Framblaðið - 01.02.1958, Qupperneq 27

Framblaðið - 01.02.1958, Qupperneq 27
„Hvað um kappleiki á þessum tíma?“ „I fyrstu var ekki um annað að ræða en innanfélagskeppni og ákveðið að láta gera verðlaunapeninga. Liðin voru tvö og stefnt að því, að þau yrðu sem jöfnust. Raðað var í þau á almennum félagsfundi og tilgangurinn með þessu öllu saman að fá meiri æfingu og keppni, því að það voru orðnir svo margir í félaginu. En þessi fyrsta keppni var aldrei til lykta leidd. Það var kannske eins gott, að svo fór. Það hefði annars orðið „vesen“ út af þessu. 11 strákar með verðlaunapening en hinir ekki neitt. Það hefði ekki orðið gott. Við héldum nokkuð oft fundi og, eins og þú sérð á fundargerðarbókinni, kusum við alltaf dyraverði í upphafi funda, ef einhverjir utan- að komandi skyldu gera vart við sig. Það fengu ekki allir að vera með, skilurðu, og stundum kom það fyrir að strákar með ærsl og hávaða trufluðu fundina. Engan var hægt að taka inn sem félagsmann, nema slíkt yrði lagt fyrir fund. Eg man sérstaklega eftir einu í því sambandi. Það var þegar Hinrik Thor- arensen sótti um inngöngu. Hann var felld- ur, þar sem hann var að norðan. Það var nú meiri vitleysan en auðvitað leiðrétt strax. Ég má til með að segja þér, hvernig við fórum að með kaup á fyrsta boltanum, sem félagið eignaðist. Auðvitað var enginn sjóður til, sem hægt væri að grípa til með slíka fjár- festingu. Fótbolti kostaði þá 4 krónur. Einn stofnenda, Bogi Olafsson, átti peninga í bók og bauðst hann til að lána félaginu andvirði boltans. Var boðinu að sjálfsögðu tekið og svo kom boltinn. Ekki þótti annað hlýða, en minnast slíks viðburðar með ein- hverjum hætti og ákveðið, að félagsmenn gengju fylktu liði inn Suðurgötu og vestur á Mela, þar sem ég, sem formaður félagsins, skyldi gefa honum fyrsta sparkið. Var nú fylkt liði og haldið vestur á Mela. Ég gekk í fararbroddi og fékk að halda á boltanum, Er við áttum ófarinn örlítinn spöl, tók Bjarni Matthíasson sig til, sló boltann úr höndun- um á mér og sparkaði síðan. Þannig varð það hann, en ekki ég, sem vígði fyrsta boltann. Kom upp nokkur kurr í liðinu og þótti mönn- um tilstandið og „marseringin“ missa gildi sitt. Að ég tali nú ekki um vígsluathöfnina, sem ekkert varð úr. Svo kom nú að skuldadögunum og vildi Bogi fá vexti af láninu til boltakaupanna. Dálítill styrr stóð um að borga þá. En aoð- vitað var það rétt hjá Boga. Hann hefði fengið vexti af peningum sínum í bankanum, enda fór svo, að hann fékk vextina. Svo kom fram tillaga um að kaupa fót- boltapumpu, en þá bauðst ég til þess að blása út boltann, hvenær sem væri, og þar með kom tillagan um pumpukaupin aldrei til at- kvæða.“ „Hvernig voru fyrstu búningarnir?“ „Þeir voru hvítar peysur og hvítar buxur. Blár borði var þvert yfir brjóstið og prentað á hann Fram. Svo breyttist þetta 1911. Þá er tekin upp alblá peysa kraga og líningalaus en reimuð í hálsmálið. í þá daga höfðum við alltaf peysuna utan yfir buxunum. Það þótti mikið fínna. Hitt þótti Ijótt og sveitalegt að girða peysuna niður í buxurnar. Svona var tízkan í þá daga. Það er annars bezt, að við ljúkum þessu rabbi með því, að ég segi þér, hvernig hvíti kraginn og hvítu líningarnar komust í Fram- búninginn. Það var einu sinni að haustlagi í kalsaveðri, að við áttum að keppa. Ég hafði vit á að klæða mig vel og átti hvíta peysu með kraga og löngum ermum. Fór ég í þessa peysu innan undir og síðan í bláu peysuna, lét hvíta kragann koma utan yfir og braut upp ermarnar á þeirri hvítu yfir þá bláu. Þetta þótti fallegt og var síðan tekið upp: Það hefir margt breytzt síðan í þá daga. Þegar við héldum fyrsta aðalfundinn og gjald- kerinn gerði grein fyrir reikningunum kom í ljós, að tekjur fyrsta starfsársins námu kr. 16,03 og gjöldin kr. 11,70. Samtali okkar Péturs var lokið. Ég þakk- FRAMBLAÐIÐ 25
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Framblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.