Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.07.2020, Blaðsíða 11
„fyndu gellurnar“ þó svo að aðrir hafi gert það. Júlíana: „Mér finnst það alveg frekar óþægilegt stund- um. Eins og núna um daginn þá var ég að tala við stelpu sem ég hafði ekki hitt áður og svo allt í einu sagði hún við mig „ég er sko bara að bíða eftir að þú segir eitthvað fyndið“. Vala: „Mér er alveg sama þó ég sé „þessi fyndna þarna“ fyrir einhverjum úti í bæ. Það er bara fínt, en ég lít ekki á mig þannig.“ Venjulegt fólk Þessa dagana standa yfir tök- ur á þriðju seríunni af Venju- legu fólki þar sem þær Vala og Júlíana leika aðalhlutverkin og skrifa handritið ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni. Glassriver framleiðir og verða þættirnir aðgengilegir í Sjón- varpi Símans Premium í haust. Fyrsta þáttaröðin var frum- sýnd hjá Sjónvarpi Símans í október 2018 og sló strax í gegn. Önnur þáttaröð fór síð- an í loftið rúmu ári síðar og viðtökurnar voru þær sömu. Í október síðastliðnum var til- kynnt að þættirnir væru á leið vestur um haf en MHz Net- works hefur keypt sýningar- réttinn á þáttaröðinni sem mun fara í dreifingu í Banda- ríkjunum. Það er því ljóst að mikið vatn hefur runnið til sjávar frá árinu 2014. Í þáttunum leika þær nokk- urs konar skáldaða útgáfu af þeim sjálfum. Þættirnir fjalla um hversdagsraunir vinkvennanna Völu og Júlí- önu, sem báðar eru leikkonur að reyna að fóta sig í lífinu á meðan þær glíma við venju- lega hluti eins og delluóðan eiginmann, stöðugt lífsgæða- kapphlaup, ruddalegan yfir- mann og svo mætti lengi telja. Júlíana: „Fólk er alltaf að spyrja hvort við séum að leika okkur sjálfar. Þegar við byrj- uðum að tala um hugmynd- ina þá byrjuðum við nálægt okkur og fórum svo fjær og fjær. Við héldum nokkrum at- riðum og hentum burt öðrum. Á þessum tíma var Vala ekki í sambandi á meðan ég var gift og með tvö börn. Síðan skildi ég, og Vala fór í samband.“ Venjulegt fólk er gaman- þáttaröð um hversdagslega hluti, aðstæður sem allir þekkja. „Þetta eru oft kóm- ískar aðstæður sem fá fólk til að hlæja en það er líka botn í þessu, það verður að vera al- vara líka.“ Vala: „Þetta er eins og tramp ólín, því dýpra sem þú sekkur í eitthvað sem er satt og sárt, því meira leyfi hef- urðu til að gera eitthvað sem er frumlegt eða flippað eða fyndið.“ Venjulegt fólk fjallar meðal annars um sambönd: ný ástar- sambönd sem eru að verða til og þróast og eldri sambönd þar sem aðilar þekkja hvorn annan út og inn og þurfa að hafa meira fyrir því en áður að halda neistanum. Rétt eins og persónurnar hafa Vala og Júlíana báðar fundið ást, tapað henni og fundið hana aftur. Þær eru báðar ást- fangar upp fyrir haus í dag. Vala er í sambúð með Birki Blæ Ingólfssyni fréttamanni og skáldi og Júlíana fann ást- ina hjá Andra Jóhannessyni þyrluflugmanni. Júlíana: „Ég fann ástina aftur eftir skilnað svo ég veit að það er hægt. Ég er ofboðs- lega hamingjusöm í dag.