Fréttablaðið - 09.09.2020, Qupperneq 34
OPTIBAC
ALLA DAGA
Dreifa sér vel um meltingar-
kerfið og framleiða vinveitta
flóru sem myndar jafnvægi
Góð forvörn sem stuðlar að
heilbrigðri meltingu
Viðheldur heilbrigðu
ónæmiskerfi
Gegnir lykilhlutverki við
fæðuniðurbrot
Morgunmatur er ekki fyrir alla. Sumir þurfa að gefa sér nokkra stund áður en
maginn kallar á mat. Þessa rétti er
auðveldlega hægt að taka með sér
í vinnu eða skóla og borða þegar
það hentar.
Ágætt ráð er að nota góðar
krukkur með loki. Flestir ættu
að borða meira af grænmeti
og ávöxtum, fá í sig trefjar og
vítamín. Forðast ætti sykur og
minnka fitu snemma dags.
Hafragrautur með
eplum og banana
Uppskriftin er fyrir einn skammt.
35 g haframjöl
5 möndlur, hakkaðar ef vill
2 dl vatn
0,5 dl mjólk
1 tsk. hunang
½ epli
½ banani
10 bláber
2 msk. kotasæla
Hitið haframjöl, möndlur og vatn
í potti. Blandið mjólkinni saman
við eftir að grauturinn hefur
þykknað. Setjið hunang út í.
Skerið epli og banana og raðið
ofan á grautinn ásamt blá-
berjum og kotasælu. Grautinn er
hægt að borða jafnt heitan sem
kaldan.
Hollur morgundrykkur
Uppskriftin miðast við eitt glas.
1 grænt epli
2 cm engifer
1 gulrót
½ sítróna
1 sellerístilkur
1 dl eplasafi
10 möndlur
Skerið niður epli og grænmeti.
Setjið í blandara og kreistið safa úr
hálfri sítrónu yfir. Bætið eplasafa
út í og þeytið. Bætið við vatni ef
þetta verður of þykkt. Möndlurnar
eru borðaðar með drykknum ef
fólk vill meiri fyllingu.
Hummus úr rauðrófum
Þessi hummus er mjög góður ofan
á ristað brauð eða hrökkbrauð.
Gott er að setja sneiðar af lárperu
ofan á hummusinn og jafnvel
chiafræ þar yfir og smá salt.
Hummus fyrir fjóra
1 rauðrófa, soðin eða bökuð
2 msk. tahini
1 hvítlauksrif
1 tsk. cumin
Smávegis sítrónusafi
Smávegis saltflögur og pipar
1 msk. jómfrúarolía
Skerið rauðrófuna í litla bita og
setjið í matvinnsluvél. Bætið við
tahini, hvítlauk, cumin og sítrónu-
safa. Blandið öllu vel saman í fal-
lega bleikt mauk. Bragðbætið með
salti og pipar.
Chia-grautur með skyri
Frábær réttur sem hentar vel sem
morgunmatur eða til að taka með
í vinnuna. Best er að gera grautinn
kvöldið áður.
4 msk. chia-fræ
3 dl vatn
200 g hindber eða bláber
4 dl skyr án bragðefna
1 dl mjólk (má vera möndlu-
mjólk)
2 tsk. vanillusykur
Granóla
8 msk. haframjöl
4 msk. fljótandi hunang
Setjið chia-fræ og vatn í krukku
með loki. Hrærið aðeins, lokið
krukkunni og geymið í ísskáp til
næsta dags. Næsta dag er hafra-
mjöli velt upp úr hunangi og sett
í 200°C heitan ofn í 10 mínútur.
Kælið á bökunarpappír. Losið
um granolað eftir að það kólnar.
Maukið hindber með gaffli og
blandið saman við chia-grautinn
ásamt helmingnum af skyrinu.
Bætið mjólk saman við ásamt van-
illusykri. Byggið upp grautinn í
skál eða krukku, smávegis grautur,
granola og skyr í tveimur lögum.
Skreytið með berjum.
Gott í magann á morgnana
Staðgóður morgunverður er mikilvægur. Það er gott að byrja daginn með hollum mat
sem gefur góða fyllingu í magann, en er samt léttur og góður. Hér koma nokkrar tillögur.
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Hafragrautur er alltaf góður með ávöxtum og berjum. Vel er hægt að taka
hann með í vinnu eða skóla og borða hann heitan eða kaldan. MYND/GETTY
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . S E P T E M B E R 2 0 2 0 M I ÐV I KU DAG U R