Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 44
44 STJÖRNUFRÉTTIR TAPAÐI BARÁTTUNNI VIÐ FÍKNINA COREY ALLAN MICHAEL MONEITH fór með hlutverk Finn Hudson í þáttunum, ameríska fótboltamannsins með englaröddina sem lék lykilhlutverk í að færa Gleði- sveitina til vegs og virðingar. Utan þáttanna glímdi Moneith þó við persónulega djöfla. Frá 13 ára aldri hafði hann glímt við fíkn og reyndist erfitt að komast undan henni. Árið 2013 fannst samstarfsmönnum hans í þáttunum nóg komið, gripu inn í og hvöttu hann til að leita sér hjálpar. Moneith fór þá í meðferð og virtist allt horfa til betri vegar. Aðeins tveimur mánuðum eftir að hann lauk meðferð- inni fannst Moneith látinn á hótelherbergi eftir að hafa farið út að skemmta sér með vinum. Banamein reynd- ist banvæn blanda af vímuefnum og áfengi. Ekki var talið að um viljaverk væri að ræða. Moneith hafði farið í meðferð og þol hans fyrir vímugjöfum hafði minnkað svo mikið að skammtur sem hann hafði áður þolað vel, reyndist banvænn. Hann var aðeins 31 árs þegar hann lét lífið. Andlát hans lagðist þungt á samstarfsmenn hans, en að undirlagi mótleikkonu hans, Lea Michele, var ákveðið að halda töku þáttanna áfram og helguðu þau heilan þátt minningu Moneith og persónu hans Finns. KENNDI JULIU ROBERTS UM Það voru ekki bara leikarar þátt- anna sem féllu frá langt fyrir aldur fram. JIM FULLER var aðstoðarleik- stjóri þáttanna. Hann varð bráð- kvaddur í svefni árið 2013, aðeins 41 að aldri. Við þættina vann einn- ig kona að nafni NANCY MOTES. Hún var yngri systir stórstjörn- unnar Juliu Roberts og bar systur sinni ekki fagra söguna en hún sakaði Roberts um mikla stjórn- semi og vanvirðandi framkomu. Motes tók eigið líf árið 2014 en hún glímdi við alvarlegt þung- lyndi. Hún skildi eftir sig bréf til unnusta síns þar sem hún kvað móður sína og systur meðal ann- ars bera ábyrgð á hvernig komið var fyrir henni. „Móðir mín og svokölluð systkini mín fá ekkert eftir mig nema minninguna um að það voru þau sem ollu mínu versta þunglyndi.“ GÍFURLEGT MAGN AF BARNAKLÁMI MARK WAYNE SALLING fór með hlutverk Noah „Puck“ Puckerman í þátt- unum, Puck var amerískur fótboltamaður, líkt og Finn, og bar litla virðingu fyrir samnemendum sínum í Gleðisveitinni, eða allt þar til að hann öðlaðist kjarkinn til að viðurkenna að hann hafði gaman af því að syngja og dansa. Tveimur árum síðar var Salling handtekinn á heimili sínu í Los Angeles grunaður um vörslu barnakláms. Við húsleit heima hjá honum fannst gífur- legt magn af barnaklámi og málið spurðist fljótlega út opinberlega. Ljóst var að Salling var búinn að vera. Hann var í kjölfarið ákærður og sakfelldur fyrir brot sín. Átti hann yfir höfði sér fjögurra til sjö ára fangelsi auk þess sem hann kæmi til með að þurfa að vera á skrá yfir kynferðisbrotamenn og leita sér meðferðar við barnagirnd. Áður en dómari hafði ákvarðað refsinguna fannst Salling, sem þá var laus gegn tryggingu, látinn nærri heimili sínu. Dánarorsök var sjálfsvíg. FÓRNAÐI SÉR FYRIR SONINN NAYA MARIE RIVERA fór með hlutverk Santönu Lopez í þáttunum, klapp- stýra sem kallaði ekki allt ömmu sína. Eftir að þáttaröðin hafði runnið sitt skeið gekk Rivera að eiga leikarann Ryan Dorsey og átti með honum sitt fyrsta og eina barn, Josey. Árið 2017 var Rivera handtekin fyrir heimilisof- beldi gegn manni sínum og skildu þau í kjölfarið. Dorsey neitaði þó að leggja fram kæru og var heimilisofbeldismálið látið niður falla. Þann 8. júlí síðastliðinn var tilkynnt að Riveru væri saknað eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst aleinn á reki í bát á vatninu Lake Piru í Kaliforníu. Drengurinn fannst sofandi í björgunarvesti um borð í bátnum og gat hann greint lögregluyfirvöldum frá því að hann og móðir hans hefðu stungið sér til sunds og svo hefði Rivera komið honum aftur upp í bátinn en aldrei skilað sér þangað sjálf. Upphófst umfangsmikil leit að Rivera. Daginn eftir að leit hófst greindi lög- reglustjórinn á svæðinu frá því að við leit væri gengið út frá því að Rivera hefði drukknað. Fimm dögum síðar fannst Rivera og var opinberlega úrskurðuð látin. Talið er að hún hafi lent í miklum straumþunga í vatninu og nýtt síðustu krafa sína í að bjarga syninum. Dánarorsök var skráð drukknum af slysförum. ÖNNUR HNEYKSLI GLEÐISVEITARINNAR LEA MICHEL var stjarna þáttanna. Hún hefur nýlega verið sökuð um að beita meðleikara sína einelti og yfirgangi á tökustað og vera með yfirgengilega stjörnustæla. JESSE LUKEN fór með gestahlut- verk í þáttunum árið 2012. Hann var handtekinn og kærður fyrir ölvunarakstur árið 2019, sem þótti mikið hneyksli. Leikkonan HEATHER MORRIS fór með stórt hlutverk í þáttunum. Hún varð fyrir því árið 2010 að óprúttnir tölvuþrjótar komust í nektarmyndir af henni og birtu á Internetinu. Leikararnir MELISSA BENOIST og BLAKE JENNER léku bæði í þáttunum og áttu í ástarsambandi utan þáttanna. Benoist greindi síðar frá því að Jenner hafi beitt hana ofbeldi í sambandinu. BÖLVUN GLEÐISVEITARINNAR Sú kenning hefur náð flugi á Internetinu að bölvun hvíli yfir þáttaröðinni um Gleðisveit- ina, en leikkonan Naya Rivera drukknaði í Kaliforníu á dögunum og varð þar með þriðji aðalleikari þáttanna til að láta lífið langt fyrir aldur fram. Þ ættirnir um gleðisveit-ina (e. Glee) eru vin-sæl þáttaröð um söng, dans og gleði. Þættirnir fjöll- uðum um svonefnda gleðisveit unglinga í menntaskóla, ástir þeirra og örlög. Það var ekki alltaf tekið út með sældinni að vera í gleðisveitinni en í gegnum söng og dans virtust persónur þáttanna ná að yfir- vinna hverjar þær aðstæður sem upp komu í lífi þeirra. En utan tökustaðar hafa miklar hörmungar riðið yfir leikend- ur og starfsmenn þáttanna, svo mjög að kenningar hafa vaknað um að bölvun hvíli á þáttunum. n Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is 17. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.