Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 28
Vorvindar glaðir, lekker með hraði Nú þarf minna að huga að strandklæðnaði fyrir sumarfríið, en engu að síður er tilvalið að leyfa sér að eignast góða flík fyrir íslenska sumarið. Ekki er ólíklegt að fjárfestingin verði betri að þessu sinni þar sem flíkin mun nýtast allt árið um kring. Ú tivistartíska Íslend-inga hefur lengi vel þótt ákaflega lekker enda hafa margir færustu hönnuðir landsins lagt það fyrir sig að hanna útivistar- föt. Það þarf enginn að vera hallærislegur við varðeldinn og jafnvel Skúli fúli getur lúkkað á Instagram ef hann fer eftir þessum lista, og jafnvel allar líkur á brosi þegar lóan er farin að kveða, lækurinn að niða og grillið að snarka. Gott er að hafa í huga, sé verið á leið í ferðalag til lengri tíma, að pakka fatnaði til nota við ólík tilefni og sem sést ekki mikið á. Blettasprey og taupoki fyrir óhreinatau er einnig góð hugmynd.n Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Sé verið að pakka niður fyrir ferðalag er gott að hafa í huga að taka flíkur sem nýtast við fleiri en eitt tilefni. MYNDIR/FRÁ FRAMLEIÐENDUM REFFILEG REGNKÁPA Það þýðir lítið að ferðast innanlands nema eiga góða regnkápu. Svo er um að gera að kaupa sér fatnað í lit – það er svo miklu skemmtilegra að vera í gulri regnkápu í mígandi rigningu. Kápan er til í fleiri litum og bæði með karla- og kvennasniði. SÓLARVÖRN Það er í sjálfu sér stærsta tísku- slysið að sólbrenna illa. Það er ekki aðeins hættulegt og vont, því ekki er það fallegt heldur. Sólar- vörn er af ýmsum toga en mikil- vægt er að nota sérstaka sólar- vörn ætlaða fyrir andlit, ef fólk er með viðkvæma húð eða á það til að fá sviða í augun af kremum. Einnig er mikilvægt fyrir útivistar- fólk að vörnin sé vatnsþolin. Gott er að velja vörn sem er einnig dag- krem og nota hana daglega yfir sumartímann og taka enga sénsa. BEAUTYBOX.IS Sensai, verð 12.900 kr CINTAMANI 17.900 kr. 00000 www.veidikortid.is Hvar ætlar þú að veiða í sumar? Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir 28 FÓKUS 17. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.