Framblaðið - 01.02.1958, Síða 29

Framblaðið - 01.02.1958, Síða 29
I. fl. (meistarajl.) 1920. Fremri röð: Pétur Sigurðsson, Viðar Vík, Friðþjófur Thorsteinsson, T ryggvi M a gnússon, Eirí kur Jónsson. Aftari röð: Sigurður Thoroddsen, Osvaldur Knud- sen, Pétur H. Magnússon, Gísli Pálsson, Kjartan Þorðvarðar- son, Júlíus Pálsson. Hvað svo um fyrsta Islandsmótið? Eg kom í bæinn skömmu fyrir mótið, en Fram hafði fengið mig lausan frá námi á Patreksfirði, til þess að keppa með þeim. Auk fyrri keppinauta tók knattspyrnuflokkur frá Vestmannaeyjum þátt í mótinu. Fyrst mætt- ust Fram og K. R. og lauk með jafntefli (1:1). K. R. vann Vestmannaeyinga, og hættu þeir þá, enda voru inargir þeirra meiddir. Úrslita- leikurinn fór fram í roki og rigningu, og lék K.R. undan vindi og setti þrjú mörk fyrst, en okkur tókst að skora einu sinni. Aftur á móti tókst okkur ekki að ná nema einu marki undan vindi í síðari hálfleik, þrátt fyrir ákafa sókn. Lauk þannig þessu fyrsta íslandsmóti 1912 með sigri K.R. Næstu tvö árin gaf ekkert félag sig fram til keppni, nema Fram sem stöðugt æfði af kappi. Þú fórst síðan til útlanda? Já, ég fór til Skotlands og var þar öll fyrri stríðsárin, og lék þar með atvinnuliði (þó sem áhugamaður). Kom ég heim aftur 1918 og lék með Fram til ársins 1921. En það ár unnum við fjögur mót, þ. e. íslandsmótið, Reykja- víkurhornið, Víkingsbikarinn og Knattspyrnu- horn íslands. Síðan flutti ég til Kanada 1922, og lék þar knattspyrnu í 10 ár. Lékst þú ekki á móti fyrstu erlendu lið- unum, sem hingað komu? Jú, það gerði ég, enda stuðlaði Fram m. a. að því, að hingað kom lið frá Akademisk Boldklub árið 1919. Það var eitt sterkasta danska liðið þá, og lék Samúel bróðir minn með því nema í leiknum gegn Fram, þar sem hann var einnig Framari. Við töpuðum með 5:0 og var það þó skásta útreiðin, sem ein- stakt félag fékk. Við vorum fimm Framarar í úrvalsliðinu, sem tókst að sigra Danina 4:1. Þá kom hingað skozkt lið frá Civil Service og Queens Park árið 1922. Var það sterkt lið, og vann alla sína leiki með yfirburðum. Þeir vöktu hér sérstaka athygli, er þeir gengu inn á völlinn og blésu í sekkjapípur. Hvenær komst þú aftur til íslands? Það var árið 1934, sem ég kom hingað fyrir forgöngu Fram, og gerðist ég þá þjálfari. Um þær mundir var fyrst byrjað að æfa innan- húss í fyrrverandi íshúsi, sem nú er Tjarnar- bíó. Lék ég nokkra leiki með Fram, og árið eftir fór ég með í Þýzkalandsferð íslenzkra knattspyrnumanna, og lék þar minn síðasta keppnisleik, fertugur að aldri. Hvaða leikmenn eru þér minnistæðastir frá fyrstu árum Fram? FRAMBLAÐIÐ 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.