Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 12
GOLF Karla- og kvennalið Íslands
í golfi hefja í dag leik á Evrópu-
móti áhugakylfinga þar sem karla-
landsliðið keppir í Hollandi en
kvennalandsliðið í Svíþjóð. Vegna
kórónaveirufaraldursins eru færri
keppnislið en vanalega og færri
kylfingar í hverju liði. Að þessu
sinni keppa fjórtán lið í karlaflokki
og tólf í kvennaflokki í stað tuttugu
liða eins og vanalega.
Í kvennaflokki eru þær Heiðrún
Anna Hlynsdóttir úr Golf klúbbi
Selfoss, Saga Traustadóttir úr GR og
Andrea Bergsdóttir og Hulda Clara
Gestsdóttir sem leika fyrir hönd
GKG. Greg Brodie, afreksstjóri GSÍ,
mun verða með kvennalandsliðinu í
Uppsölum í Svíþjóð þar sem heima-
konur hafa titil að verja.
Í karlaf lokki eru Kristófer Karl
Karlsson úr GM, Aron Snær Júlíus-
son úr GK og Hákon Örn Magnús-
son og Dagbjartur Sigurbrandsson
úr GR. Þeim til aðstoðar verður
Ólafur Björn Loftsson, aðstoðar-
afreksstjóri GSÍ og er keppt á Hil-
versumsche-vellinum rétt fyrir utan
Amsterdam. – kpt.
Hefja leik á EM
áhugakylfinga
FÓTBOLTI Andrea Agnelli, forseti
Juventus og samtaka félagsliða í
Evrópu, greindi frá því í gær að
samtökin gerðu ráð fyrir að félög
sem kepptu í Evrópukeppninni á
síðasta ári þyrftu að endurgreiða
575 milljón evra skaðabætur til
sjónvarpsrétthafa vegna COVID-
19 faraldursins. Samtök félagsliða
í Evrópu funduðu í gær þar sem
Agnelli ræddi áhrif faraldursins á
rekstur knattspyrnuliða í Evrópu.
Um miðjan mars var ákveðið að
stöðva keppni í f lestum deildum.
Stöðvunin stóð yfir í nokkra mán-
uði áður en komist var að sam-
komulagi um að hefja keppni á ný
fyrir luktum dyrum. Fyrir vikið
komu litlar tekjur á leikdegi inn til
liðanna á sama tíma og styrktarað-
ilar reyndu að draga í land. Um leið
var ákveðið að flýta þyrfti leikjum í
Evrópukeppnum og ákveðið að fara
beint í útsláttarkeppni í stað tveggja
leikja, heima og að heiman eins og
tíðkast hefur undanfarna áratugi.
Fyrir vikið hafa sjónvarpsrétt-
hafar stærstu deilda heims krafist
skaðabóta. Agnelli sagði samtökin
vera að leggja lokahönd á samning
við UEFA um skaðabætur upp á 575
milljónir evra.
„Félagslið í Evrópu eru að horfa
upp á það að innkoma liðanna mun
minnka um fjóra milljarða evra á
næstu tveimur árum.“ – kpt
Þurfa að greiða
575 milljónir
KÖRFUBOLTI Það hefur ýmislegt
gengið á í herbúðum körfubolta-
deildar KR síðan kórónaveiran
skall með þunga á heiminn í mars
síðastliðnum. Fljótlega eftir að
ákveðið var að hætta keppni í
körfuboltanum hér heima vegna
faraldursins, var tilkynnt að þjálf-
arar meistaraf lokka félagsins,
Benedikt Rúnar Guðmundsson
og Ingi Þór Steinþórsson, myndu
hætta störfum hjá félaginu. Ekki
var mikið fjaðrafok í kringum
brottför Benedikts, en lesa mátti
úr viðbrögðum Inga Þórs við upp-
sögninni að hann væri allt annað
en sáttur við viðskilnaðinn.
Vitað var að reynslumestu leik-
menn karlaliðsins lægju undir feldi
og Darri Freyr Atlason, sem ráðinn
var þjálfari KR karlamegin, sagði
í samtölum við fjölmiðla eftir að
hann tók við stjórnartaumunum
hjá liðinu að hann myndi gefa eldri
leikmönnum liðsins andrými til að
hugsa næstu skref á ferli sínum.
