Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR 17. JÚLÍ 2020 DV skipt miklu máli fyrir okkur að hafa fyrirmyndir, ótrúlega flottar og fyndar konur eins og til dæmis Eddu Björgvins og Helgu Brögu og svo auðvitað Stelpurnar á Stöð 2.“ Konur, samkeppni og laun Talið berst að konunum í leik- listarbransanum og launa- kjörum. Júlíana: „Persónulega lít ég ekki á þetta sem einhverja samkeppni við aðrar leikkon- ur. Það eru auðvitað prufur sem þú ferð í en ég hugsa þetta meira þannig að þetta er týpuval, hvort sem þú færð hlutverkið eða ekki. Leiklist er list og þess vegna er þetta oft huglægt mat hjá hverjum og einum. Þú reynir að vera besta útgáfan af sjálfum þér.“ Vala: „Okkur hefur gengið vel, en við erum auðvitað bara að tala út frá okkur hvað varðar launamismun. Þetta er að breytast, þetta er bara hluti af einhverju gömlu sem er að deyja út.“ Júlíana: „Mér þótti alltaf erfiðast að semja um launin mín, mig langaði ekki að sýnast frek eða merkileg með mig. Núna erum við báðar með umboðsmann sem sér um þau mál fyrir okkur. Vala: „Ég held að launavið- ræður séu erfiðar fyrir alla leikara, og auðvitað mest þá sem eru að byrja í bransanum. Þessi vinna er samofin per- sónunni þinni; þú ert vinnan. Það er rosalega erfitt að sitja fyrir framan einhvern og segja: „Ég er milljón króna virði.“ Þú ert hræddur um að þú sért ekki nóg. Ég held að þetta sé alveg eins með leikara og leikkonur. Eftir því sem þú færð meiri reynslu þá færðu meira faglegt sjálfsör- yggi. Núna er miklu algengara að leikarar á Íslandi séu með umboðsmann og það er auð- vitað bara stórkostlegt. Ef þú ert með einhvern sem sér um þessi mál fyrir þig þá hættir þetta að vera persónulegt.“ Júlíana: „Það var erfitt að semja um laun í fyrstu, fannst mér. Við höfðum eiginlega eng- in viðmið. Ég bað um það sem mér fannst að ég ætti skilið.“ Vala: „Þegar við vorum að stíga fyrstu skrefin, þá fannst okkur bara svo magnað að vera að gera þetta. Þegar ég lít til baka þá hugsa ég alveg með mér að þetta hafi nú ekki verið mikill peningur sem við báðum um. En samt sé ég ekki eftir neinu. Þetta var eins og fá „masterclass“ í kvikmynda- gerð.“ Síðan um leið og við fengum grænt ljós á að gera seríu tvö af Þær tvær þá gátum við sett fram aðeins meiri kröfur, eins og að fá greitt fyrir handrita- skrifin líka. Við vorum komn- ar með aðeins meira sjálfs- traust.“ Blaðamanni leikur einn- ig forvitni á að vita hvernig það sé að vera útivinnandi móðir „í bransanum“, á fullu að reyna að koma sér áfram samhliða því að reka fjöl- skyldu. Júlíana er tveggja barna móðir og segir það vera mikið púsl. Júlíana: „Ég kannast sko alveg við þetta mömmusam- viskubit. Sérstaklega þegar við vorum í tökum á annarri seríu og dagarnir voru langir og ég var alltaf á einhverjum bömmer að þurfa að biðja um pössun. Þetta er erfitt, en þetta hefst. Þetta reddast alltaf einhvern veginn.“ #Metoo breytti öllu Talið berst að #metoo-bylt- ingunni sem setti samfélagið nánast á annan endann. Leik- arabransinn var svo sannar- lega ekki undanskilinn og fjölmargar konur innan stétt- arinnar stigu fram og tjáðu sig um kynferðislegt áreiti, of- beldi og valdmisbeitingu sem þær höfðu orðið fyrir í námi og/eða starfi. Landsþekktir leikarar og leikstjórar sögðu upp eða var vikið úr starfi og umræðan varð allt í einu mun opnari. Vala: „Ég man alveg eftir því þegar ég var í Leiklistar- skólanum, það var einhver svona stemning í gangi þar, einhver svona hugsunar- háttur sem ég tileinkaði mér þó svo að enginn hefði sagt neitt við mig. Mér fannst ég alltaf þurfa að vera rosa flott og kynþokkafull. Þegar ég var að útskrifast úr skólanum þá var metoo-byltingin að byrja og það var eins og allir væru að vakna til meðvitundar. Júlíana: „Ég lærði leiklist úti í Bretlandi og það voru auð- vitað æðisleg ár. En ég er al- veg sammála Völu með þessa skrítnu stemningu. Það var einhver svona pressa á stelpur, eins og þær þyrftu alltaf að vera kynþokkafullar.