Fréttablaðið - 09.09.2020, Page 30
Það er galið að
ætlast til þess að
launahækkanir samkvæmt
núverandi kjarasamningum
standi óhaggaðar. Allar
forsendur fyrir launahækk-
unum í ferðaþjónustu eru
brostnar.
Skotsilfur Fyrsta kjarnorkuver Póllands á teikniborðinu
Grútskítugir verkamenn í kolanámu í Póllandi. Ríkisstjórn landsins stefnir á að fjárfesta fyrir 40 milljarða dollara til að reisa fyrsta kjarnorkuver
Póllands. Það verður gangsett árið 2033. Um 74 prósent af rafmagni landsins var framleitt með kolum í fyrra. Hlutfallið er með því hæsta í Evrópu.
Auk þess á að fjárfesta ríkulega í vindmyllum. Horft er til þess að árið 2040 verði 11-28 prósent raforku Póllands framleidd með kolum. MYND/EPA
Jóhannes Þór
Skúlason
framkvæmda
stjóri Samtaka
ferðaþjónust
unnar
Frá því í vor hefur ítrekað verið talað um að Ísland og aðrar þjóðir standi nú frammi fyrir mestu heimskreppu síðustu 100 ára. Samt sem áður
virðist sem að það sé lítill skilningur
á því hvað það þýðir raunverulega.
Hvað er slík heimskreppa, hvaða
afleiðingar hefur hún og hvernig er
nauðsynlegt að takast á við hana?
Heimskreppa er í grunninn
brostnar forsendur í efnahagslífi
þjóða. Í upphafi ársins 2020 gerðu
Íslendingar ráð fyrir ákveðnum
aðstæðum í veröldinni næstu árin,
að þær myndu þróast á ákveðinn
hátt, að þar með yrðu til ákveðn
ar tekjur fyrir þjóðina, ákveðin
verðmætasköpun í atvinnulífi og
útf lutningi, ákveðinn hagvöxtur
og þar með ákveðin verðmæti sem
hægt yrði að deila á milli þegnanna,
til dæmis í gegn um samneyslu,
kjarasamninga.
Nú er þetta allt farið út um glugg
ann. Horfið. Allar þessar forsendur
eru brostnar. Nú er ljóst að ekkert af
því sem við töldum eðlilega þróun
eða eðlilega verðmætasköpun
atvinnulífsins og þjóðarbúsins
á þessu ári og næstu árum mun
raungerast. Þess í stað stöndum við
frammi fyrir áður óþekktu fjölda
atvinnuleysi, miklu minni verð
mætasköpun lykilatvinnugreina
og hruni stærstu útflutningsgrein
arinnar.
Það er mikið talað um aukin
útg jöld r ík isins veg na þessa
ástands. Það er minna talað um
minnkandi verðmætasköpun. Þó
er sköpun nýrra verðmæta með
atvinnustarfsemi og útf lutningi
vöru og þjónustu það eina sem
getur lyft okkur sem þjóð upp úr
kreppuástandinu. Það eina sem
getur tryggt þau lífskjör og lífsgæði
sem við höfum vanist.
Hvað hefur verðmætasköpun að
gera með kjarasamninga?
Kjarasamningar snúast um það að
skipta þeim verðmætum sem verða
til í samfélaginu. Á síðasta ári var
skrifað undir kjarasamninga þar
sem gert var ráð fyrir að ákveðin
verðmæti yrðu til í samfélaginu á
næstu árum og ákveðið hvernig
laun skyldu hækka miðað við þær
forsendur.
Ári síðar skall á mesta heims
kreppa síðustu 100 ára. Þarf í alvöru
að segja eitthvað fleira um forsend
ur kjarasamninga?
Undanfarið hafa stjórnmála
menn stigið fram og bent á að
skynsamlegt sé að frysta eða fresta
launahækkunum fram undan.
Hvers vegna? Jú, vegna þess að for
sendur þeirra eru brostnar. Þau
verðmæti sem gert var ráð fyrir að
yrðu til skiptanna eru ekki lengur
til. Og það er ekki hægt að deila út
til fólks því sem er ekki til – jafn
vel þótt um það hafi verið samið. Í
slíkri stöðu er það á ábyrgð samn
ingsaðila að laga samningana að
raunveruleikanum. Það er nefnilega
ekki hægt að laga raunveruleikann
að samningunum.
Nálgast þarf stöðuna
út frá raunveruleikanum
Frá sjónarhóli ferðaþjónustunnar er
þetta mjög skýrt: Það er galið að ætl
ast til þess að launahækkanir sam
kvæmt núverandi kjarasamningum
standi óhaggaðar. Allar forsendur
fyrir launahækkunum í ferða
þjónustu eru brostnar. Verðmætin
sem áttu að standa undir þeim eru
horfin og fyrirtækin berjast fyrir lífi
sínu. Aukinn launakostnaður núna
mun bara draga úr viðspyrnukrafti
fyrirtækjanna og atvinnugreinar
innar í heild á næstu misserum
– sem mun seinka sköpun nýrra
verðmæta og viðhalda atvinnuleysi.