Endaði það svo að Laugarnes-
gengið tvístraðist þar sem Helgi Már
Magnússon ákvað að vera um kyrrt,
en Jón Arnór Stefánsson söðlaði um
yfir lækinn og gekk til liðs við Val.
Jakob Örn Sigurðarson ákvað
að vera áfram í Vesturbænum og
bróðir hans, Matthías Orri, og Björn
Kristjánsson ætla að gera slíkt hið
sama. Brynjar Þór Björnsson er tek-
inn við sem yfirþjálfari yngri flokka
hjá körfuboltadeildinni og ætlar að
spila áfram. Þá munu Veigar Áki
Hlynsson, Eyjólfur Ásberg Hall-
dórsson og Þorvaldur Orri Árnason
taka slaginn með uppeldisfélaginu.
Sprengju var varpað inn í körfu-
boltasamfélagið á Íslandi í upphafi
þessarar viku þegar Kristófer Acox
tilkynnti að ágreiningur hans við
körfuboltadeild KR væri kominn
á það stig að hann ætlaði að yfir-
gefa sína heimahaga. Mátti lesa
úr Instagram-færslu Kristófers að
deilan hefði verið bæði langvinn
og hörð. Heimildir Fréttablaðsins
herma að deilan sé komin til lög-
manna sem séu að freista þess að
finna farsæla lausn á málinu.
KR-ingar sendu frá sér yfirlýsingu
á mánudagskvöldið þar sem félagið
sagði sig fullvisst um að önnur félög
hefðu borið víurnar í samnings-
bundinn leikmann sinn. Það væri
ámælisvert að mati Vesturbæinga en
engar aðgerðir voru boðaðar til þess
að leita réttar þeirra í þeim efnum.
Kristófer hefur verið sterklega
orðaður við Valsmenn, en Hlíðar-
endafélagið fann sig knúið til þess
að bregðast við fréttaflutningi þar
sem fram kom að félagið væri í
viðræðum við samningsbundinn
leikmann. Hlíðarendafélagið sagði
það ekki á rökum reist. Kristófer
samdi við KR fyrir ári síðan en sá
samningur, sem var til tveggja ára,
var ekki sendur inn til körfubolta-
sambands Íslands, KKÍ, og fordæmi
dómstóls sambandsins þar sem
málin standa þannig eru á þá leið
að leikmaðurinn sé laus allra mála.
Stjarnan, Grindavík og Tindastóll
hafa einnig verið nefnd til sögunnar
sem líklegir næstu áfangastaðir á
ferli Kristófers.
Breyttar forsendur í væntingum
hjá kvennaliðinu á leiktíðinni
Kvennamegin hefur landslagið
breyst enn meira en hjá karlaliðinu
í Vesturbænum og útlit fyrir að liðið
sem var í baráttu um deildarmeist-
aratitilinn síðasta vor og tapaði í
bikarúrslitum fyrir Skallagrími
muni vera á hinum enda töflunnar
á komandi keppnistímabili.
Hildur Björg Kjartansdóttir er
farin í Val, Sanja Orozovic í Skalla-
grím, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiða-
blik og Ástrós Lena Ægisdóttir er
farin í nám til Danmerkur. Margrét
Kara Sturludóttir mun ekki leika
með KR-liðinu en mun líklega vinna
bak við tjöldin með liðinu og Unnur
Tara Jónsdóttir er í tímabundnu
leyfi vegna anna í vinnu. Þorbjörg
Andrea Friðriksdóttir hefur ákveð-
ið að leggja skóna á hilluna.
Danielle Rodriguez ákvað að
einbeita sér að þjálfaraferli sínum.
Danielle er komin inn í þjálfara-
teymi karlaliðs Stjörnunnar og í
þjálfun yngri f lokka þar, ásamt því
að vera aðstoðarþjálfari Benedikts
með íslenska kvennalandsliðið.
