Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 4
1 Fjölskylda flýr hrottalegt ofbeldi í Grindavík – Myndband ekki fyrir viðkvæma Guðmunda Þor- steinsdóttir hefur ákveðið að flytja með fjölskyldu sína frá Grindavík vegna eineltis og hrottafengins ofbeldis sem 15 ára sonur hennar verður ítrekað fyrir. 2 Kynlífsherbergi í Reykjavík – Þú velur klukkan hvað og hversu lengi Þú getur leigt kynlífsherbergi í miðbæ Reykjavíkur í gegnum vef- síðuna sexroom.is, ef þig langar. 3 Smitaði 71 af krónaveiru á einni mínútu Kona, grunlaus um að vera smituð af kórónaveirunni, fór í lyftu. Lyftuferðin tók aðeins eina mínútu en olli því að 71 smitaðist í kjölfarið. 4 Mikil ólga í Grindavík vegna birtingar ofbeldismyndbands Grindvíkingar voru ekki par sáttir með myndband sem móðir birti af hrotta- fengnu ofbeldi sem hún sagði son sinn hafa orðið fyrir, þar sem mynd- bandið sýndi ekki son hennar heldur allt aðra aðila. 5 Hermann las viðtal við Svövu í Mogganum og eftir það varð ekki aftur snúið Hermann Guð- mundsson sendi matgæðingnum Svövu Gunnarsdóttur skilaboð eftir að hann las viðtal við hana í Morgun- blaðinu fyrir tveimur árum. Það reyndist afdrifarík ákvörðun og ekki leið á löngu áður en Svava og Her- mann felldu hugi saman. 6 Nauðgaði nemanda og giftist honum svo – Nú er hún látin Mary Kay Letourneau var kennari sem átti í ástarsambandi við 12 ára nemanda sinn. Fyrir vikið var hún dæmd í fangelsi fyrir nauðgun. Engu að síður ól hún nemandanum tvö börn á meðan hún sat af sér dóminn og giftist honum eftir afplánun. Hún lést nýlega 58 ára að aldri. 7 Mikil reiði meðal sjálfstæðis-manna Björn Jón Bragason fjallaði í síðasta blaði um ósætti innan Sjálfstæðisflokksins vegna tilfæringa sem hafa verið gerðar á listum flokksins undanfarin ár. MEST LESIÐ Á DV Í VIKUNNI Í FRÉTTUM ER ÞETTA HELST... Kurr vegna fréttar Frétt Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, fréttamanns RÚV, um flutning ríkisstofnana frá höfuðborginni til landsbyggðarinn- ar, vakti hörð viðbrögð. Var Sigríður sökuð um landsbyggðar- hatur, hroka, rangfærslur og að hafa ætlað sér að draga upp mynd af kjördæmapoti og spillingu. Sigríður hefur bent á að fréttin hafi hreinlega verið samantekt um þær stofnanir og svið ríkisins sem hafi flutt starfsemi sína út á land frá alda- mótunum. Ekkert umfram það. Herjólfur í hers höndum Málefni Herjólfs hafa vakið mikla athygli, en í vikunni stóð yfir vinnustöðvun starfsmanna sem er liður í baráttu þeirra fyrir bættum kjörum. Mörgum þykir nóg um kröfur starfs- manna Herjólfs, sem hafi upp undir milljón í mánaðarkaup. Starfsmenn aftur á móti benda á að mikill hluti vinnu þeirra sé yfirvinna og eigi þeir rétt á skikkanlegri vinnutíma og hærra kaupi. Herjólfur ohf. tók þá umdeildu ákvörðun að sigla frá Vestmannaeyjum til lands á gamla Herjólfi, þrátt fyrir vinnu- stöðvun áhafnar á þeim nýja. Sjómannafélag Íslands hefur kallað athæfið klárt verkfallsbrot og lítur alvarlegum augum á málið. Játa mistök Flugfreyjufélag Ísland (FFÍ) gekkst við því að hafa gert mis- tök við undirritun kjarasamnings við Icelandair. Samningur- inn var felldur af félagsmönnum en eftir atkvæðagreiðsluna sendi FFÍ félagsmönnum sínum tilkynningu þar sem gengist var við mistökunum og einnig greint frá því að Icelandair hafi neitað að leiðrétta mistökin. Þessu hefur Icelandair aftur á móti alfarið hafnað. FFÍ hafi farið fram á minniháttar orða- lagsbreytingu og við því hafi Icelandair orðið, það hafi hins vegar ekki breytt innihaldi umdeildra ákvæða varðandi auka- frídag flugfreyja 60 ára og eldri og svokallaðrar sex daga reglu. Gert út af við legsteinasafnið Páli Guðmundssyni, listamanni á Húsafelli, hefur verið gert að fjarlægja hús sem hann hafði byggt á lóð sinni og átti að hýsa legsteinasafn. Nágranni Páls var ósáttur við bygginguna og stefndi honum vegna málsins. Húsið mun hafa kostað á fjórða tug milljóna og því um mikið áfall fyrir Pál að ræða og framtíð legsteinasafnsins er í uppnámi. Leikmaður Breiðabliks stígur fram Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, steig fram í vikunni en það var hún sem fékk COVID-19 sjúkdóminn og varð til þess að tvö lið í knattspyrnu fóru í sóttkví. Það reyndist henni afar erfitt þegar fjölmiðlar nafngreindu hana og birtu mynd af henni án hennar sam- þykkis. „Ég þurfti ekki einu sinni að kalla á mömmu, ég bara veinaði,“ sagði hún í samtali við mbl.is. Tómlegur Herjólfsdalur í ágúst Þjóðhátíð Vestmannaeyinga hefur verið aflýst, en slíkt hefur aldrei átt sér stað í yfir 100 ára sögu Þjóðhátíðar í Vestmanna- eyjum. Ljóst er að þetta er mikið fjárhagslegt áfall fyrir íþróttafélag Vestmannaeyja, ÍBV. Þeir sem höfðu keypt sér miða á hátíðina geta fengið hann endurgreiddan, flutt hann yfir á næsta ár, eða styrkt ÍBV um andvirði miðans. CMYK SV/HV Vertu viss um að velja besta kjötið á grillið! Meira á www.fjallalamb.is 4 FRÉTTIR 17. JÚLÍ 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.