Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.04.2020, Blaðsíða 19
SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 8. maí Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 4. maí Fatastíllinn minn er blanda af„street style“ og „fancy vi-bes“. Ég heillast mikið af klassískum og sterkum formum; vinnuklæðnaður hittir Dynasty. Ævisaga mín mun líklega heita Bla- zer-jakkar, kokteilkjólar og 501,“ segir Ragnheiður Helga þegar hún er beðin að lýsa fatastílnum sínum. Yfirhafnir eru líka í uppáhaldi hjá Ragnheiði Helgu og þá sérstaklega hvít kápa sem ömmusystir hennar gaf henni. „Hvíta ljónakápan mín með rönd- ótta feldinum er án efa uppáhalds- flíkin mín og verður líklegast alltaf. Ég fékk hana í jólagjöf fyrir tveimur árum frá ömmusystur minni og hún er núna mikilvægasta flíkin í skápn- um mínum. Hún er líka „vintage“, sem gerir hana enn þá sérstakari. Svo er það svarta „basic“ kápan mín. Ég var búin að leita að hinni full- komnu kápu mjög lengi og rakst á hana fyrir tilviljun í COS. Hún er allt sem ég vil í kápu; bein í sniðinu, í smá yfirstærð en ekki þannig að hún gleypi mig, síddin er fullkomin og passar við allt sem ég á. Ég var líka leið yfir strák daginn sem ég keypti hana, kápan lagaði það sár hratt og örugglega.“ Ragnheiður Helga á gott safn af töskum. „Ég hef alltaf verið hrifin af tösk- um, þær hafa alltaf verið áhugamál hjá mér. Ég til dæmis elska svörtu stóru leðurtöskuna mína með gulllit- uðu smáatriðunum. Hún er vintage og minnir mig mikið á Hermès Birk- in-töskur, sem mig dreymdi um að eignast mjög lengi. Hringi er ég alltaf með, þeir þurfa helst að vera það stórir að þeir séu fyrir mér, þannig líður mér best. Svo get ég ekki sleppt að minnast á hælaskó. Ég er hrifnust af svörtum támjóum ökklastígvélum, þannig að þegar ég fékk mér fjólubláu skóna var það eins konar persónu- leikabrestur því ég er ekki mikið í litum en þeir passa bara mjög vel inn í skápinn minn.“ Rétt eins og titillinn á óskrifaðri ævisögu Ragnheiðar Helgu gefur til kynna segist hún aldrei eiga nóg af gallabuxnatýpunni 501 frá Levi’s. Það er einnig alltaf pláss fyrir stutt- ermaboli í fataskápnum. „Ég á reyndar alveg nóg af þessu en þetta er tvennt sem ég get alltaf verið í og nota mjög mikið.“ Er eitthvað á óskalistanum fyrir vorið? „Óskalistinn minn er stuttur þetta vorið vegna þess að mig vantar ekki neitt, en ég er að leita að hvítri Föt og fylgihlutir með sögu heilla Ragnheiður Helga Blöndal förðunarfræðingur er óhrædd við að blanda saman fínum og hvers- dagslegum fötum. Hún starfar í Spúútnik og er sjálf hrifin af því að ganga í gömlum fötum. Hún kaupir föt og fylgihluti með sál bæði hér heima og erlendis og segir þolinmæði skipta máli þegar kemur að því að kaupa notað. Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is Hvítu skórnir voru keyptir í H&M og verða notaðir þegar samkomubanni lýkur. Ragnheiður Helga hefur not- að gráa jogginggallann úr Spúútnik mikið undanfarnar vikur. Kápan er úr COS. Ragnheiður Helga Blöndal á mikið af notuðum fötum. 26.4. 2020 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.