Leikmannahópur liðsins er eins
og sakir standa þunnskipaður og
óreyndur í meistaraf lokkskörfu-
bolta á hæsta getustigi. Spænski
þjálfarinn Francisco Garcia tók við
kef linu af Benedikt og KR hefur
samið við Taryn McCutcheon, frá
Bandaríkjunum, og finnsku lands-
liðskonuna Anniku Holopainen
um að leika með liðinu. Þá verða
Perla Jóhannsdóttir og Eygló Krist-
ín Óskars dótt ir í lykilhlutverkum
hjá liðinu í vetur. Það verður spenn-
andi að sjá framvindu mála í Vest-
urbænum fram að því að deilda-
keppnin hefst í byrjun október.
hjorvaro@frettabladid.is
Landslagið hefur breyst mikið
í Vesturbænum undanfarið
Miklar breytingar hafa orðið hjá bæði karla- og kvennaliði KR í körfubolta síðustu mánuðina. Nú síðast
tilkynnti Kristófer Acox, lykilleikmaður karlaliðsins, að hann ætlaði að róa á önnur mið. Deila körfu-
boltadeildar KR og Kristófers er á borði lögmanna og óvíst er hvar hann mun spila á komandi tímabili.
KR varð Íslandsmeistari sjötta skiptið í röð 2018 en fáir úr því liði munu leika með því í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Kristófer Acox hefur
verið í samningaviðræðum
við körfuboltadeild KR
síðustu tvær vikurnar um
uppgjör á launagreiðslum og
nýjan samning. Þær við-
ræður hafa siglt í strand.
FÓTBOLTI Reynslulítið lið Íslands
sem átti fínar rispur framan af var
kafsiglt í seinni hálf leik í 1-5 tapi
gegn Belgíu ytra í gærkvöldi. Belgar
gerðu út um leikinn snemma í
seinni hálfleik og átti íslenska liðið í
stökustu vandræðum með sóknar-
lotur Belga eftir það. Ísland er því án
stiga eftir tvo leiki í Þjóðadeildinni,
stigi á eftir Danmörku sem er næsti
andstæðingur Íslands.
Erik Hamrén gerði sjö breytingar
á íslenska liðinu frá naumu tapi
gegn Englandi um helgina. Líkt
og um helgina vantaði fjölmarga
lykilleikmenn í íslenska liðið í gær.
Hinn átján ára gamli Andri Fannar
Baldursson fékk eldskírn sína og Ari
Freyr Skúlason bar fyrirliðabandið
í Brussel. Þá tók Ögmundur Krist-
insson sér stöðu í markinu í fjarveru
Hannesar Þórs Halldórssonar.
Hólmbert Aron Friðjónsson sem
fékk tækifærið í gær, kom Íslandi
yfir með langskoti á 10. mínútu
leiksins. Skotið tók stefnubreytingu
af varnarmanni og var óverjandi
fyrir Koen Casteels í marki Belga.
Það entist ekki lengi því á 13. mín-
útu var Axel Witsel búinn að jafna
metin af stuttu færi eftir frákast,
þegar Ögmundur varði aukaspyrnu
Dries Mertens. Fjórum mínútum
síðar var Michy Batshuayi búinn
að koma Belgum yfir, aftur af stuttu
færi, eftir frákast frá skoti Belga sem
Ögmundur varði en íslenska vörnin
náði ekki að hreinsa.
Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Belga
en í upphafi seinni hálfleiks gerði
Mertens út um leikinn eftir góða
sókn. Við það opnuðst flóðgáttirnar
í vörn Íslands og bættu Belgar við
tveimur mörkum áður en leikur-
inn var flautaður af. Batshuayi var
aftur á ferðinni með snyrtilegu hæl-
spyrnumarki og stuttu fyrir leikslok
innsiglaði ungstirnið Jeremy Doku
sigur Belga með fimmta markinu.
Byrjun íslensla liðsins í gær og
kaf lar í fyrri hálf leik lofuðu góðu
en þegar Belgar gengu á lagið voru
þeir tveimur númerum of stórir
fyrir íslenska liðið. – kpt.
Belgar léku reynslulítið lið Íslands grátt í seinni hálfleik
Nýliðinn Andri Fannar umkringdur belgískum varnarmönnum. MYND/EPA
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT