Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 10
V
eðrið er hráslagalegt og minnir
frekar á haust en vor daginn sem
blaðamaður fór til fundar við
Eddu Hermannsdóttur, hag-
fræðing, rithöfund og markaðs-
stjóra hjá Íslandsbanka. En þótt úti blási vind-
ar er hlýlegt innandyra. Heimilið er smekklegt
og hefur yfir sér rómantískan blæ með bleik-
um blómum á borðum. Edda er í síðum sum-
arlegum kjól sem fer vel við ljósa hárið.
Tilefni heimsóknarinnar er meðal annars að
ræða nýju bók Eddu, Framkomu, sem kom út í
vikunni. Edda hefur lengi haft brennandi
áhuga á fjölmiðlum og framkomu en hún starf-
aði um skeið sem kynnir í Gettu betur og síðar
hjá Viðskiptablaðinu. Hún hefur ekki látið sitt
eftir liggja í kvenréttindabaráttu enda oft
fundið sig umkringda körlum í störfum sínum
og hefur áður gefið út bók um jafnréttismál
ásamt Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur.
Ekki er úr vegi að forvitnast örlítið um
einkalíf Eddu en hún er dóttir Hemma Gunn
sem hún kynntist ekki fyrr en á unglingsaldri.
Edda er trúlofuð Ríkharði Daðasyni, fyrrver-
andi atvinnumanni í fótbolta og hagfræðingi,
og eiga þau samtals þrjú börn. Ríkharður fór
óvænt á skeljarnar í brúðkaupsveislu í fyrra-
sumar, við mikinn fögnuð gestanna.
Maðurinn í sjónvarpinu
Edda er er alin upp á Akureyri en bjó í Dan-
mörku fyrstu æviárin. Foreldrar hennar, Eið-
ur Guðmundsson og Emilía Jóhannsdóttir, eru
að norðan og þar bjó Edda þar til hún kláraði
menntaskóla.
„Og hef ekki snúið til baka síðan þótt hluti af
hjartanu sé alltaf þar,“ segir Edda.
„Hemmi Gunn er pabbi minn en Eiður ól
mig upp og ég kalla hann pabba,“ segir Edda
en hún var aðeins sex mánaða þegar móðir
hennar kynntist Eiði.
„Ég vissi alltaf að ég ætti annan pabba en
brá eðlilega mikið þegar ég vissi að það væri
maðurinn í sjónvarpinu, en ég var orðin aðdá-
andi hans áður en ég vissi það. En ég var aldr-
ei mjög upptekin af þessu sem krakki; ég var
alltaf í mínum huga dóttir Eiðs. Ég hitti
Hemma aðeins á yngri árum en eftirminnileg-
ast er þegar hann kom norður með Bylgjulest-
inni og ég fór þá niður í bæ og vatt mér að hon-
um og spurði hann hvort hann myndi ekki eftir
mér, ég væri nú dóttir hans. Honum brá mjög
mikið. Þarna var hann á Ráðhústorginu að
skemmta þegar ég, lítil frökk stúlka, kom til
hans með þessa spurningu. En hann tók mér
ofsalega hlýlega þegar hann áttaði sig á því
hver ég væri,“ segir Edda en þess má geta að
hún er ein sex barna Hermanns Gunn-
arssonar.
Erfitt að syrgja Hemma
Edda segist aldrei hafa upplifað hvorki reiði né
biturð yfir því að Hemmi skyldi ekki hafa sinnt
sér sem barni.
„Nei, það var aldrei þannig. Það var aldrei
neinn feluleikur með þetta. Þetta truflaði mig
aldrei,“ segir Edda og bætir við að hún hafi átt
yndislega æsku í „venjulegri vísitölu-
fjölskyldu“ en þess má geta að hún á einn hálf-
bróður, Óla, fjórum árum eldri.
„Kannski upplifði ég ekki vondar tilfinn-
ingar af því ég fékk svo
að kynnast Hemma.
Annars hefðu fleiri
spurningar vaknað,“
segir Edda.
„Samband okkar var
svolítið sérstakt í upp-
hafi. Ég átti pabba
þannig að ég var í raun-
inni ekki að leita mér að
föður. En mig langaði að
kynnast honum og okk-
ur tókst mjög fljótt að mynda vinasamband
þótt það hafi ekki verið dæmigert föður/
dóttur-samband. Hann vildi allt fyrir okkur
börnin gera og vildi hjálpa okkur og veita okk-
ur góð ráð. Ég fann það mjög sterkt, sér-
staklega rétt áður en hann kvaddi, hvað hon-
um var mikið í mun að halda góðu sambandi.“
Hermann Gunnarsson lést árið 2013 en þá
hafði Edda þekkt hann í um sjö ár. Hún segir
að dauði hans hafi fengið á sig á sérstakan
hátt.
„Það var mjög skrítið að syrgja mann og
föður sem ég hafði ekki átt náið samband við
um ævina. Þetta var nýtilkomið samband og
ég bjóst ekki við að mér þætti svona erfitt að
missa hann. Kannski var ég meira að syrgja
allt það samband sem hefði getað orðið, og það
sem hefði verið gaman að spyrja hann að. En
um leið var ég þakklát að ná þessum síðustu
árum hans.“
Bókin Hemmi Gunn: Sonur þjóðar, eftir
Orra Pál Ormarsson, sem kom út að Hemma
látnum, vakti Eddu til umhugsunar.
