Framblaðið - 01.02.1958, Síða 34

Framblaðið - 01.02.1958, Síða 34
leiki í meistaraflokki, gegn K. R. í íslands- mótinu og gegn áhöfn þýzka skipsins „Avisa Grille“. Lék ég báða leikina sem miðfram- herji. Frá 1938—1953 leik ég svo óslitið í meistaraflokki. Hvað heldur þú, að hafi átt drýgstan þátt í sigri Fram í íslandsmótinu 1939? Það er þrennt. I fyrsta lagi bættust liðinu margir nýir leikmenn, sem höfðu einmitt ver- ið sigursælir í yngri flokkum félagsins árin áður. I öðru lagi var hjá félaginu bezti þjálf- ari, sem ég hefi haft kynni af, Hermann Lindemann. Tel ég mig hafa af honum lært mest af því, sem ég. kann til knattspyrnu. Surnar æfingarnar var t.d. ekki leyft að spyrna nema innanfótarspyrnum. I þriðja lagi hafði verið æft mjög vel og átti Danmerkurferðin 1939 mikinn þátt í því. Það var velheppnuð ferð og einstakt tækifæri á þeim tíma. Eftir Islandsmótið 1939 hættu margir af eldri leik- mönnum meistaraflokks og færðist deyfð yfir æfingarnar, enda vinnur Fram ekki mót í meistaraflokki til 1945. A þessu tímabili vor- um við þó oft nærri sigri, t. d. er úrslitaleik- urinn við Val 1942 mér í fersku minni. Fyrir leikinn hafði Fram hlotið 8 stig en Valur 6 stig. Nægði Fram því jafntefli. Við vorum of sigurvissir og biðum herfilegan ósigur, 6:0. Nú var leikinn annar leikur og lauk honum með jafntefli 0:0. Varð nú að leika þriðja leikinn og tapaði Fram 1:0 á sjálfsmarki. Árið 1945 vinnum við tvö mót, vor- og haustmót. Islandsmótið vinnur Fram svo tvö ár í röð, 1946 og 1947. Árið 1947 er bezta árið í sögu meistaraflokks um langan tíma. Þá töpuðum við aðeins einum leik fyrir ís- lenzku liði og unnum þrjú mót. Er þetta fyrsta árið, sem Ríkharður Jónsson leikur með Fram og var hann liðinu mikill styrkur. Hvað lékst þú marga landsleiki? Eg lék með landsliðinu 6 fyrstu leiki þess. Fyrsti leikurinn var gegn Dönum 1946 og var áhugi mikill fyrir þessum fyrsta landsleik ís- lendinga. Reynsla var eðlilega engin og því viðvaningsbragur á undirbúningi og leik liðs- ins. Markatalan varð mun hagstæðari en frammistaðan gaf tilefni til. Af þessum sex leikjum unnum við tvo, Finna 1948 og Svía 1951 og er það minnisstæður sigur. Þú hefur keppt víða erlendis á grasvölluin. Þar sem grasvallarvandamálið er nú svo mik- ið á dagskrá hjá Fram, væri garnan að heyra álit þitt á þessu atriði. Telur þú mikinn mun á gras- og malarvelli? Ég hef farið 8 ferðir erlendis í sambandi við íþróttina, þar af 7 keppnisferðir. Eftir reynslu þessara ferða og þeirri reynslu, sem við höfum á grasvöllum hér heima, tel ég það höfuðnauðsyn hverju knattspyrnufélagi að eiga góða grasvelli. Ég er sannfærður um, að knattspyrnumenn okkar munu endast lengur, þegar við getum boðið þeim grasvelli til keppni og æfinga. Stórt spor hefur verið stigið í rétta átt með Laugardalsvellinum. Það var svo með mig, að eftir keppni og æfingar á grasi, þurfti ég að herða mig upp til þess að fara á mölina aftur. Aftur á móti hefur mér stundum fundizt gert of mikið úr muninum að fara af möl á gras, í afsökunarskyni. Það, sem hefur háð liðum okkar mest erlendis, er úthaldsleysi. Telur þú íslenzka knattspyrnu hafa tekið framförum frá því, að þú byrjaðir keppni í meistaraflokki ? Á árununr 1937 og 1938 voru margir ágætir einsta.klingar, kraftmiklir, duglegir og skot- harðir. Skipulagning, mýkt og lipurð er meiri nú og tel ég knattspyrnuna því hafa tekið verulegum framförum. Við kveðjum nú Sæmund Gíslason og lát- um lokið þessu rabbi við hann. S. R. 32 MtAMBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.