Framblaðið - 01.02.1958, Síða 44

Framblaðið - 01.02.1958, Síða 44
Kveðja til Fram Á 45 ára afmæli Fram veittist mér sú ánægja að flytja kveðju frá Danmörku í afmælisriti félagsins, og í grein minni minntist ég þeirra atburða og þeirra manna, sem hafa tengt mig knattspyrnunni á íslandi og eink- um Fram nánum vináttuböndum. Við þýðingu og prófarkalestur henti það leiða atvik, að nafn Jóns Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra, hins gamla leik- og forystu- manns félagsins, féll niður úr grein minni, og þótt ég viti, að Jón geri sér ljóst, að honum var ekki gleymt í handriti mínu, vildi ég gjarnan nota þetta tækifæri til þess að geta um hinn drjúga skerf, sem hann hefur lagt til samvinnu Islands og Danmerkur á sviði knattspyrnunnar. Það var einkum í formanns- tíð Jóns í K. S. í., að erfiðar samningsviðræður fóru fram um áframhald landsleikjanna eftir fvrsta leikinn árið 1946 í Reykjavík, og með þessum samningsviðræðum var lagður grund- völlur að föstu fyrirkomulagi landsleikjanna milli íslands og Danmerkur, að því er við vonum. Auk þess átti Jón þátt í hinni ánægju- legu heimsókn Sjælland Boldspil-Unions til íslands árið 1950. Ég þakka þér gott samstarf og vináttu, Jón! En eins og áður hefir verið getið um, var það heimsókn Fram til Danmerkur árið 1939 á 50 ára afmæli D.B.U., sem var orsökin og upphafið að hinum mörgu persónulegu ís- lenzk-dönsku vináttutengslum innan knatt- spyrnuhrevfingarinnar. Ég gleymi heldur aldrei hinni miklu hugulsemi, sem Fram sýndi mér persónulega við heimsókn mína 1955, sextán árum síðar, einkum allir fyrirliðar og leikmenn, sem höfðu tekið þátt í Danmerkur- ferðinni 1939. Hin sterku vináttubönd hafa nú síðast komið í ljós í leikjum Fram með mjög sterku unglingaliði í Danmörku 1956 og þeim gagn- leikjum, sem ákveðnir hafa verið á afmælis- hátíðarárinu, sömuleiðis í afmælisleikjunum í Revkjavík, sem afráðnir eru um sama leyti, við sterkasta úrvalslið Sjælland Boldspil Un- ions. I stjórn Fram sitja nú ágætir menn undir forystu formannsins, Haralds Steinþórssonar, og þar sem leikmannaliðið er gott og verður enn betra, er hinir ungu leikmenn bætast í hópinn, mun félagið áreiðanlega eiga gott afmælisleikár í vændum. Ég veit, að gamlir félagar eru tryggir við félagið, og hefi ég komizt að raun um það lijá félögum, sem flutt hafa af landi brott, eins og Þráni Sigurðssyni og Gunnari Nielsen, sem sakna sinna gömlu vina, og ég vona, að þessi góði hefðbundni félagsandi muni ríkja á reglulegan Fram-máta lengi eftir að afmælis- hátíðarárið er liðið, svo að félagið geti vænzt góðrar framtíðar, bæði hvað snertir leikvöll og góðan íþróttaárangur. Hjartanlegar hamingjuóskir á afmælinu og beztu kveðjur til hvers og eins af vinum mínum í Fram og hinna fögru kvenna þeirra, og undir þetta tekur konan mín og allir dansk- ir vinir. Edvard Yde 42 FRAMBLAÐIÐ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.