Framblaðið - 01.02.1958, Side 14

Framblaðið - 01.02.1958, Side 14
fljótlega þáttaskil í handknattleiksmálum fé- lagsins. Fyrsti sigur karlaflokks frá Fram er í Reykjavíkurmóti I. flokks 1947. Á tímabil- inu 1947—1952 vinnur Fram mót, sem hér segir: Meistaraflokkur karla vinnur íslands- mótið inni 1950, íslandsmótið úti 1950, hrað- keppni H.K.R.R. 1949 (keppt í ársbyrjun 1950). 1. flokkur vinnur Reykjavíkurmót 1947 og 1948. 3. flokkur íslandsmót 1952. Á aðalfundi 1943 er flutt tillaga um stofnun kvennaflokks innan Fram og er hann form- lega stofnaður 1944. Engir flokkar félagsins hafa unnið jafn marga sigra á jafn skömmum tíma. Fyrsta mótið, sem vannst, var í 2. flokki kvenna í Reykjavíkurmóti 1946, og er það jafnframt fyrsti sigur Fram í handknattleik. Næstu 2 ár sigraði Fram ávallt í þessum ald- ursflokki. Á árunum 1948—1954 vinnur meist- araflokkur kvenna 19 mót. Framstúlkur eru Islandsmeistarar í innanhússhandknattleik 5 ár samfleytt, 1950—1954. Af stofnendum kvennaflokksins skal sér- staklega getið Guðnýjar Þórðardóttur, sem drýgstan þátt átti í því, að byrjunarörðug- leikar voru svo fljótt yfirunnir. Þrjár stúlkur, Anný Ástráðsdóttir, Ólína Jónsdóttir og Erla Sigurðardóttir, hafa leikið handknattleik fyrir félagið frá 1946 og til þessa Reykjavíkurmót II. flokks kvenna í handknattleik 194-6. Fyrstu sigurvegarar félagsins. Fremri röð frá v.: Svava Sigmundsdóttir, Erla Sigurðardóttir og Pálína Júlíusdótt- ir. Aftari róð: Oddný Hélgadóttir, Olína Jónsdóttir. Anný Astráðsdóttir og Margrét Kjartansdóttir. dags. Þær voru í liði félagsins, sem vann 2. flokk 1946 og hafa leikið með meistaraflokki frá 1946. Þó að kvennaflokkur félagsins hafi aldrei verið fjölmennur, hefur hann orðið félaginu Islandsmeistarar kvenna og karla í handknattleik (inni) 1950. Kvenna frá vinstri: Gyða Gunnarsdóttir, Nana Gunnars- dóttir, Hulda Pétursdóttir, Erla Sigurðardóttir, Olína Jónsdóttir, Inga Lárenzíusdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Ragna Ragnars- dóttir. — Karla: Sigurður Magn- ússon, Birgir Þorgilsson, Jón Elíasson, Hilmar Olafsson, Krist- ján Oddson, Halldór Lúðvíks- son, Orri Gunnarsson, Sveinn Ragnarsson, Jón Jónsson, Svan Friðgeirsson og Gunnar Nielsen. 12 FHAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.