Framblaðið - 01.02.1958, Page 19

Framblaðið - 01.02.1958, Page 19
Fram 119 stig, K. R. 95 stig, Valur 79 stig, Þróttur 37 stig og Víkingur 32 stig. I afmælishófi Fram 1953 afhentu tveir fé- lagsmenn, Guðbrandur Bjarnason og Hannes Sigurðsson, félaginu að gjöf fallegt horn, sem veita ber árlega þeim flokki félagsins er bezta knattspyrnu sýnir og fylgja skjöl til hvers einstaks leikmanns. Eftirtaldir flokkar hafa hlotið hornið: 1953 III. flokkur, 1954 III. flokkur, 1955 IV. flokkur, 1956 II. flokkur og 1957 IV. flokkur. A síðasta ári gaf Helgi Pálmarsson félaginu bikar, sem árlega skal afhendast þeim leik- manni, sem talinn er sýna bezta knattspvrnu í eldri flokkum félagsins. Bikarinn var afhent- ur í fyrsta skipti á síðasta, aðalfundi félagsins og hlaut hann Reynir Karlsson, sem tvímæla- laust telzt bezti knattspyrnumður Fram 1957. Tvær utanferðir hafa verið farnar á vegum Fram á þessu tímabili. Meistaraflokkur fór til Þýzkalands 1953 og II. flokkur til Dan- merkur 1956 og verður ferða þessara getið annars staðar í blaði þessu. Árið 1956 kom til Reykjavíkur, á vegum Fram, úrvalslið frá Vesur-Berlín og lék hcr fjóra leiki. Fram lék gegn þeim fyrsta leikinn og hafði styrkt lið sitt með Ríkharði Jónssyni og Gunnari Guðmannssyni. Lauk leiknum með jafntefli 3:3. Þjóðverjar gerðu jafntefli við úrvalslið K.R.R. en unnu Akurnesinga 4:2 og úrval Suðvesturlands 5:2. Samið hafði verið um, að Fram færi til Þýzkalands 1957. Af þeirri ferð varð ekki vegna vanefnda Þjóð- verja. Nú í ár mun koma á vegum Fram úrvals- hð frá Sjálandi og mun meistaraflokkur Fram fara til Danmerkur til endurgjalds komu sjá- lenzka liðsins. Einnig er væntanlegur, í boði Fram, II. flokkur frá Roskilde. Flestir flokkar fclagsins hafa farið keppnis- ferðir innanlands. Meistaraflokkur fór til Akureyrar 1954, Sandgerðis 1956 og Isafjarðar 1957. III. flokkur fór til Siglufjarðar 1954, ísa- fjarðar 1955, Norðurlands 1956 og var keppt á Akureyri og Húsavík, Norðurlands 1957 og var keppt á Akureyri og Sauðárkróki. IV. flokkur fór til Isafjarðar og Akraness 1954, Akraness og Sandgerðis 1956 og Kefla- víkur 1957. Á öllum þessum stöðum hafa flokkar félags- íslandsmeistarar II. jl. 1956. Fremri röð jrá v.: Ragnar Jó- hannsson, Birgir Lúð'úíksson, Guðjón Jónsson, Karl Karlsson, Agúst Oddgeirsson, Eggert Jónsson, Baldur Scheving. Aft- ari röð: Sigurður Jónsson, jorm. knattspymudeiídar, Pétur Sig- urðsson, Jón Þorláksson. Grétar Sigurðsson, Rúnar Guðmanns- son, Björgvin Arnason, Marinó Eiður Dalberg, Gunnar Agústs- son, Skúli Nielsen, Reynir Karlsson, þjálfari. FRAMBLAÐIÐ 17

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.