Fréttablaðið - 09.09.2020, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 9 5 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0
uppskera!
Ný íslensk
... hjá ok
ku
r
í
d
a
g
H
já
b
ó
nd
a í gær ...
VIÐSKIPTI Ef tíðni f lugsamgangna
minnkar mikið í framtíðinni mun
það hafa neikvæð áhrif á verðmæti
ýmissa eigna sem eru í eigu líf
eyrissjóða. Þetta segir Marinó Örn
Tryggvason, forstjóri Kviku banka.
„Ég er ekki viss um að það minnki
áhættu eignasafna að taka ekki þátt
í útboði Icelandair ef það leiðir til
að það heppnist ekki,“ segir Mar
inó. Mikilvægt sé að sjóðirnir meti
vænta ávöxtun og áhættu sem felst
í að taka þátt eða ekki þátt í útboði.
Stjórnir f lestra stærstu sjóðanna
hafa sótt fjárfestafundi Icelandair.
Það þykir óvanalegt og til marks um
að þetta er ekki eins og hver önnur
fjárfesting. Einn stjórnarmaður
segir að honum sé „til efs að lífeyris
sjóðakerfið hafi staðið frammi fyrir
jafn erfiðri ákvörðun“ um langt
skeið. – þfh, hae / sjá Markaðinn
Lífeyrissjóðir
meti öll áhrifin
VIÐSKIPTI Samkomulag Seðlabanka
Íslands við lífeyrissjóðina, um að
þeir myndu gera hlé á gjaldeyris
kaupum sínum vegna fjárfestinga
sjóðanna erlendis, verður ekki
framlengt þegar það rennur út í
næstu viku.
Samkvæmt heimildum Markað
arins er enginn vilji til þess á meðal
lífeyrissjóðanna að þeir haldi áfram
að sér höndum í erlendum fjár
festingum. Er það sameiginlegur
skilningur á meðal forsvarsmanna
helstu sjóðanna að samkomulagið
við Seðlabankann verði því ekki
endurnýjað.
Tilgangur þess hefur verið að
bregðast við miklum samdrætti
útflutnings af völdum kóróna veiru
faraldursins og stuðla að stöðug
leika á gjaldeyrismarkaði.
Þótt lífeyrissjóðirnir hafi að
mestu gert hlé á erlendum fjár
festingum undanfarna sex mánuði
hefur gengi krónunnar gefið eftir
um liðlega 20 prósent gagnvart evru
á árinu. Þá nemur hrein gjaldeyris
sala Seðlabankans úr gjaldeyris
forða sínum yfir 200 milljónum
evra, jafnvirði 33 milljarða króna,
frá upphafi faraldursins og hafa þau
inngrip bankans spornað gegn enn
meiri gengisveikingu en ella.
Lífeyrissjóðirnir hafa á undan
förnum árum stóraukið við erlend
ar fjárfestingar sínar eftir að losað
var um fjármagnshöftin. Að jafnaði
hafa gjaldeyriskaup þeirra numið
að meðaltali um 10 milljörðum
króna á mánuði.
Ef umfang gjaldeyriskaupa líf
eyrissjóðanna verður með ein
hverjum sambærilegum hætti þegar
samkomulagið við Seðlabankann
rennur úr gildi, er ljóst að það gæti
að óbreyttu skapað mikinn þrýst
ing á gengi krónunnar.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
sagði í viðtali við Fréttablaðið undir
lok síðasta mánaðar að hann gerði
ráð fyrir því að sjóðirnir myndu
áfram sýna samfélagslega ábyrgð
í gjaldeyriskaupum svo lengi sem
farsóttin varir. „Ég held að fæstir
vilji að sjóðurinn sem þeir greiða
í standi í gjaldeyriskaupum sem
veikja gengið og skapa óstöðugleika
og verðbólgu.“ – hae / sjá Markaðinn
Hefja aftur kaup á gjaldeyri
Lífeyrissjóðirnir munu ekki framlengja samkomulag sitt við Seðlabankann um að halda að sér höndum í
erlendum fjárfestingum. Hefur varað í sex mánuði en rennur út í næstu viku. Gæti sett þrýsting á gengið.
20%
lækkun hefur orðið á gengi
krónunnar gegn evru það
sem af er þessu ári.
Strákarnir okkar lutu í gras 1-5 gegn Belgíu í Þjóðadeild UEFA í gærkvöldi þar sem stjörnum prýtt lið Belgíu gekk á lagið í seinni hálf leik eftir fínar rispur íslenska liðsins framan af leikn-
um. Michy Batshuayi sem fagnar hér einkar snyrtilegu öðru marki sínu og fjórða marki Belga reyndist Íslendingum erfiður og skoraði tvö mörk gegn Íslandi, annan leikinn í röð. MYND/AFP