Framblaðið - 01.02.1958, Page 48

Framblaðið - 01.02.1958, Page 48
lengur í félaginu en þetta, held ég að engum sé gert rangt til, þó að ég segi, að hann hafi verið áhrifamestur og duglegastur í félaginu á fyrsta áratugi þess. Hans er getið lítillega í afmælisgrein í Framblaðinu 1943. Árni var einn af bræðrahóp, sem Fram á mjög mikið að þakka. Stjúpbróðir hans var Kjartan Þorvarðsson, sem lengi var mark- vörður félagsins, en markaði þó dýpri spor í sögu þess, þegar hann var orðinn heilsulaus og tók þátt í stjórnarstörfum á sjúkrabeði í mörg ár. Hefur hans verið minnzt í Fram- blaðinu. Hálfbræður Árna voru Ólafur, Þor- varður og Gunnar Þorvarðssynir. Þorvarður var markvörður 1926 og mun hafa leikið eitt- hvað síðar, en hann missti heilsuna og dó árið 1929, þá kominn að stúdentsprófi. Ólafur var einn þeirra manna, sem drýgstan þátt áttu í endurreisn félagsins, bæði sem formaður í mörg ár, fyrirliði á leikvelli og æfingastjóri yngri deilda. Hann er einn þeirra, sem hæst ber í sögu félagsins. Ólafur andaðist 1942, og var hans minnzt í Framblaðinu 1943. Gunnar var um skeið markvörður í Fram, en hætti keppni nokkru eftir að hann kom í 1. flokk. Árni Daníelsson gekk í Fram árið 1918. Hann keppti í meistaraflokki vorið 1920, þá 16 ára gamall (og líklega á haustmóti 1919) og síðan óslitið til hausts 1923. Það ár varð hann stúdent og fór um haustið til náms við verkfræðingaskólann í Þrándheimi. Þar var hann óslitið þangað til hann lauk námi sum- arið 1927, enda var hann Norðmaður í föður- ætt og dvaldist í sumarleyfum hjá systkinum sínum þar í landi. Þegar hann kom heim, sumarið 1927, voru allir fyrri félagar hans hættir knattspyrnu, og sjálfur hafði hann ekki iðkað hana í Þrándheimi. Árni var duglegur knattspyrnumaður, sterk- ur, snarráður og kappsamur. Hann var ekki nema 16 ára gamall, þegar hann byrjaði að keppa í 1. flokki (þ. e. meistaraflokki), og innan við tvítugt, þegar hann lék sinn síðasta leik. Á því tímabili sigraði Fram í öllum mót- um nema þremur. Árni var áreiðanlega ekki síztur kappliðsmanna í Fram, þótt ungur væri. Hann hafði yndi af knattspyrnu, og hann hefði vissulega ekki lagt hana á hilluna, ef hann hefði ekki farið af landi burt áður en hann var búinn að ná fullum þroska. Árni var auk þess ágætur félagi og hrókur alls fagnaðar. Það var félaginu mikill hnekkir, að atvikin skyldu haga því þannig, að hann hvarf svo snemma úr kappliðinu. Hann hafði alla burði til þess að komast í fremstu röð, og nú mundi það þykja ekki lítið afrek að hafa átt þátt í að vinna 11 mót af 14 (líklega 12 af 15) í meistaraflokki innan við tvítugt. Vorið 1918 skildu nokkrir ungir menn, allir innan við tvítugt, við félag sitt, Víking, og gengu í Fram. Sumir þeirra áttu eftir að setja 46 FRAMBLAÐIÐ

x

Framblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framblaðið
https://timarit.is/publication/1467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.