Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 20
SAKAMÁLATRÍÓIÐ SIGURÐUR G. GUÐJÓNSSON er hæsta- réttarlögmaður sem hefur einnig haft annan fótinn í fjölmiðlun í gegnum árin. Hann hefur gegnt lögmannsstörfum fyrir marga stóra aðila í íslensku viðskiptalífi, meðal annars fyrrum bankastjóra Landsbanka Íslands, eig- endur World Class og Jón Ásgeir Jóhannes- son. Sem stendur er hann verjandi konu sem er grunuð um að hafa svikið fleiri milljónir út úr systrum sem glíma við Alzheimer. ÓMAR R. VALDIMARSSON var blaðamaður og almannatengill áður en hann snéri sér að lögmennsku. Þrátt fyrir að aðeins séu fimm ár síðan að Ómar hlaut málflutningsréttindi hefur hann getið sér gott orð sem verjandi í sakamálum og er meðal þeirra lögmanna sem Afstaða, félag fanga, hefur lýst yfir trausti á. Ómar hefur vakið athygli fyrir nýja aðferð við öflun skjólstæðinga en hann fylgdist með dagskrá dómstóla og hafði samband við sak- borninga og bauð þeim þjónustu sína. Töldu sumir þessa háttsemi hans hafa valdið því að nöfn sakborninga koma ekki lengur fram í dag- skrá dómstóla. Ómar lét þá gagnrýni lítið á sig fá og sagðist aðeins hafa það að markmiði að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. STEINBERGUR FINNBOGASON er á lista Af- stöðu, félags fanga, yfir þá lögmenn sem fé- lagið ber traust til. Fyrir fjórum árum var Stein- bergur úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um að hann ætti aðild að farsakenndu fjársvikamáli skjólstæðings síns, en málið var látið niður falla og stefndi Steinbergur í kjöl- farið ríkinu vegna þeirrar frelsissviptingar sem honum var gert að sæta. Krafðist hann um 10 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Steinbergur er verjandi Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar, stjörnumeðhöndl- ara, sem kærður hefur verið um kynferðisbrot gegn fjölda kvenna. MANNRÉTTINDAMÓGÚLLINN RAGNAR AÐALSTEINS- SON hefur yfir hálfrar aldar reynslu af lögmannsstörfum og hefur mikla sérhæfingu hvað varðar stjórnskipun landsins og mannréttindi. Hann er því góður haukur í horni hvers er telur sig hafa verið beittan misrétti af yfirvöldum, sem og öðrum. Hann tók meðal annars að sér mál Eflingar á hendur starfsmannaleigunni Menn í vinnu. MEIÐYRÐAMEISTARINN Viltu stefna einhverjum vegna meiðyrða? Leitaðu ekki lengra. Varla fer meiðyrðamál fyrir dóm án þess að VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON komi við sögu. Tók hann meðal annars að sér meiðyrðamál Egils Einars- sonar, eftir að nokkrir aðilar bendluðu hann við meint kynferðisbrot, mál manna sem sakaðir voru um kyn- ferðisbrot í svonefndu Hlíðamáli og mál Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fjölmiðlamönnunum Sigmundi Erni Rúnarssyni og Atla Má Gylfasyni vegna umfjöllunar þeirra um meinta aðkomu Guðmundar að fíkniefnum og hvarfi Friðriks Kristjánssonar. RÉTTARGÆSLUKONAN SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR hefur getið sér gott orð sem réttargæslumaður brotaþola í refsimálum, þá oft í kynferðisbrotamálum. Hún er réttargæslumaður kvenna sem hafa sakað stjörnumeðhöndlarann Jó- hannes Tryggva Sigurbjörnsson um kynferðisbrot, þó svo að verjandi Jóhannesar hafi farið fram á að hún hefði stöðu vitnis í málinu. Árið 2015 hóf lögmanns- stofa Sigrúnar að bjóða þolendum kynferðisofbeldis upp á ráðgjöf og þjónustu, þeim að kostnaðarlausu. FORSJÁRFÉLAGINN Þegar kemur að forsjár- málum þá heyrist oft eitt nafn nefnt. VALBORG Þ. SNÆVARR. Valborg hefur rekið gífurlegan fjölda for- sjármála í gegnum árin, við góðan orðstír og ekki á hún langt að sækja hæfnina en faðir hennar Ármann Snævarr var mikils metinn laga- prófessor sem skrifaði meðal annars umfangsmikið rit um hjúskapar- og sambúðarrétt. Eins var hann um tíð rektor Háskóla Íslands og hæstaréttardómari. VINNUVERNDARINN Varstu snuðaður um laun eða réttindi á vinnumarkaði? LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR er sérhæfð í vinnurétti og höfundur margra rita sem notuð eru í lögfræðikennslu á Íslandi. Hún vakti nýlega athygli er hún tók að sér mál Kristjönu Valgeirsdóttur, fjármálastjóra stéttarfélags- ins Eflingar, sem ber fyrrum vinnuveitanda sínum ekki vel söguna. Lára hefur einnig tekið að sér mál á sviði sifjaréttar svo sem skilnaði og forsjármál. KONUNGUR ÞROTABÚANNA SVEINN ANDRI SVEINSSON er konungur þrotabúanna, þó svo að margir deili oft um ágæti hans við þau störf. Hann hefur verið skipaður skipta- stjóri hvers risaþrotabúsins á fætur öðru. Það kostar þó skilding að fá Svein Andra í þrotabúið sitt en hann rukkar ríflega 40 þúsund krónur fyrir hverja klukkustund. Hann var skipaður einn skiptastjóra flugfélagsins WOW, kröfuhöfum til lítillar gleði, en margir hefðu þeir gjarnan viljað ódýrari aðila sem ekki er jafn umdeildur í starfið. Á UPPLEIÐ HILDUR HJÖRVARR starfar sem lögfræðingur við Mannréttinda- dómstól Evrópu. Hún hlaut árið 2017 hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin fyrir fullnaðarpróf í lögfræði og sópaði til sín öllum verðlaunum sem voru veitt fyrir námsárangur á námstíma hennar í Háskóla Íslands. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessari öflugu konu í framtíðinni sem er án efa ekkert nema björt. IVANA ANNA NIKOLIC hlaut í vor hæstu einkunn sem hefur verið veitt fyrir meistarapróf í Háskóla Íslands með 9,5 í meðaleinkunn. Hún dúxaði einnig í bakkalárnám- inu og hlaut hæstu meðaleinkunn á fyrsta ári lögfræðinnar. Hún er sem stendur lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis en kveðst hlakka til að prófa sig áfram í framtíðinni. 20 EYJAN 17. JÚLÍ 2020 DV ÞESSIR LÖGMENN VITA HVAÐ KLUKKAN SLÆR Á Íslandi má finna fjölda lögfræðinga og lögmanna. Sumir eru meira áberandi en aðrir. Hér eru nokkrir gífurlega vinsælir lögmenn sem vert er að fylgjast með. Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.