Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.09.2020, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 09.09.2020, Qupperneq 27
Óskir kaupanda/leigjanda um aðstöðuna og eða staðsetningu eru eftir- farandi en allar innsendar hugmyndir verða skoðaðar og þeim svarað. ■ 100-300 fermetra húsnæði með góðum gluggum og innkeyrsluhurð ■ Bílaplan (bílastæði) fyrir allt að 50 bíla eða fleiri ■ Miðsvæðis í Reykjavík með góðri aðkomu ■ Helst nálægt fjölfarinni stofnbraut ■ Áreiðanlegur og snyrtilegur kaupandi/leigjandi UPPLÝSINGAR ÓSKAST SENDAR Í NETFANGIÐ - gglausn@gmail.com BÍLASALA ÓSKAST EÐA HÚSNÆÐI FYRIR BÍLASÖLU Hagfellt veður far í Frakklandi í sumar er talið munu skila myndarlegri aukn-ingu í vínfram-leiðslu þar í landi í ár, að því er fram kom í tilkynningu frá landbúnaðarráðuneyti Frakk- lands á þriðjudag. Heildarfram- leiðsla mun aukast um sex prósent frá síðasta ári, en frostskemmdir að vori í fyrra höfðu nokkuð neikvæð áhrif á vínframleiðslu í Frakklandi þá. Áætluð framleiðsla í ár er þó nokkurn veginn á pari við fimm ára meðaltal áranna 2015 til 2019. Áætluð framleiðsla franskra vín- bænda er 4.500 milljónir lítra í ár, sem samsvarar um sex milljörðum vínflaskna. Tímasetning vínuppskeru ársins í ár er þó óvenjuleg í allflestum vín- héruðum. Þannig hófst berja tínsla í Búrgúndar-héraði þann 12. ágúst síðastliðinn. Tínslan hefur aldr- ei hafist jafn snemma, en til eru skráðar heimildir um fyrsta dag berjatínslu í héraðinu allt aftur til 14. aldar. Ástæðan er sögð mildur vetur og óvenjuhlýtt vor, sem orsak- aði að þrúgur náðu réttu þroskastigi töluvert fyrr en ella. „Söfnun þrúga hófst í ágúst í nánast öllum hér- uðum, töluvert fyrr en á árinu 2019. Skýringin á þessu er að síðastliðið vor var hið næsthlýjasta síðastliðin 120 ár, auk þess sem vetur var mild- ur,“ segir í umfjöllun landbúnaðar- ráðuneytisins. Í Champagne-héraði er svipaða sögu að segja, þar sem uppskera hófst um miðjan ágúst og hefur aldrei hafist svo snemma. Þrúgu- uppskera er talin munu aukast um sjö prósent milli ára. Hins vegar verður dregið úr framleiðslu á upp- runavottuðu víni sem með réttu má kalla kampavín, enda telja vín- bændur í Champagne að eftirköst COVID-19 muni draga úr eftirspurn á dýrara víni. Eiginleg kampavíns- framleiðsla er þannig talin munu dragast saman um ríflega fimmtung og nema um 172 milljónum lítra. Það magn samsvarar engu að síður tæplega 230 milljónum flaskna af kampavíni, svo að unnendur hinna freyðandi, ljósgylltu veiga þurfa lík- legast ekki að örvænta. Í Loire-dalnum, þar sem vin- sælar tegundir á borð við Sancerre og Pouilly-Fumé eiga uppruna sinn, er einnig von á sterkri uppskeru. Hressileg vætutíð í ágúst er talin munu orsaka að vínuppskeran auk- ist um 44 prósent frá síðasta ári upp í 315 milljónir lítra. Vinna við upp- skeru hófst undir lok ágúst – um það bil mánuði fyrr en sumarið 2019. Hlýrra veður getur bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif á vín- framleiðslu. Þannig hefur hærra hitastig gjarnan þau áhrif á þrúgur að sýrustig þeirra lækkar og magn sykra hækkar. Við gerjun hefur þessi breyting á þrúgunum svo þau áhrif að áfengismagn verður hærra samfara auknu sykurmagni. Í Rhone-dalnum eru þannig dæmi þess að vín hafi náð allt að 16 pró- senta styrkleika, sem flestir myndu telja verulega í hærri kantinum fyrir léttvín. Kampavínsframleiðendur hafa lagað sig að breyttum veðurað- stæðum með því að færa sig norðar. Franska kampavínshúsið Taittin- ger, sem stofnað var árið 1734, festi kaup á landareign í Kent-héraði á suðurhluta Englands á síðasta ári, en aðstæður þar eru nú taldar full- komnar til freyðivínsframleiðslu. Áætlað er að fyrsta Taittinger- flaskan framleidd á Englandi rúlli út af færibandinu haustið 2023. thg@frettabladid.is Von á góðri vínuppskeru í Frakklandi Vínframleiðsla í frönskum vínhéruðum er talin munu aukast um sex prósent milli ára og hljóða upp á sex milljarða vínflaskna. Veðurfar í Frakklandi hefur orsakað að berjatínsla hefst allt að mánuði fyrr en vanalega. Þrátt fyrir betri uppskeru í Champagne- héraði verður dregið úr framleiðslu upprunavottaðs kampavíns, sökum hins fyrirsjáanlega efnahagssamdráttar á heimsvísu. Kampavín er af mörgum talið ómissandi við ýmis tilefni, svo sem um ára- mót, við hjónavígslur eða við innlausn hagnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þannig hófst berjatínsla í Búrgúndar-héraði þann 12. ágúst síðastliðinn. Tínslan hefur aldrei hafist jafn snemma, en til eru skráðar heimildir um fyrsta dag berjatínslu í héraðinu allt aftur til 14. aldar. 11M I Ð V I K U D A G U R 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.