Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 13

Hvöt - 01.02.1951, Blaðsíða 13
H V Ö T 11 um, auk þess hefur það notið stuðnings bindindismamia utan skól- anna, og þó hefur þetta ekki tekizt. Við margt er að stríða. Fyrst og fremst almenningsálitið. Styður almennings- álitið bindindi? Nei, ekki almennt, en kannske vill það hafa það innan skól- anna. Viðhorf æskunnar eru oft spegil- myndir viðhorfa fullorðna fólksins og viðhorf þess eru skipt um bindindi, og meðan svo er getur enginn krafist þess eða ætlast til þess, að æskan sé óskipt um þetta mál né önnur. Þá má einnig ásaka marga skólastjóra og alh of marga kennara fyrir enga eða verra en það, neikvæða handleiðslu æskunnar í bindindismálum. Hér hefur sagan endurtekið sig. Áhugamenn um íþróttir, um 1912, gátu ekki fellt sig við yfirstjórn íþróttamála (stofnað 1907) vegna hinna fjölþættu málefna þess, og þar á meðal bindindi, og stofnuðu því samband, sem vann að íþróttum eingöngu (1. S. í. 1912). Til eru ungmennasambönd, sem halda fast við bindindisheitið (t. d. Ums. Eyjafjarðar), og á sambandssvæði þeirra eru ungmennafélög, sem vilja ekki ganga undir bindindisheitið og standa því utan samtakanna. Þó að einstök ungmennasambönd hafi haldið fast við bindindisheitið, varð Ungmemiafélag Islands að slaka á bindindismálunum (1938). Falla frá bindindisheiti, en lieita því aftur á móti að vinna að útrýmingu skað- nautna úr landinu. Svipuð ákvæði hafði I. S. I. í lögum sínum frá 1943, en 1948 voru þau felld úr lögum þess. Eru þetta ekki nóg dæmi um viðhorf fólksins, meira að segja samtakanna, sem æskan starfar í, svo að þarf þá nokkur að furða sig á eða lineykslast á því, að skólaæskan liafi skiptar skoð- anir um bindindismál og stofni sam- tök sín á milli um íþróttir einar? Ég er sannfærður um, að skólaæskan hefur stigið rétt spor. Ég þykist sjá fram á, að störfin verða meiri og markvissari. Samband bindindisfélaga í skólum eflir störf íþróttanefndar sinn- ar, og íþróttabandalagið mun hafa nána samvinnu við S. B. S. og mun með íþróttastörfum sínum vinna gegn „skaðnautnum“. Hið frjálsa framtak skólanemenda um íþróttir á mörg verkefni fyrir höndum, t. d. veit ég, að það á eftir að koma á frjálsum íþróttaiðkunum innan skólanna um skólaíþróttamerki, en í því starfi eiga allir skólanemend- ur að geta verið virkir, ekki aðeins fámenn skólalið. Uppistöður þess að geta áunnið sér rétt til skólaíþrótta- merkis verða: Alhliða líkamsfærni (kemur fram í sundi). Heilbrigð og styrk innri líffæri (kemur fram í þolgöngu eða þol- hlaupi). Snerpa (stökk, spretthlaup). Afl (glíma, fimleikar og köst). Mýkt (fimleikar, stökk). En um þetta fæ ég vonandi tæki- færi til þess að ræða nánar síðar. Ég þakka og met mikils skilning Sambands bindindisfélaga í skólum á íþróttum, og ég vona, að íþróttabanda- laginu takist eigi miður, og að því megi einnig auðnast að efla skóla- æskuna til þess að vera viðbúna hin- um ýmsu viðhorfum lífsins, og þar á meðal að standast áleitni skaðnautn- anna. Q

x

Hvöt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hvöt
https://timarit.is/publication/1472

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.