“ Vala: „Ég hef komist að því hvað það er mikilvægt að geta staðið ein, verið heil áður en maður fer í samband með ein- hverjum. Það er ekki gott að fara inn í samband með óupp- gerð mál. Ég hef til dæmis áður tjáð mig opinberlega um hluti sem ég hef verið að glíma við, eins og átröskun og kvíða. Ég er rosalega fegin að ég var búin að vinna í þessum málum áður en við kynnt- umst.“ Réttur staður og réttur tími Leiðir vinkvennanna lágu fyrst saman í Versló. Júlí- ana var síðan nýútskrifuð úr leiklistarnámi og Vala var á þriðja ári í leiklistardeild LHÍ þegar þær fóru á fund með stjórnendum Stöðvar 2 og lögðu fram hugmynd að nýjum sketsaþætti. Vala: „Við ætluðum fyrst að gera leikrit saman en svo sáum við að efnið sem við vorum með var miklu hentugra í sketsaþætti. Við vorum samt ekki með ein- hverja úthugsaða hugmynd þegar við mættum upp á Stöð 2. „Þetta var meira: „hey, prófum þetta, gerum þetta bara. Eins og þegar þú ert krakki og dettur eitthvað í hug eins og að halda tombólu eða finna leynistað eða fara í mömmó. „Hey, komum í sjón- varpsþáttaleik“-stemning hjá okkur. Við notuðum svo bara símana okkar til að taka upp skets sem við sýndum á fundinum. Svo bara kom það á daginn að þetta var akkúrat rétti tíminn til að koma með sketsaþátt, það var pláss fyrir okkur, og þetta var kærkomin viðbót.“ Júlíana: „Mér fannst fyrst og fremst vera kominn tími á góða sketsaþætti á þessum tíma, ég hugsaði aldrei: „Ég er stelpa og þess vegna verð ég að gera þetta.“ Þarna voru margar æðislegar gamanleik- konur búnar að koma fram, eins og til dæmis Stelpurnar á Stöð 2. Ég var bara að fók- usera á að koma með gott efni, fyrst og fremst.“ Þær eru sammála um að það er langbest að vaða í hlutina, í stað þess að ofhugsa allt. Júlíana: „Ég pældi aldrei í því að þetta væri ekki nógu gott eða flott eða ekki nógu prófessional. Ég man alltaf eftir viðtali sem ég las við Kristen Wiig leikkonu þar sem hún sagði: „Um leið og ég fer að pæla í því hvernig fólk á eftir taka í hugmyndina mína þá er hugmyndin orðin ónýt.“ Mér finnst þetta frekar góð regla. Ég meina, þú getur hvort sem er aldrei gert öllum til hæfis.“ Vala: „Það er bara bilun að ætla að fara að fullkomna út- komuna áður en þú leggur af stað. Þá ertu aldrei að fara að gera neitt.“ Það eru ekki allir sem hafa kjark til að vaða í hlutina og taka af skarið, óviss um út- komuna. Vala og Júlíana segja það gleðilegt ef að þeirra árangur geti orðið hvatning fyrir annað ungt fólk, ekki síst stelpur, sem eiga oft erfiðara með að trana sér áfram. Júlíana: „Mér finnst það svo æðislegt ef að við erum fyrir- myndir fyrir einhverja þarna úti, einhverjar svona litlar snúllur, en það er ekki eins og við höfum lagt upp með það.“ Vala: „Ef það eru einhverjar ungar stelpur eða bara krakk- ar þarna úti sem hugsa: „Vá það er hægt að gera svona“, þá er það auðvitað besta mögu- lega útkoman. Það er algjör heiður.“ Júlíana: „Mér finnst það hafa Þetta er eins og trampólín, því dýpra sem þú sekkur í eitthvað sem er satt og sárt, því meira leyfi hefurðu til að gera eitthvað sem er frumlegt eða flippað eða fyndið. Vala Kristín FRÉTTIR 11DV 17. JÚLÍ 2020 Vala og Júlíana eru sammála um að það sé langbest að vaða í hlutina, í stað þess að ofhugsa allt. MYND/ERNIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.