Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 34
34 FÓKUS Á ferð um landið SUÐURLAND Það er fyrirtaks helgarplan að renna austur fyrir fjall og njóta sveitaloftsins og þeirra frábæru afþreyingarmöguleika sem í boði eru. Nú er bara að smella börn- unum í regngalla, nesti í bak- poka og leggja í hann. Draugar og dýragarður, sund og sæla eru handan við þjóðveginn. LAUGARVATN FONTANA Náttúruböðin á Laugarvatni bjóða upp á upplifun hinnar einstöku gufu beint yfir gufuhvernum fræga sem heimamenn og gestir hafa nýtt til heilsubaða að minnsta kosti síðan 1929. Auk þess er unnt að baða sig í heilsubaðvatni í þrískiptri baðlaug, dvelja í heitu sánubaði, ganga í volgum sandinum, dýfa sér í Laugarvatnið sjálft frá nýbyggðri bryggju eða slaka á í fallegum garð- inum. Jafnframt gefur dvöl í böðunum ávallt tækifæri til að skynja hina síbreytilegu íslensku veðráttu og njóta fjallasýnar. Einnig er hægt að bóka rúgbrauðssmökkun fyrir hópa en þá er grafið upp rúgbrauð sem bakað er í nágrenni við böðin með jarðvarma og það borðað volgt út í náttúrunni með smjöri og reyktum silungi. DRAUGASAFNIÐ Draugasafnið á Stokkseyri er fjöl- breytt skemmtun en þar er einnig að finna Álfa-, trölla- og norður- ljósasafnið. Söfnin eru opin alla daga frá kl. 13-18 og eru staðsett við hlið Fjöruborðsins, hins marg- rómaða humarstaðar á Stokks- eyri. Draugasafnið þykir afbragðs- skemmtun en heyrst hafa sögur af því að jafnvel svölustu gestum hafi brugðið í brún af óskýrðum ástæðum. SÓLHEIMAR Sjarmabýlið Sólheimar er dásam- legur staður. Þar er sköpunar- gleðin við völd hvert sem litið er. Hægt er kíkja á listasýningar og kaupa listaverk og fara í kaffi á stórkostlegt kaffihús staðarins. Yfir sumartímann má einnig versla lífrænt grænmeti sem er ræktað á Sólheimum og heimabaksturinn er algert sælgæti. Á staðnum er einnig gistiheimili og hægt að fá leiðsögn um svæðið. ÞINGVELLIR Allir þurfa að heimsækja Þingvelli, helst á hverju sumri. Hvort sem er í spássitúr, til að veiða, fara í lautarferð eða kíkja á Peningagjá. Börnum finnst gaman að kasta peningum í gjána og óska sér. SLAKKI Litli dýragarðurinn Slakki er sjarmerandi og heimilislegur. Þar er að finna framandi fugla í bland við húsdýr og mínígolfvöll, leik- tæki og franskar. Garðurinn er staðsettur að Laugarási, Hruna- mannahreppi – ekki langt frá Frið- heimum – og er opinn frá 11-18 alla virka daga. MYND/GETTY MYND/FACEBOOK MYND/FACEBOOK MYND/ERNIR MYND/GVA MYND/FACEBOOK KERIÐ Kerið er vinsæll áningarstaður og er kjörið að koma þar við á ferð um Gríms- nesið nú þegar mun minna er um ferðamenn. Kerið er gíghóll, 270 metra langt og um 170 metra breitt. Gígurinn er vel yfir 50 metra djúpur og niðri í honum er tjörn sem er fallega blá. Dýpt tjarnarinnar fer eftir grunnvatns- stöðu, sem getur verið frá 7 metrum upp í 14 metra. HRAUNBORGIR Eitt besta tjaldstæði landsins. 22ja ára aldurstakmark er inn á stæðið svo unglingar í leit að veseni verða að leita annað. Tjaldstæðið er ákaflega fjölskylduvænt og rekið af fjölskyldu sem þjónar sjálf til borðs á litlum veitingastað í þjón- ustumiðstöðinni. Staðurinn heitir Þorparinn og þar er hægt að fá ís- kaldan bjór á krana og fantagóðar pítsur. Þar er einnig fínt útisvæði, aparóla og sundlaug. HÓTEL GRÍMSBORGIR Hótelið er annað af tveimur 5 stjörnu hótelum landsins. Þjón- ustan er margrómuð og hótelið ákaflega fallegt og heitir pottar víða um svæðið en hótelið býður bæði upp á herbergi, íbúðir og lúxusgistingu í húsum. Í sumar er boðið upp á ýmis tilboð á hótelinu auk þess sem Abba-sýningar eru reglulega á staðnum. Veitinga- staður hótelsins þykir virkilega góður og er boðið upp á happy hour milli 16 og 18 alla daga vik- unnar. Morgunverðarhlaðboð staðarins þykir eitt það besta á landinu þar sem brakandi ferskt freyðivín bíður og eggjakökur eru sérsteiktar ofan í gesti. MYND/EYÞÓR 17. JÚLÍ 2020 DV MYND/FACEBOOK MYND/FACEBOOK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.