Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 2
Lög heimila ekki að
veittur sé afsláttur af fast-
eignasköttum.
Veður
Norðvestan 8-15 m/s norðaustan
og austantil en norðan 5-10 í
öðrum landshlutum. Áfram rigning
norðaustanlands fram eftir degi
en bjartviðri í öðrum landshlutum.
Lægir með kvöldinu. Hiti 2 til 8 stig
að deginum. SJÁ SÍÐU 16
Bíða skimunar
Langar raðir mynduðust við húsakynni Heilsugæslunnar á Suðurlandsbraut í gær þar sem sýnataka fer fram um þessar mundir. Vanalega eru þar
tekin um 400 sýni á klukkustund en í gær var stefnt á að sú tala yrði 600. Tvær raðir mynduðust. Annars vegar fyrir þá sem voru á leið í sýnatöku
vegna einkenna og hins vegar vegna þeirra sem eru að losna úr sóttkví. Raðirnar teygðu sig upp í Ármúla þegar mest var. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÆGSTA VERÐIÐ Í
ÖLLUM LANDSHLUTUM
OG ÓDÝRASTA ELDS-
NEYTI LANDSINS Á
DALVEGI, REYKJAVÍKUR-
VEGI OG Á MÝRARVEGI,
AKUREYRI
SKILYRÐISLAUST
Orkan – Ódýrt fyrir alla
SAMFÉLAG „Ég hef alltaf verið dálítið
dugleg að hreyfa mig og sérstaklega
núna upp á síðkastið,“ segir Aðal-
heiður Einarsdóttir, 96 ára íbúi á
hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akur-
eyri og sigurvegari í alþjóðlegri
hjólakeppni eldri borgara, Road
Worlds for Seniors.
Um 120 lið, víðs vegar að úr heim-
inum, tóku þátt í keppninni í ár og
hjóluðu þátttakendur á þrekhjólum
fyrir fram sjónvarpsskjá þar sem
þeir gátu valið úr fjölda landa til að
„hjóla í“. Aðalheiður hjólaði lengst
allra keppenda á Íslandi og varð í
sjötta sæti á heimsvísu, en hún hjól-
aði 832 kílómetra á 20 dögum. Snjó-
laug Jóhannsdóttir hjólaði næst-
mest, 725 kílómetra, og systurnar
Áslaug og Hjördís Kristjánsdætur
hjóluðu 450 og 475 kílómetra.
Lið Hlíðar náði þeim frábæra
árangri að verða í þriðja sæti keppn-
innar með yfir níu þúsund hjólaða
kílómetra. Lið frá Osló hreppti
sigursætið og lið frá Kanada annað
sætið. Í karlaflokki var mjótt á mun-
unum en þeir Snæbjörn Pétursson,
Torfi Leósson og Bogi Þórhallsson
hjóluðu allir 670 til 680 kílómetra
og deila fyrsta til þriðja sæti.
Aðalheiður segist vera í fínu formi
þrátt fyrir háan aldur og að hjól-
reiðakeppnin hafi verið frábær leið
til að dreifa huganum í heimsfar-
aldrinum sem nú gengur yfir. „Við
erum í mikilli einangrun hérna og
það er lítið við að vera svo þetta var
góð leið til að stytta daginn,“ segir
hún.
„Ég er farin að sjá svo rosalega illa
að ég get ekki lengur dundað mér
við handavinnu og lestur eins og ég
var vön að gera svo maður er farinn
að sakna þess að komast í bingó og
annan félagsskap sem var í boði
hér,“ segir Aðalheiður.
Þá segist hún ekki muna eftir
öðrum eins tímum og þeim sem við
lifum á nú, á sinni löngu ævi. „Þetta
er ólíkt öllu því sem ég man og þetta
eru rosalega miklar breytingar í alla
staði. Ég man eftir umgangspestum
þegar ég var að alast upp en það var
ekkert í líkingu við þetta.“
Hún segist þakklát fyrir að vera
við góða heilsu og telur hreyfingu
mikilvæga. „Ég hef ekki alltaf verið
svona heilsuhraust, ég fékk til
dæmis óvænt hjartaáfall fyrir sex-
tán árum, þá 80 ára og ég var dálítið
léleg svona um tíma á eftir en ég er
búin að jafna mig,“ segir Aðalheiður
sem hyggst halda áfram að hjóla
þrátt fyrir að keppninni sé lokið.
„Ég var að hjóla í svona tvo tíma
á dag í keppninni en ætla að hjóla
tvisvar sinnum í viku. Ég er löngu
búin að ákveða það að ég tek þátt
aftur á næsta ári. Þá verð ég 97 ára.“
birnadrofn@frettabladid.is
Sigraði í alþjóðlegri
hjólakeppni 96 ára
Aðalheiður Einarsdóttir, 96 ára, segir hreyfingu mikilvæga og hjólakeppnina
góða leið til að dreifa huganum í heimsfaraldrinum. Hún lagði að baki 832
kílómetra í keppninni og hefur ákveðið að taka þátt í henni á ný að ári.
Aðalheiður segist ekki muna eftir öðrum eins tímum og nú. MYND/AÐSEND
SKATTAMÁL Hafnarfjarðarbær má
ekki veita afmörkuðum hópi tekju-
lágra einstaklinga og fjölskyldna í
bænum afslátt af fasteignaskatti á
fjárhagsárinu 2021. Þetta kemur
fram í svari Sigríðar Kristinsdóttur
bæjarlögmanns við fyrirspurn frá
bænum.
Bærinn vildi athuga hvort heimilt
væri að veita afslátt af fasteigna-
skatti en svarið var skýrt. Lög heim-
ili aðeins að sveitarstjórnir megi
lækka eða fella niður fasteignaskatt
sem tekjulitlum elli- og örorkulíf-
eyrisþegum er gert að greiða. Ann-
ars gildir stjórnarskrárákvæðið
„Engan skatt má á leggja né breyta
né af taka nema með lögum.“ – bb
Engan afslátt
til tekjulágra
COVID-19 Stjórnendur Réttarholts-
skóla hafa beðið foreldra að senda
börn með andlitsgrímur í skólann.
Er þetta eini grunnskóli Reykja-
víkur sem ákveðið hefur að ganga
lengra en reglur borgarinnar og
sóttvarnayfirvalda segja til um.
Í bréfi sem sent var til foreldra og
forráðamanna í gær kemur fram
að þeir sem ekki eiga grímur geti
fengið þær í skólanum. Keyptar
voru grímur í vor og fleiri í haust.
Flestir kennarar og starfsfólk
muni ganga með grímur og þar að
auki verði skólinn loftræstur vel.
Þetta sé áhrifarík leið til að draga
úr smithættu og minnka hættuna
á að skólastarfið raskist. Er vísað
til þess að Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin mælist til þess að tólf ára
börn og eldri séu meðhöndluð eins
og fullorðnir.
Ekki er um eiginlega grímuskyldu
að ræða og nemendum verður ekki
vísað heim án grímu. Ljóst er þó að
Réttarholtsskóli gengur lengra en
aðrir skólar hvað þetta varðar. – khg
Fara fram á að
börn komi með
grímu í skólann
Frímínútur í Réttarholtsskóla.
Vísað er til þess að
Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin segi tólf ára og
eldri eigi að meðhöndla eins
og fullorðna.
9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð