Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 11
Ólétt og fótbrotin í beinni
Þegar Edda var í hagfræðinni var boðið upp á
áfanga hjá RÚV sem sneri að því að búa til
þátt tengdan náminu.
„Ég hitti þá Sigrúnu Stefánsdóttur, þá-
verandi dagskrárstjóra, sem opnaði nám-
skeiðið. Þá var ég ólétt að syni mínum og
gerði ég þátt um heilbrigði og óléttu og eftir
það fékk ég tilboð að koma í prufu í starf
kynnis í Gettu betur. Ég fékk svo starfið en
ég benti Sigrúnu á að ég ætti von á barni á
svipuðum tíma og þátturinn ætti að hefja
göngu sína. Það er mér mjög minnisstætt
hvernig hún tók á því; henni fannst það ekki
tiltökumál. Það væri ekki sjúkdómur að
eignast barn og við myndum leysa það þegar
að því kæmi og ég er henni mjög þakklát í
dag fyrir að hafa hvatt mig áfram í þetta. Ég
átti svo son minn og fyrsta viðtalið í
tengslum við þáttinn var tveimur dögum
eftir fæðingu. Svo byrjaði þátturinn mánuði
seinna. Ég var þarna með nýfætt kríli, hafði
aldrei verið í sjónvarpi, allt í einu komin í
beina útsendingu í Gettu betur. Svo var ég
fótbrotin í þokkabót eftir að hafa dottið um
rúmið heima. Það er eins gott að maður hafði
smá húmor fyrir þessari stórundarlegu
stöðu.“
Edda segir vinnuna hafa verið mikið átak á
sínum tíma. Hún vandaði sig vel við að undir-
búa sig.
„Ég þorði aldrei að segja neitt nema ég væri
með það skrifað; þannig var það fyrsta árið.
Svo varð ég afslappaðri með árunum en ég var
í þessu í þrjú ár,“ segir hún.
„Ég er svo þakklát fyrir að hafa látið vaða
og sagt já við þessu tækifæri því það hefði
verið svo miklu auðveldara að gera þetta
ekki. Maður lærir að vera ekki hræddur þótt
allt sé ekki fullkomið hjá manni. Ég gerði
alveg fullt af mistökum og get varla horft á
þessa þætti í dag, en heilt yfir er ég ánægð
hvernig þetta gekk. Með hverju árinu varð
ég alltaf meira ég sjálf á skjánum.“
Edda Hermannsdóttir gaf nýlega út bókina
Framkoma og segir einn tilganginn með bók-
inni vera að efla konur til dáða. Hún segir að
konur séu ragari við að láta í sér heyra þótt
það hafi mikið breyst á síðustu árum.
Morgunblaðið/Ásdís
26.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11
Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880
Prófaðu nýju Opn S heyrnartækin í 7 daga
- Tímabókanir í síma 568 6880
Ef heyrn þín er skert fær heilinn ekki nægar hljóðupplýsingar til að vinna úr og talmál virðist dempað eða óskýrt. Nýju Opn S heyrnartækin
skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu og framkvæma 56.000 hljóðmælingar á sama tíma! Einstaklega hröð og nákvæm
hljóðúrvinnsla í Opn S skilar þér margfalt betri talskilningi í krefjandi aðstæðum en fyrri kynslóð heyrnartækja. Þú getur fengið Opn S
með endurhlaðanlegum rafhlöðum!
Ekki láta skerta heyrn loka þig af!
Rjúfðu einangrunina með
Opn S heyrnartækjum