Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 29
JAKKINN SEM ALLIR ÞRÁ Barbour-jakkar hafa verið vin- sælir í áratugi og hafa gjarnan verið tengdir við háklassamenn- ingu, breska plebba á veiðum eða snobbaða hestamenn. Það er þó löngu liðin tíð, en jakkarnir fást meðal annars hérlendis hjá Kor- máki og Skildi og í Geysi. Jakk- arnir fást með ýmsu sniði, svo sem vatteraðir eða vaxjakkar og þykja þeir hin besta fjárfesting, sökum þess hversu endingargóðir þeir eru og hægt er að vaxbera jakk- ana aftur og aftur. UNDIRFÖT SEM HALDA HITA Íslenska nóttin getur verið ansi köld þó hún sé björt. Þá skiptir máli að vera í góðum undirfötum. Hægt er að kaupa falleg undirföt á konur og karla í Ullarkistunni, Laugavegi. Blúndan kemur svo í veg fyrir að þetta sé einhver hryllingur. Svo má alltaf reyna að treysta á makann, ef hann er ekki víraður við gítar eða hvítvínsbelju fram eftir öllu. HÖFÐINGLEGUR HATTUR Allir sem eru á samfélagsmiðlum vita að fallegur hattur er ávísun á góða mynd. Það er líka allt miklu skemmtilegra með hattinn, eða svo segja menn. Hatturinn er „unisex“ svo hjónin geta deilt honum, séu þau jafn höfuðstór. ÚTILEGU/GÖNGU PILS Vatnshelt pils með stuttbuxum undir. Efnið teygist og andar. Vasar og hankar fyrir belti. Algjör snilld til að ganga í, eða smella sér í fallegan topp og kíkja í drykk á hótelbarnum eftir góða göngu. Pilsið fæst í tveimur litum. BRJÁLÆÐISLEGA ÞÆGILEGAR Þessar buxur kallast Hagi og eru frá Farmers market. Þær eru full- komnar í ferðalagið, mjúkar og gefa vel eftir, henta hvort sem er á hestbak, göngu eða við háa hæla sé farið út að borða. Svo eru þær á útsölu! Buxurnar fást ljósgráar og dökkgráar. SÓLGUL ULLARPEYSA Það fer enginn neitt án þess að vera með hnausþykka peysu. Hvort sem er til að ganga í eða hjúfra sig í á kvöldin þegar lofthiti lækkar. SMART STÍGVÉL Frönsku stígvélin frá Aigle eru ekki bara falleg heldur virkilega þægileg og endingargóð, en þau eru úr nátt- úrulegu gúmmíi. Hægt er að kaupa sérstakt sprey til að vernda gúmmíið enn frekar, en þegar gúmmíið ofþornar geta stígvélin farið að trosna. Stígvélin fást í hinum ýmsu útgáfum og eru með hæl. Aigle framleiðir einnig „unisex“ stígvél og gullfalleg barnastígvél. SÉRLEGIR SOKKAR Fallegir og hlýir sokkar geta bjargað bæði líkamshita og út- litinu. Ekki er verra að sokkarnir fást í ýmsum stærðum svo hægt er að kaupa þá á alla fjölskylduna og jafnvel peysu eða galla í stíl. TEYGJANLEGUR FATNAÐUR Það má gera hinar ýmsu æfingar í útivistarfatnaði til að meta hvort hann sé í raun þægilegur. Til dæmis ganga á höndum. Mikilvægt er að góð teygja sé í fötum þegar stunduð er útivist. „Softshell“ buxur eru því einstaklega hentugar og flíspeysan klikkar aldrei. Buxurnar hrinda frá sér vatni og eru „unisex“. DJÚSÍ PEYSUPARTÝ Þykk rúllukragapeysa mun svo sannarlega koma sér vel í sumar og er falleg, hvort sem er við gallabux- ur og háa hæla eða útivistarbuxur / leggings. Peysan er úr ástralskri merino-ull og skoskri lambsull og því þykk en mjúk og ertir ekki. KORMÁKUR OG SKJÖLDUR Verð frá: 18.900 kr. FARMERS MARKET 14.700 kr. GEYSIR Verð frá: 44.900 kr. ELLINGSEN/ ÚTLILÍF 10. 990 kr. FARMERS MARKET 10.990 kr . ÁSTUND Verð frá: 17.990 kr. CINTAMANI Buxur 29.995 kr. Flíspeysa 21.995 kr. CINTAMANI 25.995 kr. FARMERS MARKET verð frá: 1.500 kr. ULLARKISTAN verð frá : 3.990 kr. FÓKUS 29DV 17. JÚLÍ 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.