Fólk í ferðaþjónustu hefur þegar
tekið á sig miklar launalækkanir
og þar er atvinnuleysi meira en í
nokkurri annarri atvinnugrein.
Til að verja verðmætasköpunarafl
greinarinnar hefur ríkið stigið fram
með styrki og lánaleiðir og meira
mun þurfa til. Atvinnugreinin
berst fyrir lífi sínu og möguleikar
hennar og þjóðarinnar í heild til að
ná hraðri viðspyrnu á næsta ári og
minnka neikvæð kreppuáhrif á alla
í landinu, liggja í því að hægt verði
að koma henni hratt í gang. Það er
því hrein óskhyggja að launahækk
anir byggðar á horfnum forsendum
geti staðið óhaggaðar.
Það er skylda samningsaðila á
almenna og opinbera markaðnum
að nálgast þessa stöðu af ábyrgð og
út frá raunveruleikanum. Það er
ekki hægt að nálgast þessa stöðu
með einstrengingshætti og stór
karlalegum yfirlýsingum í fjöl
miðlum. Það þarf að setjast niður og
vinna úr stöðunni á skynsamlegan
hátt þannig að niðurstaðan endur
spegli raunveruleikann – mestu
heimskreppu síðustu 100 ára.
Brostnar forsendur
Skimun keflavíkurflugvöllur ferðamenn prófun covid test undirbúningur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Samrunatregða
Fjöldi fyrirtækja
sprettur upp í
atvinnugrein
sem er í miklum
vexti. Þegar
greinin nær jafn
vægi er tilhneiging
sú, samkvæmt fræð
unum, að það fækki á markað
inum. Fyrirtæki sameinast til þess
að skapa stærðarhagkvæmni. Það
virðist hins vegar lítið ganga að ná
fram miklum samlegðaráhrifum
í ferðaþjónustu. Ekkert varð
af sameiningu Allrahanda og
Reykjavík Sightseeing, sem var
tilkynnt sumarið 2019 og sam
þykkt af Samkeppniseftirlitinu
sex mánuðum síðar. Fyrirhuguð
sameining fjárfestingafélagsins
Eldeyjar og Kynnisferða, sem var
tilkynnt í byrjun maí, á enn eftir að
ganga í gegn. Hvort töfina má rekja
til eftirlitsyfirvalda eða viðsemj
enda er ekki á hreinu. Styrmir Þór
Bragason, forstjóri Arctic Adven
tures, hitti naglann á höfuðið í
viðtali við Markaðinn fyrir rúmu
ári. Hann sagði að alltof margir
væru fastir í því að hafa keypt
fyrirtæki á ákveðnu verði og vildu
nú fá sama verð þrátt fyrir að af
koman hefði hrunið. Persónur og
leikendur þyrftu að leggja egóið
sitt til hliðar.
Fjárfestavernd
Lífeyrissjóðir og
aðrir innlendir
stofnanafjár
festar þurfa
brátt að taka
ákvörðun um
hvort þeir taki
þátt í hlutafjárút
boði Icelandair Group. Svo vægt
sé til orða tekið er um að ræða
mjög flókna ákvörðun. Þróun
rekstrarskilyrða er ófyrirsjáanleg,
meðal annars vegna aðgerða
stjórnvalda, og erfitt er að leggja
mat á áætlanir félagsins til næstu
ára. Einstaklingum verður einnig
gert kleift að kaupa hlutabréf
í Icelandair fyrir minnst 100
þúsund krónur sem þykir nokkuð
lág upphæð. Velta má upp þeirri
spurningu hvort útboðið eigi yfir
höfuð að vera opið almenningi.
Það eru ekkert sérstaklega góðar
forsendur fyrir hinn almenna
fjárfesti að meta Icelandair sem
fjárfestingarkost. Hann nýtur til að
mynda ekki sömu sérhæfðu ráð
gjafar og sjóðirnir. Og jafnvel þótt
hann fengi slíka ráðgjöf er óvissan
gífurleg. Ákvörðun þess efnis er í
höndum Fjármálaeftirlitsins, sem
er stýrt af Unni Gunnarsdóttur, en
stofnunin hefur, að minnsta kosti í
orði, lagt áherslu á fjárfestavernd.
Ásgeir til ASÍ
Alþýðusambandi
Íslands hefur
borist öflugur
liðsauki en Ás-
geir Sverrisson,
sem hefur verið
hjá greiningar
deild ríkislögreglu
stjóra, mun taka þar til starfa á
sviði samskiptamála. Ásgeir hefur
mikla reynslu úr blaðamennsku
en hann starfaði um langt skeið
hjá Morgunblaðinu, meðal annars
sem fréttastjóri erlendra frétta,
og þá var hann ritstjóri Blaðsins.
Ásgeir fer í tímabundið leyfi frá
störfum sínum hjá ríkislögreglu
stjóra meðan hann verður hjá ASÍ.
9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN