Framblaðið - 01.02.1958, Page 26

Framblaðið - 01.02.1958, Page 26
FRA LIÐNUM ARUM — Viötal við nokkra félaga — Pumpan spöruð - formaðurinn bauðsf fil að blása ... „Blessaður vertu, ég man ekkert,“ svaraði Pétur J. Hoffmann Magnússon, þegar ég hringdi til hans og fór þess á leit við hann, að við rifjuðum upp gamlar minningar um stofnun félagsins. „En komdu samt,“ sagði Pétur. „Þú færð að minnsta kosti kaffisopa.“ Ég vissi fyrirfram, að Pétur myndi lúra á ýmsu og í upphafi lét hann hugann reika aftur að stofnuninni fyrir 50 árum. „Hver voru eiginlega tildrög að stofnun félagsins?“ „Það var þannig, skal ég segja þér, að við strákarnir fórum oft að horfa á enska sjóliða, sem lögðu leið sína út á Mela til þess að æfa sig. Við vorum flestir 13—14 ára og sumir yngri . Stundum fengum við að vera með Englendingunum. Svo eignaðist ég minn fyrsta fótbolta. Það var að vísu minnsta gerð af fótbolta, en það var blaðra í honum og hægt að blása hann upp. Ég sá hann í glugganum á Breiðfjörðsverzlun í Aðalstræti, þar sem nú er Skóbúð Reykjavíkur. Kostaði gripurinn 95 aura, sem var hér um bil allt sparifé , mitt. Upp úr þessum boltakaupum komum við saman í lystihúsinu bak við Andersens húsið, (Aðalstræti 16) og þar var félagið stofnað 1. maí 1908. í upphafi hlaut félagið nafnið Kári og var það fyrst og fremst valið vegna þess, að það þótti íslenzkt. Ekki voru þó allir ánægðir með nafnið, sem sjá má af því, að á stofnfundinum fær nafnið Kári 6 atkvæði af 18, sem á fundi voru. Líður svo fram til 6. maí 1909, en þá er fundur haldinn á Suður- götu 4, hjá Gunnari Halldórssyni, eins og svo oft áður og síðar. Þar var mikið rætt um nafnið og m. a. bókað eftirfarandi: „Fyrst sýndi formaður fram á hvaða fjar- stæða það væri að kalla félagið Fram, bæði væri það hermt eftir öðru félagi hér í bæ, Heimastjórnarfélaginu, og svo væri líka búið einu sinni að samþykkja hitt nafnið og sagði, að ekkert mætti breyta út frá því, sem meiri- hlutinn hefði einu sinni samþykkt. Þetta hrakti ritari (Arreboe Clausen) og sagði, að nafnið Fram væri alls ekki tekið eftir neinu öðru félagi, heldur hefði verið stungið upp á því, af því að meirihluta fél- agsmanna fyndist það eiga betur við, að félag, sem hefir fótbolta fyrir stafni, heiti „Fram“ heldur en „Kári“ og sagði það jafnvel hlægi- legt að kalla það eftir forníslending eins og forníslendingar liefðu verið fótboltamenn“ 12. maí er aftur haldinn fundur og verða enn umræður um nafnið. Svo er það hinn 16. maí að enn er fundað hjá Gunnari í Suður- götu 4. Var nú gengið til atkvæða og féllu þau þannig, að Fram hlaut 7 atkvæði og Kári 4. Þar með var nafnið endanlega af- greitt mál.“ „Hverjir voru það, sem helzt héldu til streitu nafninu Fram?“ „Mig minnir, að það hafi aðallega verið þeir Arreboe Clausen og Kristján Albertsson. Hann var alltaf masandi á fundum. Hrein- asti reyfari.“ 24 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.