Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 45
E ivør Pálsdóttir söngkona er í huga margra sveipuð dulúð og náttúrulegum krafti. Eivør á afmæli á þriðjudaginn, 21. júlí, og því tilvalið að rýna í Krabbann og hans eiginleika. Krabbinn er hálfgerður verndarengill, hann hugsar svo ofboðslega vel um sitt fólk og vill allt fyrir alla gera. Krabbinn er mjög ástríkur og passar að næra sitt innra barn með aulahúmor og leik. Krabbinn á það til að taka hluti of nærri sér og leynir því ekki þegar hann er þreyttur eða svangur. Í þeim tilfellum væri kannski best að halda sig aðeins fjarri. Bikarriddari Lykilorð: Sköpunargleði, rómantík, sjarmi, ímynd- unarafl, fegurð Fagurt er fyrsta spil þitt en það einkennist af sköpun og rómantík. Innsæið mitt segir að það sé jafnvel tengt ástarsambandi þar sem þú framkvæmir nýtt hljóðverk með sálufélaga sem mun vekja mikla lukku. Ef þér finnst þú hafa verið föst í formi þá er nýr sköp- unarkraftur að koma til þín með afli! Sverðriddari Lykilorð: Metnaður, árangur, útsjónarsemi Næsta spil helst vel í hendur við það fyrra enda er áfram talað um þessa nýja orku sem kemur til þín og það sem þú munt afreka með henni. Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá þér og ný tækifæri sem þú skapar sjálf. Fjarki í Sverðum Lykilorð: Hvíld, slökun, hugleiðsla, íhugun Síðasta spilið er spil sem er mikilvægt fyrir alla þá sem eru að drukkna í vinnu og segja aldrei nei við verkefnum og jú í sumum tilfellum hafa bara svona gaman að vinnunni. Það er svo mikilvægt að hlúa vel að sér og brenna ekki út. Hugleiðsla, jarðtenging og hvíld er það sem heldur boltanum rúllandi. Þetta spil hvetur þig til þess að hvíla þig vel áður en þú ferð áfram í þetta nýja verkefni. Skilaboð frá spákonunni Leyfðu þér að stoppa og dýfa fingrunum í mold og sameinast náttúrunni. Það róar hugann og nærir sálina. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Eivør Pálsdóttir Svona eiga þau saman Vikan 17.07. – 23.07. Verndarengill með húmor Sterk saman MYND/AÐSEND stjörnurnarSPÁÐ Í R óbert Marshall og Brynhildur Ólafs-dóttir eru orkumikið par sem hefur látið að sér kveða í samfélaginu. Þau kynntust þegar þau voru bæði fréttamenn en síðustu ár hafa þau verið áberandi í útivistinni, séð um leiðsögn og þjálfun á fjöllum. Nýlega ákvað Róbert hins vegar að skipta um gír og er kominn í forsætisráðuneytið þar sem hann starfar sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnar- innar. DV ákvað að lesa í stjörnumerki þeirra og athuga hvernig þau eiga saman. Róbert og Brynhildur eru bæði Tvíburar. Það er líf og fjör í þessu sambandi því það er líkt og fjórar manneskjur komi saman, ekki aðeins tvær. Þessi tvö verða fljótt leið á einhverju og þurfa mikla andlega örvun. Þau virka vel sam- an þar sem þau geta hent hugmyndum á milli, kenningum og krefjandi verkefnum. Tvíburinn þráir frelsi og alls kyns tjáningu og því geta Brynhildur og Róbert náð sínum hæstu mark- miðum saman, því þau eru svo sterk saman. Ef þau ná að forðast að fara í samkeppni hvort við annað og vinna saman þá verður þetta ástarsamband afar langlíft og farsælt. n Róbert Marshall 31. maí 1971 Tvíburi n Góð aðlögunarhæfni n Skapandi n Fljótur að læra n Blíður n Óákveðinn n Stressaður Brynhildur Ólafsdóttir 18. júní 1967 Tvíburi n Húmoristi n Mannvinur n Forvitin n Ástúðleg n Stressuð n Ekki samkvæm sjálfri sér MYND/SIGTRYGGUR ARI MYND/VALLI Hvaða planta hentar