Framblaðið - 01.02.1958, Síða 45

Framblaðið - 01.02.1958, Síða 45
Danmerkurför II. flokks 1956 Að tilstuðlan vinar okkar E. Yde tókst Fram að ná samningum við Roskilde Bold- klub af 1906, um gagnkvæmar heimsóknir yngri aldursflokka. Skyldi Fram heimsækja R. B. ’06 á 50 ára hátíð þeirra, en þeir koma hingað eftir nánara samkomulagi síðar. Þátttakendur voru alls 22 þar af 4 farar- stjórar. Leikmenn voru: Agúst Þ. Oddgeirs- son, Baldur Scheving, Birgir Lúðvíksson, Björgvin Árnason, Eggert Jónsson, Erlingur Lúðvíksson, Grétar Sigurðsson, Guðjón Jóns- son, Guðmundur Oskarsson, Gunnar Ágústs- son, Gunnar Leósson, Jón Þorláksson, Karl Karlsson, Marinó E. Dalberg, Ragnar Jóhannsson, Rúnar Guðmannsson, Pétur Sig- urðsson og Skúli Nielsen, í fararstjórn voru Sigurður Jónsson, Jón Guðjónsson, Haraldur Steinþórsson og Jón Þórðarson. Flestir þátttakenda tóku sér far með m/s Dr. Alexandrine fra Reykjavík 26. júlí. Kom- ið var til Kaupmannahafnar árla morguns hinn 1. ágúst, sólarhring á eftir áætlun. Sjó- veðm hafði þó verið allgott. Sjóveiki gerði talsvert vart við sig og sumir voru rúm- fastir megnið af leiðinni. 1 Höfn tóku á móti okkur fulltrúar R. B. ’06, þeir Willy Nielsen formaður þess og Ricli. Petersen. Þá voru þar þeir Skúli Nielsen og Haraldur Steinþórsson, er höfðu farið utan á undan. E. Yde lét sig-ekki vanta, en eins og fyrr segir var hann aðalhvatamaður þess, að til þessara samskipta var stofnað. Þegar til Hafnar kom, báru þeir Hróars- keldu (Roskilde) -menn fram þá ósk sína, að við lékum við þá samdægurs. Ákveðinn var afmælisleikur við A. B. úr I. deild þá um kvöldið, en leikur okkar skyldi verða forleikur að þeim leik. Það setti að okkur hroll. Nokkrir okkar ágætustu leikmanna höfðu kennt tölu- verðrar sjóveiki á leiðinni. Ávallt má og reikna með einhverri sjóriðu. Samkvæmt upphaflegri ferðaáætlun, átti fyrsti leikur okkar að fara fram daginn eftir. Vegna þess að þeir lögðu á þetta talsverða áherzlu urðum við við ósk þeirra. Klukkan var 10 þegar við komum til Hróarskeldu, en kl. 17,30 átti leikurinn að hefjast. Okkur var öllum komið fyrir á einkaheim- ilum. Fór því töluverður tími í ráðstöfunina. Þó vannst tími til að hafa létta æfingu fyrir hádegið, Síðan var hverjum sagt að fara til síns heima og hvílast fram að leikbyrjun. Leiktími og aklurstakmörk eru nokkuð önn- ur í Danmörku en hér tíðkast. Til dæmis leika þeir 2x45 mín. í II. aldursflokki og aldurstakmark er einu ári lægra en hér. Um aldurstakmarkið höfðum við áður samið, en yfirleitt var fylgt okkar reglu um leiktíma (2x35 mín.). Þessum fyrsta leik okkar lauk með sigri Fram, sjö mörk gegn tveim. Leikurinn var af beggja hálfu vel og prúðmannlega leikinn. Þótt 4 leikmenn okkar yrðu að yfirgefa PRAMBLAÐIÐ 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Framblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.