnaðurinn. Þetta er allt orðið staf- rænt. Það var helst að ég setti fyrir mig að ég væri orðinn of gamall til að standa í svona lög- uðu. En það þýðir víst ekki að velta því meira fyrir sér; þetta er búið og gert.“ Svanur kveðst hafa haft mikla ánægju af gerð þessarar bókar og sér ekki eftir einni ein- ustu mínútu sem fór í verkið. „Það hefði örugg- lega ekki tekið ungan og frískan mann fimm ár að skrifa þessa bók, maður er lengur að hlut- Jón biskup Arason flutti fyrstu prentsmiðjuna til landsins um 1530 og starfaði hún á Hólum í Hjaltadal. Fyrsti prentarinn mun hafa heitið Jón Matthíasson eða Mattheusson, hinn sænski. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Morgunblaðið/Þórður Arnar 26.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Þetta verkefni gaf mér ofboðslega orku og setti mig í allt aðrar stellingar en bóka- söfnunin sem ég hef stundað í meira en fjörutíu ár. Ég hef aldrei kynnst öðrum eins eljumanni og Svani Jóhannessyni. Hann gefst aldrei upp, heldur klárar allt sem hann tekur sér fyrir hendur,“ segir Þorsteinn Jakobsson, prentari og bóka- safnari í Reykjavík, sem var Svani innan handar við að finna eintök frá prentsmiðj- unum sem um er fjallað í nýju bókinni. Þorsteinn kveðst hafa vitað lengi af Svani, eins og allir bókasafnarar, og þekkt hann lauslega. Góð kynni tókust síðan með þeim þegar þeir sátu saman í bóka- safnsnefnd prentara fyrir nokkrum árum. „Eftir að bókin hans, Prentsmiðjueintök, kom út 2014 og aftur 2015, hafði Svanur samband við mig og spurði hvort ég væri til í að hjálpa honum að útvega eintök sem tengdust öllum prentsmiðjum á Íslandi sem upp á vantaði. Úr því varð samstarf í fimm ár. Ég henti mér út í þetta af alefli og verkið reyndist á köflum erfitt. Það tók til dæmis heilt ár að ná í eitt eintak frá Húna- þingi. Rúnar Sigurður Birgisson, banka- stjóri Bókabankans, var mér innan handar og fleiri menn. Á endanum tókst okkur að loka hringnum og safna eintökum frá öll- um þessum stöðum,“ segir Þorsteinn. Einstök heimild Hann segir Prentsmiðjubókina einstaka heimild um þessa merkilegu sögu og álíka verk hafi aldrei verið gefið út á Íslandi. „Bók Svans er mjög víðfeðm; þar er þetta allt að finna, frá A til Ö.“ Þorsteinn hvetur yfirvöld menningar- mála í þessu landi til að gefa ritinu gaum. „Eigi einhver skilið að fá viðurkenningu fyrir elju og vandað starf þá er það Svanur Jóhannesson.“ Um leið og Þorsteinn ber lof á Svan fyrir að standa sjálfur að útgáfunni segir hann þær málalyktir umhugsunarverðar. „Þeir útgefendur sem höfnuðu bókinni, og þeir eru nokkrir, ættu að gyrða sig í brók.“ ÞORSTEINN JAKOBSSON LAGÐI SVANI LIÐ Með eljuna að vopni Þorsteinn Jakobsson, prentari og bókasafn- ari, segir verkefnið hafa gefið sér mikla orku. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Kristján Prentvél úr Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Þetta var fyrsta hraðpressa sinnar tegundar á Íslandi, keypt 1901, og með tilkomu hennar urðu tímamóti í sögu prentunar hér á landi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.