Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 14
Á ÁBYRGÐ EIGANDA AÐ ALLT SÉ LOKAÐ OG LÆST Nú er tími sumarleyfa og því mikilvægt að gæta að öryggi heimilisins á meðan á ferðalaginu stendur. Þ að er mikilvægt að hafa það í huga að því meira sem þú setur á samfélagsmiðlana, myndir og slíkt úr fríinu, því meira ertu að auglýsa að þú sért ekki heima,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir sérfræðingur í forvörnum einstaklinga hjá VÍS. Fjölmörg dæmi eru um að tryggingar bæti ekki fyrir innbrot þar sem húseigendur hafa ekki gætt að einföldum atriðum. Heimilistryggingar bæta tjón vegna innbrots í læstar íbúðir, hvort sem brotist er inn um glugga eða dyr eða far- ið inn með stolnum lykli eða þjófalykli. Það er því gríðar- lega mikilvægt að gæta þess mannlaus hús séu alltaf læst og öllum gluggum lokað. Ann- ars er hætta á að tjónið lendi alfarið á eigandanum, enda nær hugtakið innbrot yfir at- höfnina þegar einhver brýtur sér leið inn í húsnæði í stað þess að fara inn um venju- legar inngönguleiðir. Nágrannavarsla mikilvæg „Það er því miður þann- ig að þeir sem eru í þessum „bransa“, þeir eru að fylgjast grannt með. Hvenær fólk fer og hvenær það kemur. Þeir labba niður götuna á nóttunni og kanna hvar útidyrahurðir og bílhurðir eru opnar. Númer eitt, tvö og þrjú er að gæta að allar útidyrahurðir séu læstar og að svalir og gluggar séu krækt aftur. Þá er mikilvægt að muna eftir að taka raftæki úr sambandi og skrúfa fyrir vatn að vatnstengdum vélum,“ segir Sigrún í samtali við DV. Hún segir það vera ein al- gengustu mistök fólks að biðja ekki nágranna eða ein- hvern nákominn um að taka póst sem kemur inn á heim- ilið. „Þetta á kannski fyrst og fremst við um þá sem búa í raðhúsi eða minni fjöl- býlishúsum. Pósturinn fær að hlaðast upp í daga og vikur og það er auðvitað bara auglýsing fyrir það að enginn sé heima.“ Hún segir mikilvægt að fólk leiti til nágranna eða annarra upp á aðra hluti, til dæmis við að slá garðinn eða leggja bíl í bílastæði sem annars væri tómt dögum saman. Gera þannig allt sem mögulegt er til að láta líta út fyrir að ein- hver sé heima. Tímastillt ljós eru tilvalin Margir grípa til þess ráðs að hafa kveikt á ljósum og útvarp í gangi á heimilinu þegar þeir fara í frí en Sigrún bendir á að slíkt geti jafnvel vakið grunsemdir hjá óprúttnum aðilum. Nú í dag séu komnar fjölmargar betri lausnir. Hún nefnir sem dæmi tímastillt ljós, sem slokkna og kvikna á ákveðnum tímum. „Það er nefnilega mikilvægt að hafa ekki alltaf kveikt á sömu ljós- unum í sömu herbergjunum.“ Aðspurð um öryggiskerfi segir Sigrún að myndavélar og innbrotskerfi séu alltaf örugg lausn, og þökk sé tækninni í dag þá þurfa slík tæki ekki að kosta mikið eða vera flókin í uppsetningu. Ýmiss konar for- rit eru á markaðnum sem gera fólki kleift að fylgjast með úr snjallsímanum. „Það þarf ekki alltaf að kaupa vöktun hjá ein- hverju fyrirtæki. Myndgæðin í dag eru orðin mjög góð.“ „Svo er mikilvægt að hafa ekki lausamuni fyrir utan húsið, eins og hjól eða sláttu- vél eða eitthvað sem getur auðveldað þjófum að brjótast inn, eins og stigi. Líka að láta hluti ekki sjást innan frá, þegar horft er inn um glugga, hluti eins og fartölvur og myndavélar. Sigrún bendir að lokum á að gott sé að hafa í huga hvar verðmætin eru geymd á heimilinu. Það sé t.d. algengt að fólk geymi skartgripi í svefnherberginu, en ekki á ódæmigerðum stöðum, eins og í kassa í þvottahúsinu. „Þegar menn brjótast inn þá fara þeir oftast hratt yfir og fara beint á augljósustu staðina. Þeir gefa sér sjaldnast mikinn tíma í að leita og gramsa.“ n Gott ráð er að geyma verðmætustu munina á ódæmigerðum stöðum. MYND/GETTY Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Gott er að hafa í huga hvar verð- mætin eru geymd á heimilinu. 14 FRÉTTIR 17. JÚLÍ 2020 DV DRÁTTARBEISLI Hágæða beisli, föst eða losanleg, fyrir flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Upplýsingar um verð og afgreiðslutíma hjá Bílanaust. www.bilanaust.is STÓRVERSLUN DVERGSHÖFÐA 2 Dalshrauni 17 220 Hafnarfirði 110 Reykjavík S. 535 9000 S. 555 4800 Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Furuvöllum 15 600 Akureyri Hafnargötu 52 260 Reykjanesbæ Hrísmýri 7 800 Selfossi Sólvangi 5 700 Egilsstöðum S. 421 7510 S. 482 4200 S. 535 9085 S. 471 1244

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.