Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Framblaðið - 01.02.1958, Blaðsíða 7
Eins og sjá má af þessu yfirliti, hafði Fram vfirhöndina á þessu tímabili og sigraði oft með miklum yfirburðum. Þessi velgengni stafaði að miklu leyti af góðum félagsanda og betri samleik, en líklega þó mest af því, að það átti jafnan á að skipa nokkrum leik- mönnum, sem báru af. Fyrstu árin voru Frið- þjófur Thorsteinsson, Gunnar Halldórsson og Pétur Magnússon skæðustu framherjar hér í bæ, en Arreboe Clausen bar uppi vörnina. Enn finnst mér Friðþjófur bera af þeim mið- framherjum, sem hér hafa verið. Það kann að vera, að ég sjái fortíðina í hillingum, og auðvitað átti hann í höggi við veikari and- stæðinga en beztu sóknarmenn á síðustu ár- um. Árin 1914—1917, þegar Friðþjófur var erlendis, átti félagið jafnoka hans í Gunnari, bróður hans, en hann missti heilsuna 1918 og dó 2 árum síðar. Um 1920 var kappliðið að miklu leyti endurnýjað. Þá lék Pétur Magn- ússon enn, og Tryggvi Magnússon hafði þá um nokkur ár verið einn allrabezti knatt- spyrnumaður hér í bæ (miðframherji), og keppti hann til loka þessa tímabils. Af hinum nýju mönnum um 1920, sem af báru, er fyrstan að nefna Gísla Pálsson (miðfram- herji), þá útherjana Ósvald Knudsen og Eirík Jónsson, og raunar mætti telja marga aðra, þó að hér verði staðar numið. Veikleiki félagsins þessi ár var fámennið. Félagið gat venjulega sent fram lið, sem hafði góðar sigurhorfur, en stundum voru sárafáir til að hlaupa í skörðin, ef óhöpp komu fyrir. Þetta stafaði mest af því, að Fram varð seinna en önnur félög til þess að koma sér upp yngri deildum. 2. flokkur var stofnaður 1916, 3. flokkur 1919. Eini sigur- inn, sem þessum flokkum féll í skaut á þessu tímabili, var í vormóti 3. flokks 1923. Þessi veikleiki félagsins varð til þess, að það hrundi að kalla má til grunna 1927, þegar flestir kappliðsmenn hættu í einu, margir orðnir þrítugir, eða fast að því. Fram var á þessu tímabili ekki svo heppið að eignast þá menn utan leikmannahóps, er gætu tekið að sér stjórn félagsins og einbeitt sér að málefnum þess. Sömu mennirnir urðu að annast stjórnarstörf og alla vinnu fyrir fé- lagið og jafnframt þjálfa sjálfa sig og keppa. Fndurreisn félagsins og uppgangur þess síð- ustu árin er einmitt slíkum áhugamönnum að þakka. I. jloklcur (meistarajl.) 1925. — fírynjóljur Jóhannesson, Jón Sig- urðsson, Guðmundur Ilalldórs- son, Magniís GuSbrandsson, Gísli Pálss., Osvaldur Knudsen, Tryggvi Magnússon, Pétur Sig- urðsson. Fremst sitjandi: Július Pálsson, Kjartan Þorvarðsson og Ilalldór Oddgeir Halldórsson. FRAMBLAÐIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Framblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.