Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 2
Hvorki staður né stund
H vaða leik eru flug-freyjur að spila og samkvæmt hvaða
leikreglum? Nú þegar þeirra
eini íslenski vinnustaður
rær lífróður þá ákveða þær
að berjast harkalega gegn
kjaraskerðingum sem aðrar
stéttir Icelandair hafa þó
tekið á sig. Klukkan tifar og
endalok Icelandair nálgast.
Samningar við flugfreyjur
gætu skipt sköpum um það
hvort Icelandair takist að
bjarga eigin rassgati og þeir
samningar verða að vera
samkeppnishæfir. Sem sagt,
verri en eldri kjarasamn-
ingar. Súrt epli að bíta í, en
epli sem þarf engu að síður að
borða ef Icelandair á að lifa
þetta allt af.
Svarthöfði þakkar fyrir að
skrifa undir listamannanafni,
því annars fengi hann sósíal-
íska verkalýðsforingja beint í
hausinn fyrir að skrifa þetta,
en það verður einhver að segja
eitthvað. Hvað ætla flugfreyj-
ur að gera ef engir samningar
nást? Án Icelandair, hver ætl-
ar að greiða þeim laun? Það
hefur komið fram að þær geti
ekki búist við sambærilegum
kjörum og þær hafa vanist
hjá erlendum flugfélögum og
Icelandair er fyllilega búið að
gefa upp að þeir geti ekki bætt
kjörin þeirra, aðeins dregið úr
þeim.
Flugfreyjur eru sögulega
kvennastétt. Það er Svart-
höfði fullmeðvitaður um. Og
auðvitað er súrt að þessi stétt
geti ekki fengið það sem hún
á skilið og auðvitað finnst
manni viss kvenfyrirlitning
felast í þessari tregðu til að
gera vel við kvennastéttir.
En það er staður og stund
fyrir hverja baráttu. CO-
VID-19 er ekki sá staður né
stund. Og þrotið sem Icel-
andair stefnir í, auk þeirra
gífurlegra áfalla sem hafa
riðið yfir ferðaþjónustuna og
íslenska flugfélagabransann
er ekki rétta stundin. Betur
hefði farið á að semja til afar
skamms tíma um það besta
sem hægt er að ná fram í
stöðunni og mæta svo tví-
efldar til samningaborðsins
þegar betur viðrar fyrir or-
ustu.
Herjólfur er svo annað
gott dæmi um ekki rétta
staðinn og stundina. Nú á að
setja heilt bæjarfélag nánast
á hausinn svo starfsmenn
Herjólfs fái betur borgað
fyrir minni vinnu. Hvers eiga
Vestmannaeyingar að gjalda?
Ekki er nóg með að Þjóðhátíð
hafi verið blásin af, ferða-
mannabransinn sé varla til
og allir að missa vinnuna eða
hafi með öðrum hætti orðið
fyrir fjárhagslegum áföllum
vegna heimsfaraldursins. Nú
á að loka íbúa inni á eyjunni
og skrúfa fyrir þennan litla
ferðamannastraum sem nú
er til staðar. Því án Herjólfs
eiga íbúar um fátt annað að
velja en að borga morðfé fyrir
flug, ja eða synda í land.
Svarthöfði er gallharður
stuðningsmaður þess að
fá hærra kaup, fá að vinna
minna og halda sama kaupinu
og helst að öll vinna geti farið
fram í fjarvinnu. Meira að
segja er mottó Svarthöfða –
Vinna minna fyrir meiri pen-
ing. En á sökkvandi skipi horf-
ir allt öðruvísi við. Þeir sem
standa fastir á sínu á sökkv-
andi skipi gætu hreinlega bara
drukknað, og hverjum gagnast
það nákvæmlega? n
SVART HÖFÐI
Aðalnúmer: 550 5060
Auglýsingar: 550 5070
Ritstjórn: 550 5070
FRÉTTA SKOT
550 5070
abending@dv.is
Ofbeldið úr skúffunni
É
g hef alltaf haft miklar mætur á lög-
reglunni og í öll þau skipti sem ég hef
þurft að leita til hennar sem almennur
borgari hafa viðbrögðin verið fagleg og
manneskjuleg.
Fáir ef nokkrir starfa hjá lögreglunni
vegna launa. Álagið sem fylgir starfinu er mikið,
vinnutíminn oft ófjölskylduvænn og ekkert sem getur
sagt til um hvernig vaktin fer. Lögreglumenn hafa
greint frá því að þeim sé ógnað og þeir jafnvel beittir
grófu líkamlegu ofbeldi. Ofan á það eru lögreglumenn
einnig án samninga og hafa verið á annað ár sem er
óboðlegt.
Að þessu sögðu þá hafa mín mestu vonbrigði í starfi
mínu sem ritstjóri DV verið tengd lögreglunni, sem ég
hef alla tíð dáðst að en upplifi nú aðra hlið á pen-
ingnum. Að sækjast eftir upplýsingum frá lögreglunni
er erfitt og viðmótið líkt og verið sé að falast eftir
hlutabréfum í sál viðkomandi. Hér á ég við
upplýsingar sem ættu að vera opinberar
og ekki er verið að biðja um neinskonar
fyrirgreiðslu. Upplýsingar um alvarleg
málefni berast seint og illa og í raun
er daglegur upplýsingapóstur þeirra
með nokkrum línum oft það eina
sem í boði er.
