Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 6

Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 6
Það fer enginn inn á hjúkrunarheimili tilneyddur og öllum er frjálst að fara þaðan. Haraldur Sverris- son, bæjarstjóri Mosfellsbæjar Það er allra síst hægt að ætla að fólk, sem er komið í þá stöðu að það þurfi hjúkrunar- rými, hætti allri neyslu áður en það fær þjónustu. Heiða Björg Hilmis- dóttir, formaður velferðarráðs Landlæknir telur ekkert í nýfundnu vinnuskjali kalla á viðbrögð heilbrigðis- yfirvalda, umfram þá skoðun sem þegar er hafin. VE LFE RÐARMÁL Viðræður vel- ferðarsviðs Reykjavíkurborgar við heilbrigðis- og félagsmálaráðu- neytin um rekstur skaðaminnkandi hjúkrunarúrræða fyrir aldraða, eru nú á lokastigi. Ef svo fer sem horfir verða opnuð tólf hjúkrunarrými sem verða mögulega í gistiskýlinu við Lindargötu. Stefnt er að því að Reykjavíkurborg sjái um reksturinn til að byrja með, en svo verði rýmin í höndum ríkisins. Heiða Björg Hilmisdóttir, formað- ur velferðarráðs, segir ánægjulegt að málið sé komið svona langt. „Það er okkar stefna að vera með skaða- minnkandi nálgun fyrir alla. Það er allra síst hægt að ætla að fólk, sem er komið í þá stöðu að það þurfi hjúkr- unarrými, hætti allri neyslu áður en það fær þjónustu,“ segir Heiða Björg. „Ég held að við getum öll verið sam- mála um að ef skaðaminnkun á ein- hvers staðar við, þá er það þarna.“ Forsagan er löng en hjúkrunar- heimili hafa engan áhuga haft á að taka við heimilislausum. Viðræður milli ríkisins og borgarinnar hófust í kjölfar niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis frá árinu 2018. Í kjölfarið tók til starfa stýrihópur sem lagði mat á vandann. Viðræðurnar hafa svo staðið yfir síðan í mars. Þegar þeim lýkur fer málið á borð borgar- stjóra og heilbrigðisráðherra. Í kjöl- farið yrði svo gerður þjónustusamn- ingur við Sjúkratryggingar. Í minnisblaði sem lagt var fyrir velferðarráð borgarinnar nýverið kemur fram að reiknað sé með þrettán stöðugildum og kostnaði upp á 183 milljónir króna á ári, þar af myndi ríkið greiða tæpar 130 milljónir. Berglind Magnúsdóttir, skrif- stofustjóri á skrifstofu öldrunar- og húsnæðismála hjá Reykjavíkurborg, segir að stefnan sé að bæta upp það pláss sem færi undir hjúkrunar- rýmin í gistiskýlinu. „Við höfum opnað annað neyðarskýli úti á Granda, síðan er stefnan að koma sem f lestum í varanlegt húsnæði, þeim hefur fækkað sem þurfa að leita í gistiskýlið,“ segir Berglind. Hjúkrunarrýmin sem um ræðir yrðu frábrugðin öðrum að því leyti að þar myndi starfa fólk með reynslu af skaðaminnkandi úrræð- um fyrir fólk í neysluvanda. „Þegar horft er til annarra landa, þá vinna slíkar hjúkrunardeildir út frá skaða- minnkandi hugmyndafræði. Við- komandi fær einn bjór í hádeginu og annan á kvöldin.“ Það yrði útfært betur þegar rýmið verður opnað. Sérfræðingar velferðarsviðs hafa talið á bilinu 12 til 17 einstaklinga sem í dag uppfylla skilyrðin til að nota hjúkrunarrýmin, f lestir haf- ast nú þegar við í gistiskýlinu. „Ein- hverjir eru undir 67 ára, en vegna þessa lífernis eru komnar tölu- verðar öldrunarbreytingar.“ Aðstandandi sem Fréttablaðið ræddi við segir að úrræði á borð við þetta sé löngu tímabært. Núverandi kerfi styðji ekki nógu vel við aldr- aða einstaklinga í neyslu, þeir geti verið erfiðir inni á hefðbundnum hjúkrunarheimilum. Þá geti verið gerðar óraunsæjar kröfur um edrú- mennsku. Helst þurfi að gera meira, til dæmis með því að efla þjónustu- íbúðir. arib@frettabladid.is Stefna á tólf skaðaminnkandi hjúkrunarrými fyrir aldraða Viðræður Reykjavíkurborgar við heilbrigðisráðuneytið um skaðaminnkandi hjúkrunarrými fyrir eldri borgara eru á lokastigi. Stefnt verður á að opna tólf hjúkrunarrými sem yrðu mögulega í gistiskýlinu við Lindargötu, þar sem ekki verður gerð krafa um edrúmennsku. Aðstandandi segir þetta löngu tímabært. Stefnt er að því að hjúkrunarrýmin verði í húsnæði gistiskýlisins við Lindargötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK REYKJAVÍK Búið er að klára 43 verk af 91 sem íbúar Reykjavíkur kusu um í verkefninu Hverfið mitt. Kosn- ingarnar fóru fram síðasta haust og alls bárust meira en þúsund hug- myndir. Samkvæmt upplýsingum frá borginni er staðan á verkefnunum nokkuð góð. Í mörgum tilvikum á eftir að klára minni háttar frágang, þar á meðal gróðursetningu, en slíkir verkþættir eru gjarnan