Framblaðið - 01.02.1958, Page 28

Framblaðið - 01.02.1958, Page 28
aði fyrir kaffið og fór. Á leiðinni heim varð mér hugsað til þess, að fyrir rekstursafgang- inn frá 1908, er ekki hægt að kaupa mikið í dag, en ekki verður þó annað sagt, en að sú upphæð hafi ávaxtað sig. Hannes. =sss= Þeir eru hæffir aö geta skotið á mark ... Það er engum vafa undirorpið, að Friðþjóf- ur Thorsteinsson hefur verið einn snjallasti knattspyrnumaður Fram. Því var það, að við báðum Friðþjóf að skýra nokkuð frá starfi sínu og reynslu. Hvenær kynntist þú knattspyrnu? Ég kynntist henni fyrst, þegar ég var á 9. aldursári, en þá var ég í skóla í Hellerup í Danmörku. Var ég þar í sjö ár, og lékum við bræðurnir (Samúel, Gunnar og ég) með í skólaliðinu, sem var sterkt lið, enda vann það árið 1907 Sjálandsbikar, sem keppt var um milli skólaliða. Ég kom svo hingað til Islands með foreldrum mínum 1910 og gekk þá strax í Fram og hóf að æfa með þeim. Hvar æfðuð þið þá, og hver stjórnaði æf- ingunum? Æfingasvæðið var á Melunum, þar sem Há- skólinn er núna. Auk þess hlupum við oft langar vegalengdir á veturna, t. d. iðulega upp að Öskjuhlíð. Við æfðum yfirleitt á hverju kvöldi, já, og það korn fyrir að það teygðist úr þeim til 2—3 um nóttina. Það kom nokk- uð í minn hlut að stjórna æfingum, þar sem ég hafði kynnzt leiknum erlendis. Við lékum einnig nokkra æfingaleiki, m. a. við skipverja af Islands Falk, sem við töpuðum fyrir. Hvenær telur þú skipulagða knattspyrnu hefjast hér? Það er árið 1911. Við lékum fyrst æfinga- leik við K.R., sem lauk með jafntefli. Má segja, að hinir ungu leikmenn Fram, sem voru 15—18 ára, hafi þá fyrst verið viðurkenndir, sem verðugir andstæðingar K.R.-inga, sem voru eldri og þroskaðri. Var því ráðinn fyrsti opinberi leikurinn á aldarafmæli Jóns Sigurðs- sonar, 17. júní 1911. Tefldu báðir aðilar fram sínu sterkasta liði, en eftir harðan og jafnan leik tókst mér að skora vinningsmarkið á síð- ustu mínútu. IJnnum við þannig fyrsta leikinn með 2:1. Dómari var Ólafur Rósinkranz leik- fimikennari, en hann studdi jafnan og aðstoð- aði félögin eftir megni. Hvert var upphaf Islandsbikarins? Við gengumst upp við þessi úrslit, og kom brátt, fram tillaga á fundi í Fram, að nauð- synlegt væri að keppa hér um bikar að erlend- um sið. Hófum við þá sníkjur til að festa kaup á bikar frá Þýzkalandi, sem kostaði, að mig minnir, hvorki meira né minna en 85 krónur. Gekk allvel að safna þeirri upphæð, nema hvað síðasti hjallinn reyndist örðugastur. Þeg- ar allir höfðu lagt af mörkum hvað þeir gátu, þá vantaði kr. 1,75. Var þá gripið til að safna handbærri smámynt, allt niður í einseyringa, svo að við gátum fest kaup á gripnum. Var samin reglugerð um, að íslandsbikarinn ynn- ist aldrei til eignar, og ekki mætti brevta reglunum, nema með samþykki Fram Stjóm og þjálfari 1921: Gísli Pálsson, Pétur Sigurðsson, Tryggvi Maggnússon, Friðþjófur Thorsteinsson, þjálfari. 26 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.