Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 22
FRAMSÓKN Á HRAÐRI NIÐURLEIÐ
Sameining Miðflokksins og Framsóknarflokks er útilokuð. Samt sem áður er mögu-
legt að flokkarnir geti unnið saman í ríkisstjórn. Mikið fjör er í starfi Miðflokksins.
A f hverju þurfti þetta að fara svona?“ spurði gamall framsóknar-
maður í Mýrasýslu á dögun-
um og vísaði þar til klofnings
flokksins fyrir kosningarnar
2017 og fylgis sem hefur
nánast í öll könnunum á kjör-
tímabilinu mælst undir 10%.
Framsóknarflokkurinn reis
örlítið hærra rétt eftir hið
margumrædda Klausturs-
mál. Þá mældist hann með
11,4% en Miðflokkur fór
niður í langlægstu tölu sem
hann hefur mælst með á kjör-
tímabilinu eða 5,7%. En þetta
snerist fljótt við.
Guðna dreymir
um sameiningu
Framsóknarflokkurinn hlaut
24,4% atkvæða í kosningunum
2013 og þingstyrkur hans
hafði þá ekki verið meiri í
hálfa öld. Þetta var mikill
persónusigur hins unga og
aðsópsmikla formanns, Sig-
mundar Davíðs Gunnlaugs-
sonar. Og þrátt fyrir meiri-
háttar áföll síðan, klofning
og Klaustursmál stendur Sig-
mundur enn keikur. Í nýjustu
könnun Gallup mældist Mið-
flokkurinn með 10,2% fylgi á
landsvísu.
Ýmsa gamalreynda Fram-
sóknarmenn dreymir um sam-
einingu síns flokks og Mið-
flokksins. Þeirra á meðal er
Guðni Ágústsson, fyrrverandi
formaður Framsóknarflokks-
ins, sem reifaði við marga í
vetur sem leið þá hugmynd að
flokkarnir gengju í eina sæng
og um leið að formennirnir,
Sigurður Ingi Jóhannsson og
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, hyrfu báðir af vettvangi
en Lilja Alfreðsdóttir tæki við
keflinu.
Sameining ekki í myndinni
Miðflokksmenn hafa tekið
þessum hugmyndum fálega.
Ýmsir Miðflokksmenn eiga
bágt með að fyrirgefa Lilju að
hafa kallað nokkra þingmenn
þeirra „ofbeldismenn“ eftir
að upptökurnar á Klausturs-
bar urðu opinberar og sumir
þeirra nefna að þeim finnist
kúnstugt að hún sé álitin von-
arstjarna Framsóknarflokks
nú, þar sem það var Sigmund-
ur sem fékk hana til liðs við
ríkisstjórnina á sínum tíma —
og þá beinlínis í óþökk hluta
þingflokksins, sem greiddi
atkvæði gegn því að hún yrði
skipuð ráðherra.
Flestum heimildarmönn-
Á ÞINGPÖLLUM
Björn Jón
Bragason
eyjan@eyjan.is
Miðflokkurinn undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur fest sig í sessi á kjörtímabilinu. MYND/ERNIR
um ber saman um að Lilja
stefni á formannsstólinn í
Framsóknar flokknum en Sig-
urður Ingi Jóhannsson hefur
tilkynnt að hann hyggist sitja
áfram sem formaður.
Lilja er þingmaður fyrir
Reykjavíkurkjördæmi suður,
en alls óvíst er hvort flokkur-
inn nái nokkrum manni inn í
Reykjavíkurkjördæmunum
í næstu kosningum. Til tals
hefur komið að hún fari fram í
oddvitasæti í einu landsbyggð-
arkjördæmanna, en þar sitja
menn og konur á fleti fyrir.
Lilja er bandamaður Ás-
mundar Einars Daðasonar,
félagsmálaráðherra og odd-
vita flokksins í Norðvestur-
kjördæmi. Framsóknarmenn
þar bera honum vel söguna og
uppi er orðrómur um að hann
stefni á varaformannsstólinn,
verði Lilja formaður.
