Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR 17. JÚLÍ 2020 DV Klæðning hússins er ónýt og hurðin stendur opin. Mörg hundruð fermetra kjallari stendur opinn fyrir veðri, vindum og óboðnum gestum. Rusl úr húsinu er í hrúgum utan við húsið að aftan og galopnar dyr. MYND/ERNIR hverfis- og auðlindamál og felldi nefndin það úr gildi þar sem framkvæmdin átti sér ekki stoð í deiliskipulagi og grenndarkynning var ekki fullnægjandi. Á byrjunarreit þremur árum síðar Reykjavíkurborg fór þá af stað með deiliskipulags- vinnu og lauk henni með aug- lýsingu í Stjórnartíðindum í júlí í fyrra. Það skipulag var einnig kært og felldi nefndin það úr gildi í mars 2020. Á þessum tímapunkti voru því nærri þrjú ár liðin frá upp- haflegri umsókn um bygg- ingaleyfi og eigendur hússins á byrjunarreit. Húsið hafði á þessum tíma drabbast niður töluvert og nágrannar teknir að þreytast. Þegar DV spurði nágranna hússins út í ástandið og við- brögð nágranna voru svörin á ýmsa vegu. Sumir höfðu skilning á ætlunum eigenda hússins, aðrir alls ekki. Aðrir beindu reiðinni að borginni, aðrir ekki. Aðrir voru bara reiðir en ekkert endilega út í neinn. Enn aðrir sögðu bílastæðin þrætuepli, en ná- grannar hafa nýtt ónotuð bílastæði Dunhaga 18-20 undir sín ökutæki. Einn kær- andi í málinu sagðist lang- þreyttur á stjórnsýslunni: „Að við skulum þurfa að fara í gegnum ferlið í þrígang er alveg ótrúlegt. Það er eins og Reykjavíkurborg kunni ekki að lesa.“ Í dag stendur húsið tómt, yfirgefið og er vanrækt. Minnisvarði um svifaseina stjórnsýslu borgarinnar og göfugar ætlanir eiganda og margra ára vinnu þeirra sem nú er á byrjunarreit. Þegar blaðamann bar að garði á Dunhaga 18 blöstu við honum galopnar dyr og ruslahrúgur. Playstation-tölva og nýlegt sjónvarp lágu innan um ann- að rusl á jörðinni – fórnar- lömb íslenskrar sumarbleytu. Opið var inn í gömlu skrif- stofu Háskólaprents og þar talsvert af köttum af hland- lyktinni að dæma. Ljóst er að einhver hefur hreiðað um sig í einu horninu en enginn Rúmenar í ókeypis húsnæði Stigagangar íbúðarhússins voru jafnframt opnir og líf í þeim báðum. Blaðamaður var svo heppinn að rekast á íbúa annars þeirra. Voru þar Rúm- enar að sjóða sér kartöflurétt í kvöldmat og buðu blaðamanni inn. Rúmenarnir vinna fyrir starfsmannaleiguna Ztrong- force ehf. Þeir hafa verið þar um einhverja hríð og herma heimildir DV að fyrirtækið hafi ekkert greitt fyrir hús- næðið nema hita og rafmagn. Vegna ástands hússins þykir ekki forsvaranlegt að inn- heimta leigu. Af stæðum pósts í anddyri hússins að dæma er ljóst að þar hefur búið einhver fjöldi af erlendu verkafólki á síðustu misserum. Rekstur starfsmannaleiga hefur ekki farið varhluta af Covid-19-„ástandinu,“ enda samdráttur í ferðamennsku leitt til samdráttar í bygg- ingageiranum og þessir tveir bransar verið hvað dug- legastir að nýta sér þjónustu starfsmannaleiga. Engu að síður virtust heimilismenn á Dunhaga 18 hafa nóg að gera og héngu vinnugallarnir og vettlingarnir í sameigninni til þerris eftir langan vinnudag í rigningunni. Tekið skal fram að þrátt fyrir ömurlegt ástand hússins virtist íbúðinni sem strákarnir deildu vera ágæt- lega viðhaldið. Þegar blaðamaður kvaddi strákana rúmensku varð hon- um kaldhæðnin skyndilega skýr: Á besta stað í Reykjavík stendur 1.500 fermetra fast- eign niðurnídd. Eigendur vilja breyta húsinu til batnaðar og nágrannar vilja bætt ástand en deila um skilgreininguna á „batnaði“. Á milli situr svo skipulagssvið borgarinnar á byrjunarreit, fórnarlamb endalausra áfrýjunarleiða og kærumöguleika í skipulags- ferlinu og svifaseinnar úr- lausnar Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál. Í húsinu búa svo rúmensk- ir verkamenn, kannski ein- mitt þeir sem fara í að bæta ástandið, þegar Íslendingarnir hætta að rífast. n Það er eins og Reykjavíkur- borg kunni ekki að lesa. sjáanlegur. Staflar af sófum og rúmum og nokkur bretti af jarðfræðiblaðsíðum, sem eflaust áttu að verða að bók ,blöstu við. Brotnar rúður í ónotuðum húsum. Þetta hefur blasað við íbúum Hagahverfis í áraraðir. MYND/ERNIR 00000 www.veidikortid.is Hvar ætlar þú að veiða í sumar? Útsölustaðir: N1, OLÍS, veiðivöruverslanir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.