Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 11

Hvöt - 01.02.1950, Blaðsíða 11
H V Ö T 9 ig má þetta ekki ganga lengur. Nti er að rofa í lofti og votta fyrir aftureld- ingu nýrra og bjartari tíma, |)ar sem trúin á lífið, hið þroskaða, þroskandi og göfgandi líf, nýtur sín. Trúin á efnið eitt, hin steinrunna efnishyggja, er trú á sjúkdóma, en sjúk- dómar eru spor í áttina til dauða og hrömunar. Náttúmlækningastefnunni liefur verið borið á brýn, að hún væri trúboð. Þetta er alveg rétt. Stefnan boðar trú á lífið og fullkomnun þess, þroska og göfgi. En lieilbrigði og jafnvægi líkamans og beilbrigði sálarlífsins þarf að fara saman. Líkaminn cr musteri andans. Það þarf umfram allt að vera hreint, svo að andinn njóti sín. Líf mannanna þarf að gera svo fagurt, sem kostur er á, og líkamann jafnframt svo hraustan, sem unnt er. . Með náttúrlegri og lifandi næringu má þetta takast. 1 raun og veru eru sjúkdómar óþarfir. Þeir stafa all-oftast af orsökum, sem unnt er að koma í veg fyrir og hindra. Takmark lífsins er óneitanlega vaxandi þroski, en ekki sjúkdómar. Manninum er meðfætt ónæmi gegn sjúkdómum. Það, sem lækn- ar kalla ofnæmi, er í flestum tilfell- um mettun líkamans af óbreinum efn- um. Fyrir tæpum tug ára lézl í Sviss aldr- aður læknir, Bircher-Benner að nafni, einn hinn helzti postuli náttúrulækn- ingastefnunnar. Er hann hafði verið aðeins fá ár læknir, var hann eitt sinn kallaður að sjúkrabeði konu, sem kom- in var að dauða vegna algerðrar líkams- bilunar. Gekk erfiðlega að ráða bót á sjúkdómi bennar. Maður einn, sem Bircher-Benner átti tal við um sjúkdóm þennan, réð honum þá til að reyna hráar jurtir og ávexti eða safann úr þeim. Maður þessi hafði hyllzt að lær- dómskenningu gríska heimspekingsins Pvthagorasar (á 6. öld f. Kr.) um lif- andi jurtanæringu. Svo fór, að sjúkl- ingnum batnaði með þessu móti að fullu og var þó áður talinn ólæknandi. Sama varð raunin á um marga menn, sem öðrum læknum tókst ekki að bjarga. Skömmu áður en síðari lieimsstyrj- öldin skall yfir, var Bircher-Benner boð- ið til London til fyrirlestrarhalds um náttúrulækningar. í veizlu, sem hon- um var lialdin, mælti Sir Robert McCar- rison, sá heimsfrægi manneldisrannsókn- ari, fvrir minni Bircher-Benners á þessa leið: „Vér lifum á tímum mikilla vís- iudalegra framfara á öllum sviðum læknisfræðinnar, og samt sem áður fjölg- ar sjúklingum og sjúkdómum, sjúkra- húsum og læknislyfjum, svo að mönn- um verður á að spyrja, hvort engin leið sé út úr sjúkdómaöngþveitinu. Eu Bircher-Benner læknir vísar oss veginn.- Hann er einn hinna fáu starfandi lækna, sem hafa allan heiininn að starfssviði“. Kenning Bircher-Benners er í stuttu máli á þessa leið: I hverjum manni er til staðar sjálf- virk, göfug og máttug vizka, þótt ósýni- leg sé vorum augum. Þessari vizku get- ur tekizt einni að viðhalda heilsu vorri og endurbæta hana. Starf hennar lýsir sér í fullkomnu samræmi við hið eilífa lífslögmál, sem birtist f líkamlegu sem andlegu jafnvægi. Þessi vizka er einföld og blátt áfram, en hún lætur ekki að sér hæða, engum líðst óhegnt að brjóta gegn lögum hennar. Líf, sem lifað er undir handleiðslu þessarar innbomu vizku og í samræmi við lögmál lífsins,

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.