unnir á haustin. Verkefnin eru margvísleg, allt frá ærslabelg í Gufunesi yfir í innrauða sánu í Grafarvogi. Aðeins einu verki af sjö er lokið í Grafarholti en þeim verður lokið á næstu vikum. Þá er þremur verkum af ellefu lokið í Hlíðunum, en mörg verkefnin eru á Klambratúni og vegna lengri undirbúningstíma fóru þau verk í síðar í útboð. Salerni á útivistarsvæðinu í Gufunesi eru dýrasta verkefnið, þær framkvæmdir standa enn yfir. Hæsta verkið er fimm metra há róla við Ægisíðu. Eitt verkefni er í bið- stöðu, en það er minnisvarði um brostin loforð Reykjavíkurborgar, sem íbúar á Kjalarnesi vilja reisa. Framkvæmdalok samkvæmt útboði á öllum verkum er 15. októ- ber næstkomandi og hafa verk- takar þann tíma til að ljúka verkum sínum. – ab Minniháttar frágangur eftir í mörgum verkum Fimm metra há róla hefur verið sett upp við Ægisíðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÉLAGSMÁL Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa eitt hæsta hlutfall NPA- samninga hérlendis og að þessum hluta málaflokksins sé vel sinnt hjá bænum. Greiðsluþátttaka íbúa á hjúkr- unarheimilum sé ekki á könnu sveitarfélagsins heldur á ábyrgð ríkisins. Undanfarið hefur Fréttablaðið fjallað um mál Erlings Smith, sem er lamaður og hefur verið vistaður á hjúkrunarheimilinu Hömrum í meira en tvö og hálft ár. NPA- samningi hans var rift og ekkert bólar á nýjum. Erling þarf sólarhringsumönnun en vill ekki dvelja á Hömrum. Þar að auki skerðast tekjur hans og vistunargjöldin eru svo há að hann getur ekki greitt þau. Haraldur segir mál einstaklinga í þjónustu hjá bænum trúnaðarmál og sér sé óheimilt að tjá sig um þau. „Hins vegar get ég upplýst að það fer enginn inn á hjúkrunarheimili tilneyddur og öllum er frjálst að fara þaðan. Slíkur einstaklingur ætti þá rétt á almennri þjónustu sveitarfélagsins og heilsugæslunn- ar miðað við þarfir viðkomandi,“ segir hann. Hvað nýja NPA-samninga varðar segir hann að staðfesting þeirra og hluti fjármögnunar sé háð sam- þykki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem greiði 25 prósent af kostnað- inum. „Jöfnunarsjóður hefur ekki sam- þykkt auknar fjárheimildir á þessu ári til að greiða fyrir neina nýja NPA-samninga. Starfsemi Mosfellsbæjar í þjón- ustu við fatlað fólk er að öðru leyti í samræmi við lög, reglur, samþykkt- ir sveitarfélagsins og fjárheimildir hvers árs,“ segir Haraldur. – khg Segir staðfestingu NPA-samninga háða samþykki Jöfnunarsjóðs G AR ÐABÆ R Garðabæjarlistinn gagnrýnir fasta styrki bæjarins til Styrktarsjóðs Garðasóknar. En samkvæmt samþykktum sjóðsins hefur bæjarsjóður Garðabæjar skuldbundið sig til að jafna árlegt framlag sóknarinnar. Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 1995 og er ætlað að veita íbúum Garðabæjar sem orðið hafa fyrir áföllum, svo sem slysum eða veik- indum, fjárhagslega aðstoð. Einn- ig að styrkja þá til náms sem vilja sinna líknar- og forvarnamálum og fleiru. Bent er á að sjóðurinn standi nú í 20 milljónum króna og hafi ávaxtað fé sitt um 1,4 milljónir króna milli ára. Framlag Garðabæjar hafi verið 1,6 milljónir. „Við teljum þeim peningum betur varið í að styrkja félagsþjónustu bæjarins,“ segir bæjarfulltrúinn Ingvar Arnarsson í bókun. Óeðlilegt sé að styrktarsjóðurinn hafi fjár- veitingarvald úr bæjarsjóði. – khg Fastir styrkir til Styrktarsjóðs gagnrýndir Styrktarsjóðurinn var stofnaður árið 1995. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð HEILBRIGÐISMÁL Landlæknir segir að engar upplýsingar í vinnuskjali frá Sjúkratryggingum Íslands kalli á viðbrögð heilbrigðisyfirvalda um gæði skimunar hjá Krabbameinsfé- laginu umfram þá skoðun sem er þegar hafin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Embætti land- læknis, Sjúkratryggingum Íslands og Krabbameinsfélagi Íslands. Krabbameinsfélag Íslands hefur nú farið yfir 2.200 leghálssýni af þeim sex þúsund sem þarf að end- urskoða vegna mistaka sem voru gerð við greiningu. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri Krabbameinsfélagsins, greinir frá þessu í samtali við Vísi. Alls hafa 52 konur með vægar frumubreytingar verið kallaðar inn, en áður hafði verið greint frá því að um 30 konur hefðu verið kallaðar inn, þar sem þær hefðu fengið ranga niðurstöðu. Ein þeirra er nú með ólæknandi krabbamein. – fbl Á sjötta tug fengu rangar niðurstöður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.