Mestu vonbrigðin komu í kjölfar
gagna sem ritstjórninni bárust. Gögn
þessi varpa ljósi á hliðar á alvarlegu
ofbeldismáli. Þessi gögn taldi ég
mikilvægt að koma til lögreglu,
þau ættu betur heima þar á
fyrsta stigi málsins og myndu
hugsanlega verða til þess að
hægt væri að sækja geranda
til saka. Einnig vildi ég
fá staðfestingu á að með
umfjöllun okkar værum
við ekki að skaða hugsan-
lega rannsókn sem væri
í vinnslu eða skapa hættu
með öðru móti.
Mér hefur þótt mikilvægt frá
degi eitt í starfi mínu að byggja
upp gott samband við lögregluna
með von um að gögn sem berist
á ritstjórn eigi greiða leið á
þann stað sem þau gera hvað mest gagn. Að lögreglan
og við, blaðamenn, séum saman á þeirri vegferð að
stinga á ýmis mein.
Stutta útgáfan er sú að við reyndum að koma við-
kvæmum gögnum til lögreglunnar fyrir skemmstu
sem gekk vægast sagt illa. Blaðamanninum sem tók á
sig það verk að koma gögnunum í réttar hendur varð
lítið úr verki. Hann reyndi með heimsókn á lögreglu-
stöð, símtölum og tölvupóstum að skila gögnunum af
sér, en enginn vildi taka við þeim. Fór svo að blaða-
maður sendi póst á lögregluna þess efnis að það væri
í raun frétt að enginn vildi taka við vægast sagt
átakanlegum gögnunum.
Yfirmaður úr lögreglunni hringdi þá sótillur yfir
slíkum „hótunarpósti“ og tók að endingu við gögnun-
um í gegnum tölvupóst en svaraði þó ekki póstinum,
svo ekki er vitað hvað, ef nokkuð, var gert við þau
þegar þetta er skrifað – en við erum ekki hætt.
Í samtölum við réttargæslumann sem unnið hefur
lengi í kerfinu segir viðkomandi að hann hafi þurft
að beita bolabrögðum til þess að koma gögnum til lög-
reglu.
Það er mín einlæga von að tekið verði á upplýsinga-
flæði til og frá lögreglu og að fólki sé aldrei vísað frá
með sönnunargögn, sama hversu óþægileg, ómerkileg
eða illa tímasett þau kunna að vera.
Frétt unnin út frá þessum gögnum verður birt, þar
sem ég get ekki með neinu móti hugsað mér að enda-
stöð svo skelfilegs máls sé skúffan hjá mér. n
Mestu von-
brigðin komu í
kjölfar gagna
sem ritstjórn-
inni bárust.
UPPÁHALDS
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir
RITSTJÓRI: Þorbjörg Marinósdóttir, tobba@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Erla Hlynsdóttir, erlahlyns@dv.is AUGLÝSINGAUMSJÓN: Ruth Bergsdóttir, ruth@dv.is
PRENTUN: Torg prentfélag DREIFING: Póstdreifing | DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. DV, Kalkofnsvegi 2, 101 Reykjavík Sími: 550 7000.
Viktoría Hermannsdóttir
sjónvarpstjarna býr í Vestur-
bænum ásamt tilvonandi
eiginmanni sínum Sólmundi
Hólm og börnum þeirra
fjórum. Hún deilir hér sínum
uppáhalds barnvænu stöðum
sem tilvalið er að skottast á í
sumarfríinu.
1 Fjöruferð á Eyrarbakka
Ég var mikið á Eyrarbakka
sem barn og í fjörunni er
gaman að lenda í alls konar
ævintýrum og kaupa sér svo
ís eftir fjöruferðina.
2 Rólóferð
Ég eyði sirka 90% af tíma
mínum með eins árs dóttur
minni á róló. Þeir eru mis-
góðir en rólóinn í Verkó-
portinu hér í Vesturbænum
er í uppáhaldi hjá okkur.
Þar hittir maður líka oft
skemmtilegt fólk og lendir á
spjalli.
3 Bókasöfn
Við förum oft á bókasafnið
og finnum okkur bækur sem
við reyndar reynum að lesa
á staðnum eftir að ég fékk 17
þúsund króna sekt þegar mér
tókst að týna öllum bókunum
eftir eina bókasafnsferðina.
4 Lautarferð
Það þarf ekki að fara langt
til að skella sér í skemmti-
lega lautarferð – bara græja
gott nesti og skella sér eitt-
hvað út í náttúruna.
5 Kaffihús
Það er alltaf gaman að fara
yfir lífið og tilveruna yfir
góðum kaffibolla og kakói og
svo má taka góðan göngutúr
í miðbænum á eftir og skoða
gömlu húsin.
BARNVÆNIR
STAÐIR
2 FRÉTTIR 17. JÚLÍ 2020 DV