Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 22

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 22
20 H V ö T um allt þetta kvenfólk og kalda sjó- menn, enda þótt alvanur væri í „síldarbranza“. Sjómennimir voru fljót- ir að fylla síldarkassana og brátt hófst vinnan með atgangi þeim, er ætíð ein- kennir síldarsöltun. Ég fékk það starf í þessari fyrstu törn sumarsins að bera saltið í síldar- trogin. Það var ægikraftur á stelpun- um þessa ágústnótt, og við planfélagar fengum því nóg að starfa. Kvenfólkið má sín jafnan mikils, og á síldarplönum er það hið ríkjandi afl. Allur gangur miðast við afköst þess og augnatillit. Hýr bros og léttur hlátur síldarmeyja liafa jafnaii reynzt þreyttum planpilt- um mestur aflgjafi og andleg smurning. Um níuleytið næsta morgun var nokk- uð af mér degið, enda í engri vinnu- þjálfun. Það voru vissulega mikil viðbrigði að koma rakleitt úr Revkjavíkuriðju- leysi í Raufarhafnarpúl, því hvergi er meira né betur unnið á íslandi um síld- artímann en á Raufarhöfn. Ég þrauk- aði af þetta 16 tíma stril við sæmileg- an orðstír og allgóðan miðað við að- stæður: Vistarvera okkar planfélaga var góð, sii bezta, sem ég hef dvalið í á söltun- arstöð. Ráðskonan reyndist vel, enda forkur dugleg. Við vorum 3 saman í herbergi, 2 synir söltunarstjórans og ég. Herbergið var vel og laglega málað, og í því var útvarp, en það þvkir lúxus í íbúð óbreyttra síldarstráka. Ráðskonan hélt herberginu hreinu og bjó um rúmin, og þótti mér gott að losna við slíkt leiðindaverk. Þegar ég hafði sofið úr mér þreytu þessa fyrsta h'kamlega erfiðis ársins, þá fannst mér, sem ég inyndi fær í flestan sjó. Næstu daga stælti ég kraftana við að stúa (stafla) tunnum, en það er erfitt verk, einkum í byrjun. Það kom sér líka betur að vera líkam- lega og andlega hress, því æði var hann dökkur í ál erfiðis og vöku í lok fvrstu vikunnar. Á fjórða degi komu nokkur skip með síld, Vestmannaeyja-Helgi með 200 ' tunnur og önnur með slatta. Þá var ég settur í að aka tunnunum frá stúlkunum, hvað ég liafði ætíð á liendi síðan, er söltun var. Þetta verk er í því fólgið að aka þeim tunnum, sem búið er að salta í, á sérstakan stað á planinu og Iáta stúlkurnar hafa merki fvrir hverja ísaltaða tunnu. Tunnun- um er ekið á „apparati“ með löngum örmum og litlum hjólum. Það nefnist „trilla“. En merkjaafhendingin fer þannig fram, að maður lætur málm- plötu, á stærð við tveggeyring, í stíg- vél, brjóst-, pils- eða buxnavasa síldar- stúlkunnar. Bezt var mér við brjóst- vasana, því þægilegast var að láta merk- in þar, næstbezt við stígvélin. Sú liirzla gerði mér þó æði brogað Hfið, ég þurfti að beygja mig mikið, og svo var það blygðunin samfara uppflettingu síldarpilsanna, því suin stígvélin voru há. Til að fyrirbyggja misskilning vil ég geta þess, að engin náðu upp fyrir bné. Verst var mér við buxnavasana, sökum þess að í tvö skipti, þegar mikið var að gera og æði á okkur ökumönn- uin, þá lenti ég fram hjá liinum rétta vasa og inn á stúlkurnar berar. Þær skærktu þýðlega. Á mig kom svo mikið fát við þessa annarlegu snertingu, að ég missti merkið, en þær höfðu meira erfiði en ella við að ná því. Aðstaðan á planinu var erfið, fremur

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.