þínu stjörnumerki? Hrútur 21.03. – 19.04. Latneska heitið á plöntunni þinni er Plasticus því ójú, þú af öllum merkjum, ættir helst að fá þér bara eitt stykki plastplöntu því þótt að þú sért hæf/ur í ýmsu þá ertu ekki með sérlega græna fingur. Naut 20.04. – 20.05. Nautið er mjög þolinmótt merki og því ætti það vel við þig að sá til plöntu úr fræi. Bændastörfin gætu alveg átt vel við þig. Þú finnur mikla hugarró í að sinna plöntum og ættir því að eiga nokkrar. Þín planta er Basil-kryddjurtin en hún þarf natni, ekki of mikið vatn og þolir ekki útiveru. Tvíburar 21.05. – 21.06. Þú ert afar listrænt merki og kannt að meta hluti sem eru aðeins öðruvísi. Plantan þín ætti helst að vera tvílituð og því tileinkum við þér Kólus-plöntuna. Hún kemur í ýmsum útfærslum, eins og þú sjálf eftir því hvaða dagur er og hvaða verkefni er fram undan. Krabbi 22.06. – 22.07. Þú ert svo fjölskyldumiðað merki að þú velur þér auðvitað plöntu sem gefur af sér fullt af afleggj- urum sem þú getur dreift til allra vina og vandamanna. Plantan þín er því engin önnur en Veðhlaupar- inn eða Peningaplantan góða. Ljón 23.07. – 22.08. Elsku ljónið okkar er mikið sólar- merki og laðast að framandi blómum og plöntum. Sólblóm ætti að gleðja þig eða jafnvel afríska blómið Protea. Í raun henta öll gul blóm þínu merki afar vel. Láttu það eftir þér að auka litagleðina í kringum þig. Meyja 23.08. – 22.09. Það má segja að þú sért viðkvæmt blóm og hafir miklar tilfinningar. Þú er týpan sem blæs á fífla og óskar þér í leiðinni, alveg sama hversu gömul/gamall þú ert orðin/n. Það er hollt að trúa á töfra alheims! Blómstrandi plöntur sem ilma, á borð við pottarósir, munu gleðja þig. Vog 23.09. – 22.10. Elsku rómatíska Vogin okkar sem horfir á heiminn í gegnum rósrauð gleraugu og elskar allt sem er bleikt. Bleik planta er sérstak- lega aðlaðandi fyrir þér og því er plantan þín bleik eldlija sem vel má rækta úti í garði eða kaupa afskorna. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Sporðdrekinn er svo upptekinn í því að sigra heiminn að hann má helst bara eiga eitt stykki kaktus og svo bara stóran garð eða land þar sem hlutirnir rækta sig bara sjálfir eins og fjöllin og hólarnir. Þín planta er Aloe Vera: græn, vatnsmikil og sefandi eins og jörðin sjálf. Bogmaður 22.11. – 21.12. Þú nýtur þín vel í garðræktinni svo lengi sem þú uppskerð vel. Bog- maðurinn elskar afskorin blóm en vill helst ekki gul blóm. Ef þú fengir vönd af bóndarósum þá yrðir þú glöð út alla vikuna. Steingeit 22.12. – 19.01. Ef það er einhver sem kann að meta klassíska rós þá ert það þú þú! Þú hefur gaman af hefðum og ert oft á tíðum kölluð gömul sál. Mjög líklega ertu líka með stoltan mynturunna úti í garði hjá þér. Vatnsberi 20.01. – 18.02. Age of Aquarius… (heyrist sungið). Þú ert svo mikill hippi í þér þannig það kæmi engum á óvart að þú værir að rækta sveppi eða eitthvað í þeim dúr, en við mælum með að það sé bara fyrir súpur en ekki eitthvað annað. Þitt blóm er vöndur sem þú týnir saman sjálf/ ur úr náttúrunni. Villt og frjálst eins og þú. Fiskur 19.02. – 20.03. Þú ert týpan til að fá plöntuveikina og átt líklega ófáar plöntur sem þú ert jafnvel farin að fela frá mak- anum þínum. „Ha þessi? Neeei, hún er ekki ný!!“ Þú ert mjög heimakært merki og því gleður það þig mikið að eiga flest allar plöntur. Þín planta er Zebrina. STJÖRNUFRÉTTIR 45DV 17. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.