„Það vöknuðu þá auðvitað nýjar spurningar.
Hann var sinn versti óvinur sjálfur, og það var
erfitt að uppgötva hvað hann var oft einmana,
þótt hann væri umvafinn góðum vinum. Við
áttuðum okkur ekki á því áður. Svo átti hann í
eilífri baráttu við áfengið og tókst að leyna því
á köflum, þótt sumir hafi alltaf vitað af því.“
Að geta borðað kökur
Systkinum sínum fimm, samfeðra, kynntist
hún í raun mun fyrr, því um fjórtán, fimmtán
ára aldur hafði hún samband við þau í gegnum
tölvupóst þar sem hún sagðist vera systir
þeirra.
„Ég var mjög frökk í
því að finna og kynnast
systkinum mínum og þá
sérstaklega systrum
mínum. Við gerum oft
grín að því í dag að
besta leiðin til að kynn-
ast fólki er að senda því
póst og segjast vera
systkini þess. Ég á þrjár
systur og við erum of-
boðslega nánar og miklar vinkonur. Svo var
gaman að sjá hvað við eigum margt sameig-
inlegt. Mér fannst ég verða rosalega rík að
kynnast þessu fólki sem maður deilir föður
með, þótt við höfum ekki alist upp saman,“
segir hún.
„Ég og Eva Laufey höfum farið mjög svip-
aðar leiðir í lífinu; vorum báðar formenn nem-
endafélagsins í menntaskóla, fórum út í stúd-
entapólitík og fjölmiðlar heilluðu okkur báðar
snemma. Svo höfum við líka báðar ástríðu fyrir
kökubakstri. Ég er langt í frá jafn góð í eld-
húsinu og hún en ég deili þeirri ástríðu. Við
tölum mikið um bakstur og kökur,“ segir hún
og brosir.
„Við erum líka miklir nautnaseggir. Þegar
við fórum saman í einkaþjálfun vorum við
spurðar hvert okkar markmið væri. Við sögð-
um það vera að geta borðað meira af kökum.
Einkaþjálfarinn vildi ekkert meira með okkur
hafa,“ segir Edda og hlær.
Vildi verða mamma ung
Edda segist sjálfsagt hafa erft ýmislegt frá
blóðföður sínum, eins og áhugann á fjölmiðlum
og að koma fram.
„Svo er ég alin upp af pabba mínum, verk-
fræðingnum, þannig að þetta er góð blanda
sem hefur mótað mig mikið,“ segir hún og
brosir.
Edda var strax í menntaskóla komin í for-
ystuhlutverk sem formaður nemendafélagsins
og þurfti gjarnan að halda ræður og koma
fram í fjölmiðlum.
„Ég byrjaði snemma að sýna takta í þessa
átt og mamma segir að strax við tveggja,
þriggja ára aldur hafi ég verið farin að leiða
fjölskylduna upp stigaganginn í halarófu, ég
fremst og enginn mátti fara á undan mér!“
segir hún og hlær.
Eftir menntaskóla fór hún í nokkurra mán-
aða ferð til Evrópu sem endaði í Barcelona þar
sem hún vann sem au-pair hjá Eiði Smára
Guðjohnsen og Ragnhildi Sveinsdóttur.
„Ég var þarna í þrjá mánuði og var það al-
gjör draumur að hafa upplifað þennan tíma.
Það hafði þau áhrif á ungu konuna að ég vildi
verða mamma strax. Ég þurfti að drífa mig
heim en ég hafði átt kærasta frá sextán ára
aldri. Ég eignaðist svo fyrsta barnið 21 árs og
svo annað þremur árum síðar. Á þessum tíma
var ég fyrst í verkfræði en skipti svo yfir í hag-
fræði. Ég var því mikið í barnastússi meðfram
náminu sem hentaði vel því það var gott að
geta verið meira heima með börnin. En eftir
þennan tíma í Barcelona hef ég sótt mikið
þangað og við fjölskyldan höfum notið þess að
vera þar í fríum. Síðasta vetur skellti ég mér
síðan í stjórnendanám í IESE en það hefur
verið gaman að fá að upplifa borgina með
börnunum mínum.“
Ég fæddist
miðaldra
Edda Hermannsdóttir hefur verið ákveðin allt frá
barnaæsku, en sjö ára hitti hún blóðföður sinn,
Hemma Gunn, á Ráðhústorginu og sagðist vera
dóttir hans. Edda varð ung móðir, lærði hagfræði, var
kynnir í Gettu betur, var aðstoðarritstjóri
Viðskiptablaðins og er nú markaðsstjóri Íslands-
banka. Hún er trúlofuð Ríkharði Daðasyni sem
fór á skeljarnar í brúðkaupi við mikinn
fögnuð gesta. Edda skrifaði bókina
Framkoma sem kom út í síðustu viku.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Ég hitti Hemma aðeins áyngri árum en eftirminni-legast er þegar hann komnorður með Bylgjulestinni og
ég fór þá niður í bæ og vatt
mér að honum og spurði hann
hvort hann myndi ekki eftir
mér, ég væri nú dóttir hans.
VIÐTAL
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.4. 2020