Fréttablaðið - 09.09.2020, Side 8

Fréttablaðið - 09.09.2020, Side 8
DANMÖRK Danska þingið tekur nú til umræðu frumvarp um að banna umskurð drengja. Innanríkisráð- herrann Simon Emil Ammitzboll- Bille lagði frumvarpið fram í ágúst og hefur það vakið mikla andstöðu hjá gyðingum. Samkvæmt frum- varpinu verður umskurður bann- aður til átján ára aldurs, nema læknisfræðileg ástæða liggi að baki. „Að mínu mati ætti það ekki að vera löglegt að skera litla drengi vegna gamallar trúarlegrar hefðar,“ skrifaði ráðherrann á samfélags- miðla. „Það er mín einlæga skoðun að fólk eigi að hafa sjálfsákvörð- unarrétt yfir líkama sínum og að ungir menn eigi að fá að ráða hvort þeir séu umskornir eða ekki.“ Ammitzboll-Bille situr í ríkis- stjórn fyrir f lokkinn Fram, sem er frjálslyndur miðjuf lokkur. Aðrir minni f lokkar, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa þegar lýst yfir stuðningi við bann á umskurði. Þar á meðal Sósíalistaf lokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn. Sósí- aldemókratar, sem leiða vinstri stjórnina, hafa hins vegar ekki gefið upp afstöðu sína, né hægriflokkur- inn Venstre, sem er sá langstærsti í stjórnarandstöðunni. Samanlagt hafa þessir tveir f lokkar þó meiri- hluta þingmanna. Henri Goldstein, leiðtogi Gyð- ingasamfélagsins í Danmörku, mótmælir frumvarpinu harðlega og segir það mestu hættu sem að gyð- ingum hefur steðjað í landinu frá stríðslokum. Segir hann það meðal annars verra en hryðjuverkaárásina á Sýnagóguna miklu í Kaupmanna- höfn árið 2015. „Samfélag gyðinga mun hægt en örugglega leysast upp því að við munum ekki geta iðkað okkar trú,“ sagði Goldstein í útvarpsviðtali. „Umskurður er ekki aðeins stund- aður af mjög trúuðum gyðingum, heldur nánast öllum gyðingum.“ Árlega eru á bilinu eitt til tvö þúsund drengir umskornir í Dan- mörku, f lestir gyðingar og mús- limar. Skoðanakannanir gerðar á árunum 2014 til 2018 sýna allar að yfirgnæfandi meirihluti Dana styður bann við umskurði. Hefur stuðningurinn mælst frá 74 upp í 86 prósent. Læknasamtök Danmerkur mælast til þess að umskurður sé ekki gerður á börnum en styðja þó ekki bann. Heldur ekki Siðaráð danska þingsins. Hér á Íslandi hefur umskurður einnig verið til umræðu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Fram- sóknarf lokksins, hefur lagt fram frumvarp þess efnis en það ekki verið afgreitt úr nefnd. Rabbínar á Norðurlöndum og víðar mótmæltu frumvarpinu harkalega og sögðu það gefa hættulegt fordæmi fyrir heiminn. Íslenska þjóðkirkjan lagðist einnig gegn frumvarpinu en heilbrigðisstarfsfólk, Siðmennt og fleiri studdu það. kristinnhaukur@frettabladid.is Önnur tilraun til að banna umskurð drengja í Danmörku Innanríkisráðherra Danmerkur hefur lagt fram frumvarp um að banna umskurð drengja í öðrum til- gangi en læknisfræðilegum. Gyðingar í landinu mótmæla frumvarpinu harkalega og segja það stefna trúnni í landinu í mikla hættu. Eitt til tvö þúsund drengir eru umskornir á hverju ári í Danmörku. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti Dana styður bann við umskurði drengja. MYND/GETTY Það er mín einlæga skoðun að fólk eigi að hafa sjálfsákvörðunarrétt yfir líkama sínum og að ungir menn eigi að fá að ráða hvort þeir séu um- skornir eða ekki. Simon Emil Ammitzboll-Bille innanríkisráðherra Bílarnir sem bjarga eiga heimilinu Faðir heldur á syni sínum til að skoða brunabíla sem komnir eru til að bjarga heimili þeirra í sunnanverðri Kaliforníu í Bandaríkjunum. Skógareld- ar í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna hafa eyðilagt rúmlega 8.000 ferkílómetra lands. Hitinn er mikill og segja borgaryfirvöld í Los Angeles  að hitinn þar í borg hafi komist í 49,4 gráður á sunnudaginn. Rúmlega fjórtán þúsund slökkviliðsmenn berjast við eldana um allt ríkið. MYND/EPA INDL AND Indverska f íkniefna- lögreglan hefur handtekið Bolly- wood-leikkonuna Rhea Chakra- borty í tengslum við andlát kærasta hennar, Sushant Singh Rajput. Rajput fannst látinn í íbúð sinni um miðjan júnímánuð og í yfirlýs- ingu frá lögreglu kom fram að hann hefði stytt sér aldur. Fjölskylda hans sendi hins vegar ábendingu til lögreglu þar sem Chakraborty var sökuð um að hafa hvatt hann til sjálfsvígs. Ásamt Chakraborty hafa bróðir hennar og leigusali Rajput einnig verið handteknir. Ekki er gefið upp hverjar ákærur á hendur þeim séu. – atv Grunuð um að vera viðriðin andlát kærasta Rhea Chakraborty hefur neitað sök. BRETLAND Brandon Lewis, Norður- Írlandsmálaráðherra bresku ríkis- stjórnarinnar, viðurkenndi í gær að fyrirhugaðar breytingar á Brexit- samningnum brytu gegn alþjóða- lögum. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á útgöngusamningi Bretlands úr Evrópusambandinu verður lagt fyrir þingið í dag. Lýsti Lewis því yfir í neðri málstofu breska þingsins að frumvarpið bryti alþjóðalög lítillega en að Bretar myndu virða anda samningsins. Miklar deilur hafa sprottið upp vegna frumvarpsins og spurði The- resa May, fyrrverandi forsætisráð- herra, hvernig aðrar þjóðir gætu í framtíðinni treyst Bretum í samn- ingaviðræðum. – atv Frumvarp Breta brýtur gegn alþjóðalögum HVÍTA- RÚSSLAND Hvítrússneska stjórnmálakonan Maria Kolesni- kova er sögð vera í haldi á landa- mærum að Úkraínu. Þetta er haft eftir ríkisfjölmiðlum í Hvíta-Rúss- landi. Kolesnikova var við mótmæli um helgina þegar grímuklæddir menn námu hana á brott. Hún var þá að mótmæla spillingu forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið sakaður um stórfellt kosn- ingasvindl í kjölfar nýafstaðinna kosninga. Að sögn sjónarvotta var Kolesni- kova þvinguð inn í sendiferðabíl og ekið með hana að landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu. Sam- k væmt f rétt astof u BBC kom Kolesni kova í veg fyrir að hún yrði neydd til að fara yfir landamærin með því að rífa vegabréf sitt og fleygja því út um bílgluggann. – atv Reif vegabréfið við landamærin Kolesnikova er andvíg Lúkasjenkó. 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.