Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 38
Matseðill Elísu Morgunmatur Hafrar, chia-fræ, hampfræ, salt, smá sítrónusafi, látið liggja í möndlumjólk yfir nót t. Toppa þessa máltíð svo með því sem til er hverju sinni. Oftast er það banani og stökkt múslí & KAFFI. Ég er mikil kaffikona. Millimál Ótrúlega misjafnt, en ávextir eða grænmeti, flatkökur, hreint skyr með banana og múslí, brauð með áleggi og svo gæti ég borðað hummus með skeið upp úr boxi ef þannig ber við. Hádegismatur Ég bý mér oft til alls konar mat- armikil salöt úr því sem til er í ís- skápnum, kínóa eða bygg, fala- felbollur, klettasalat, ofnbakað grænmeti með góðri dressingu er svolítið það sem ég er að vinna með. Ef skipulagið fer alveg úr bönd- unum (sem gerist oft) þá hefur eggjavélin í vinnunni komið mér ansi oft til bjargar og þá eru það 2 brauðsneiðar með smjöri, osti og soðnu eggi, legg ekki meira á ykkur. Millimál Fæ mér eit thvað kolvetnaríkt fyrir æfingar, brauð með áleggi, morgunkorn eða ávexti. Kvöldmatur Fiskur verður mjög of t fyrir valinu á mínu heimili, annars einhverjir ljúffengir grænmetis- réttir. Fiskur á einni pönnu er í miklu uppáhaldi og alveg ótrúlega ein- falt og gott. Fiskur á einni pönnu Uppskrift fyrir 2-3 500 g þorskhnakkar 1 blaðlaukur 1 grænt epli 50 g parmesan-ostur 300 ml kókosrjómi/matreiðslurjómi 1 tsk. aromat 1 tsk. chillí flögur 2 msk. karrý Salt og pipar eftir smekk Handfylli af klettasalati Hveiti til að velta fiskinum upp úr Fiskinum velt upp úr hveiti og steikt- ur á vel stórri pönnu upp úr smjöri og olíu 2-3 mínútur á hvorri hlið, þá er fiskurinn kryddaður og kókosrjóm- anum/matreiðslurjómanum hellt yfir. Látið malla í 5-10 mínútur á meðal háum hita. Blaðlauknum og eplunum er bætt við sem og parmesan-osti, þetta er látið malla í 5 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn og laukur- inn og eplin aðeins farin að eldast. Að lokum er klettasalati stráð yfir og örlítið meira af parmesan rifið yfir. Fiskurinn er svo borinn fram á beint á pönnunni. Ákveðin hugleiðsla að elda Elísa Viðarsdóttir er afrekskona í knattspyrnu og spilar með Val. Hún er líka meistara- nemi í næringarfræði, móðir, og starfar sem matvælafræðingur. Hún þarf mikla orku fyrir amstur dagsins og gefur sér oftast tíma til að elda góðan og næringarríkan mat. Elísa hefur mikinn áhuga á eldamennsku og trúir því að hún sé ágætis kokkur. MYND/ERNIR MYND/AÐSEND Sóley Guðmundsdóttir soley@dv.is V enjulegur dagur hjá mér byrjar á því að mæta í vinnuna upp úr átta,“ segir Elísa. „Eftir vinnu fer ég í búðina til að geta und- irbúið kvöldmatinn áður en ég sæki stelpuna mína á leikskól- ann um klukkan þrjú.“ Elísu finnst mjög nærandi að sækja dóttur sína snemma í leik- skólann. „Það er gott að eiga tíma með henni áður en ég fer á æfingu seinni partinn. Eftir æfingu er gott að koma heim og þurfa bara að hita upp mat- inn. Á kvöldin, þegar stelpan er sofnuð, finnst okkur gott að horfa á einn þátt til að tæma hugann.“ Heilbrigt samband við mat mikilvægast Elísa fylgir ekki neinu ákveðnu mataræði. Hún er að leggja lokahönd á meistararit- gerð í næringarfræði og veit því vel hvað hentar henni að borða til að hafa næga orku til að sinna vinnu, skóla, fjöl- skyldunni og æfingum. „Það sem hentar mér er að borða fjölbreyttan mat sem er vel samsettur af próteinum, kol- vetnum og fitu. Mér finnst þó mikilvægast að eiga í heil- brigðu sambandi við mat og ekki flokka mat í slæman eða góðan, frekar næringarríkan eða næringarsnauðan. Það er nefnilega allt í lagi að borða allt, bara ekki allt í einu og ekki alltaf.“ Elísa hefur mjög mikinn áhuga á eldamennsku. „Mér finnst ákveðin hugleiðsla í því að standa í eldhúsinu að elda og sæki því mjög mikið í það. Ég verð að segja að sjálfs- traustið er með mér í eldhús- inu og ég trúi því innilega að ég sé ágætis kokkur.“ n 38 MATUR 17. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.