Gerólík staða flokkanna
Við bætist að fjárhagsstaða
Miðflokksins er miklu betri
en Framsóknarflokks. Skuldir
Miðflokksins námu aðeins 2,8
milljónum í árslok 2018, en
skuldir Framsóknarflokks
239 milljónum á sama tíma.
Sárin frá flokksþinginu 2016
þegar Sigmundur var felldur
eru djúp og næsta ólæknan-
leg. Aftur á móti er málefna-
ágreiningur ekki mikill í
reynd.
Sumir viðmælenda í Mið-
flokknum segja flokknum
ekki liggja á að komast í rík-
isstjórn á næsta kjörtímabili.
Hann geti vel notað tímann
áfram til að efla flokksstarfið.
Flokknum henti vel að vera
í stjórnarandstöðu. Innan-
búðarmenn segja markmiðið
að byggja upp flokk til fram-
tíðar sem verði með um 15%
fylgi á landsvísu að lágmarki.
Til þess þurfi ekki bara sterka
frambjóðendur og skýra
stefnu, heldur líka trausta inn-
viði. Grasrótarstarf í Fram-
sóknarflokknum er nánast
liðið undir lok, á sama tíma
og Miðflokksmenn flykkjast
á flokksfundi.
En auðvitað vill Sigmundur
aftur í ríkisstjórn og þá helst
í fjármálaráðuneytið. Því er
stundum fleygt að enginn
hinna flokkanna kjósi að
vinna með Miðflokknum.
Hæpið er að fullyrða slíkt,
þrátt fyrir að Sigurður Ingi
sjái rautt í hvert sinn sem
nafn Sigmundar Davíðs er
nefnt. Katrín Jakobsdóttir
og Sigmundur Davíð kunna
að sögn prýðilega hvort við
annað. Þau hafa þekkst lengi
og störfuðu um tíma saman
á Ríkisútvarpinu. Hún var
málfarsráðunautur á frétta-
stofunni þegar hann flutti
fréttir. Annars hugnast Mið-
flokksmönnum flestum illa
samstarf við Samfylkingu og
ýmsa úr Vinstri grænum og
Pírötum.
Þau Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir og Sigmundur
náðu vel saman í stjórnarand-
stöðu á árum vinstristjórnar-
innar 2009–2013 — þá bæði á
þingi fyrir aðra flokka en nú
og enn geta þau ræðst við. Ný-
lega sáust þau saman á spjalli
með Bjarna Benediktssyni.
Ýmsir fletir eru því á sam-
starfi og hreint ekki útilokað
að þeir muni í framtíðinni
taka sæti við ríkisstjórnar-
borðið saman á ný, Sigurður
Ingi og Sigmundur Davíð.
Kvennahallæri
Ekki hefur annað komið fram
en núverandi þingmenn sæk-
ist eftir endurkjöri. Við blasir
þó að Miðflokkurinn þarf að
fá konur í framboð. Af níu
þingmönnum flokksins er að-
eins ein kona. Flokkurinn má
gera sér vonir um mun meira
fylgi á höfuðborgarsvæðinu
heldur en Framsóknarflokkur.
Fyrir kosningarnar 2017 voru
ýmsir óvissir hvort þeir ættu
að láta til leiðast að taka sæti
á listum Miðflokksins en nú,
eftir að flokkurinn hefur fest
sig í sessi, er staðan að líkind-
um gerbreytt.
Spennandi verður að sjá
hverjir ákveða að taka slag-
inn með Miðflokknum — og
líka hvort Framsóknar-
flokkurinn rétti úr kútnum í
aðdraganda kosninga eins og
svo oft áður. n
Fylgi Framsóknarflokks og Miðflokks á kjörtímabilinu
Ko
sn
. ‘
17
ja
n.
‘1
8
ap
r.
‘1
8
jú
l.
‘1
8
ok
t.
‘1
8
de
s.
‘1
8
ja
n.
‘1
9
ap
r.
‘1
9
jú
l.
‘1
9
ok
t.
‘1
9
ja
n.
‘2
0
ap
r.
‘2
0
jú
n.
‘2
0
HEIMILD: ÞJÓÐARPÚLS GALLUPS
n Framsóknarflokkur
n Miðflokkurinn
15%
12%
9%
6%
3%
22 EYJAN 17. JÚLÍ 2020 DV