“ Vala: „Þetta er að breytast rosalega mikið, ég get alveg sagt það. Það er eitthvað mjög stórt „shift“ í gangi.“ Vandræðalegir feilar Eigið þið einhverjar sögur um vandræðaleg eða óþægileg at- vik á ferlinum? Júlíana: „Ég tók einu sinni að mér að vera svona leyni- gestur í veislu hjá vinnustað, úff, ég held að það sé með því óþægilegra sem ég hef gert. Ég átti sem sagt að leika kærustu nýja starfsmannsins og við áttum að gera okkur að fíflum og lyfta partýinu upp. Í lok kvöldsins fengu gestirnir svo að vita þetta hefði bara verið leikur, og allir í salnum voru bara: „Aaaaahh, ókei.“ Verst að það voru alveg nokkr- ir sem fóru áður en þetta var tilkynnt!“ Vala rifjar einnig upp þegar þær stöllur voru fengnar til að skemmta gestum í partýi sem var haldið í sal Hvalasýning- arinnar á Granda. „Það var alveg skelfilegt, bara eins vont að það gat orð- ið. Salurinn var þannig að það bergmálaði rosalega mikið og það voru mikil læti. Fólkið var augljóslega ekki að hlusta á okkur og það hló enginn. Ég man bara að þegar þetta var búið þá hugsaði ég með mér: „Ókei, er þetta málið? Er þetta eitthvað sem ég er að fara að vinna við?“ Ég ber alveg rosalega mikla virðingu fyrir þeim sem vinna við uppistand. Þá hefurðu nefnilega ekkert hlutverk til að fela þig á bak við, þú ert bara þú sjálfur og hlátur er eini mælikvarðinn á hversu góður þú ert. Og annað hvort hlær fólk eða ekki.“ Stelpurnar eru orðnar óhræddari Það er ekki hjá því komist að ræða aðeins um konur í gríni, enda hafa þær lengi verið í al- gjörum minnihluta hér. Þær segja ákveðna vitundarvakn- ingu hafa verið í gangi undan- farin misseri, og líklega hafi það byrjað með Stelpunum á Stöð 2. Stelpur eru óhræddari en áður en við að fara alla leið í gríninu. En öllu gríni fylgir einhver alvara, og líka pólitík. „Ég er ekki bundin neinum flokki eða neitt þannig. En ég meina, öllu gríni fylgir einhver afstaða. Þú getur til dæmis verið að leika manneskju sem er nars- issískur fáviti, einhver sem kaupir allt það nýjasta og er ekki vinna fyrir hlutunum. En þú vilt sýna fram á fárán- leikann, ekki ýta undir hann,“ segir Vala. Ætluðu að verða lögga og læknir Það er allt opið varðandi fram- tíð hjá þeim vinkonum og sam- starfskonum. Það er heldur ekkert öruggt, og það er ekki alltaf auðvelt að gera plön þegar kemur að leiklistinni. Vala: „Þegar ég var í Versló ætlaði ég að verða læknir. Ég skráði mig í lífefnafræði eftir stúdentinn af því að það árið voru ekki haldin inntökupróf í læknadeildina. En svo fékk ég vinnu í Borgarleikhúsinu og ég varð bara heltekin. Þannig að það varð ekkert úr lífefna- fræðinni eða læknisfræðinni. En jæja, ég styrkti allavega Háskóla Íslands um 40 þúsund krónur!“ Júlíana: „Á sínum tíma þá skráði ég mig Lögregluskól- ann af því að ég sá fram á að vera verkefnalaus um haustið. Ég hugsaði þá bara með mér að ég gæti alveg eins orðið bara lögga, mér hefur alltaf fundist löggustarfið rosalega spennandi. En svo fóru verk- efnin allt í einu að hrúgast inn hjá mér og það varð fullt að gera. En kannski fer ég í lögguna seinna? Það er ágætt að hafa eitthvað plan b. Ég hef aldrei verið með eitthvað svona „fimm ára plan“. En fyrir nokkrum árum skrif- aði ég lista yfir það sem ég vildi gera sem leikkona. Eitt af því sem ég skrifaði niður var að vinna með Baldvin Z leikstjóra. Og núna í dag er hann að vinna með okkur að þáttunum Venjulegu fólki, hann og framleiðslufyrir- tækið Glassriver, sem er alveg magnað. En það er alltaf þessi hugsun í gangi hjá manni: Þú veist aldrei hvenær hættir að ganga vel. Eftir hvert verk- efni hugsarðu kannski: „Ókei, nú er þetta búið.“ Ég er alltaf bara svo þakklát fyrir að fá að vinna.“ n Það var einhver svona pressa á stelpur, eins og þær þyrftu alltaf að vera kynþokkafullar. Júlíana Sara Stelpurnar segja #metoo byltinguna hafa valdið algjörum straumhvörfum í bransanum. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.