Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR 17. JÚLÍ 2020 DV HEILT FJÖLBÝLISHÚS GROTNAR NIÐUR Á BESTA STAÐ Í BORGINNI Rúmenskir verkamenn búa frítt á Dunhaga 18-20. Á meðan sækjast eigendur eftir byggingarleyfi til endurbóta en erindi þeirra hefur velkst um í kerfinu í á þriðja ár. Í einu elsta, grónasta og dýrasta hverfi Reykjavík-urborgar stendur veglegt fjölbýlishús á þremur hæðum. Á jarðhæð hússins er um 600 fermetra verslunarrými. Bakvið húsið eru dyr tveggja stigaganga sem hvor um sig geymir fjórar nokkuð vegleg- ar íbúðir. Eru þær á bilinu 93- 130 fermetrar, þó flestar yfir 100. Húsið hefur talsverða sögu að geyma. Það var reist 1959 og hefur m.a. hýst vídeó- leigu, Skóstofuna, mjólkur- búð Mjólkursamsölunnar, Jóa byssusmið, fisksölu og nú síðast Háskólaprent. Húsið hefur, svo vægt sé til orða tekið, munað sinn fífil fegurri. Húsið liggur nú undir miklum skemmdum, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eigandi hússins er D18 ehf. Eigendur D18 ehf. eru samkvæmt fyrirtækja- skrá meðal annarra Magn- ús Magnússon og Guðrún Helga Lárusdóttir. Magnús fór fyrir eigendahópi Borg- unar og var forsvarsmaður eignarhaldsfélagsins Borg- unar. Í hópi eigenda eignar- haldsfélagsins Borgunar er Stálskip ehf. Stálskip ehf. er fjárfestingarfélag Guðrúnar Helgu Lárusdóttur og barna hennar. Guðrún er jafnframt eigandi þriðjungshlutar í D18 ehf. Guðrún og eiginmaður hennar, Ágúst Guðmundur Sigurðsson, ráku eitt sinn út- gerðina Stálskip. Vont hús og verri stjórnsýsla D18 ehf. keypti húsið sum- arið 2009 og hefur því lítið sem ekkert verið haldið við síðan þá. Segja nágrannar að ástand hússins hafi versnað stöðugt síðan, þó mest á ný- liðnum árum. Á Facebook- síðu íbúa í hverfinu segir einn íbúi að húsið hafi „ekki verið sérlega líflegt síðustu ár“. Þar kann að spila inn í að eig- endur hafa um nokkurra ára skeið sóst eftir því að breyta húsinu og lóðinni Aðrir nágrannar segja húsið lengi ekki hafa verið í lagi. „Það er löngu tímabært að gera eitthvað almennilegt við þennan blett og leiðinlegt að þetta hafi dregist svona.“ Segir hann jafnframt að hann sé fúll út í eigendur hússins fyrir að hafa ekki drifið sig í að klára þetta, fundið ein- hvern sameiginlegan flöt með nágrönnum hússins og hætt þessu „lögfræðistappi“. „Gera þetta bara í samráði við sam- félagið í kring svo hægt sé að drífa í þessu og klára það.“ „Lögfræðistappið“ sem íbúinn vísar til er skipulags- ferli reitsins sem hefur verið í gangi a.m.k. síðan 2017. Sóttust þá eigendur Dun- haga 18 og 20 eftir heimild til að byggja hæð ofan á nú- verandi fjölbýlishús og fyrir aftan húsið, nýtt lyftuhús og viðbyggingu á einni hæð auk kjallara. Byggingarleyfið sem veitt var fyrir þeirri framkvæmd var kært til Úrskurðarnefndar um um- Dunhagi 18-20 er í eigu D18 ehf. sem er í raunverulegri eigu Stálskips og Magnúsar Magnússonar, stjórnarformanns Borgunar. MYND/ERNIR Ætlun eigenda húsanna er að rífa þessa bílskúra og byggja við húsið að ofan og aftan. MYND/ERNIRFramhald á síðu 8 ➤ Heimir Hannesson heimir@dv.is Það er löngu tímabært að gera eitthvað almenni- legt við þennan blett og leiðin- legt að þetta hafi dregist svona. Aðgengi að stigagöngum Dunhaga 18 og 20 eru aftan við húsið. Segja íbúar í hverfinu að aðkoman hafi aldrei verið í lagi. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.