Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 11
Í DAG Þórlindur Kjartansson Í Ostóber er tími til að njóta osta. Gæddu þér á þínum uppáhaldsostum, smakkaðu nýja og prófaðu spennandi uppskriftir á gottimatinn.is, þar sem íslenskir ostar koma við sögu. Íslenskir ostadagar í október Þegar Franklin D. Roosevelt sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar 1933 mælti hann hin frægu orð að það eina sem við hefðum að óttast væri hræðslan sjálf. Ástand heimsins var þá með þeim hætti að það var sannarlega fjölmargt sem full ástæða var til þess að hafa áhyggjur af, jafnvel óttast. Það gæti því hafa virkað fremur einfeldn- ingslegt og jafnvel kæruleysislegt að segja við bandarísku þjóðina, sem var stödd mitt í djúpri kreppu, að hið eina sem þyrfti að óttast væri ekki „raunverulegar“ ógnir heldur hugarástand. En Roosevelt var ekki svo mikil Pollýanna að halda að hann gæti með orðkynngi töfrað á brott aðsteðjandi hættu. Skilaboðin voru miklu dýpri en það—og snéru annars vegar að því að óttinn eigi ekki erindi við stýrið þegar vá ber að garði; en einnig að ekki sé hægt að afskrifa óttann sem eitthvað óáþreifanlegt til- finningalegt vandamál. Þetta sagði hann: „Leyfið mér fyrst af öllu að halda fram þeirri bjarg- föstu trú minni að hið eina sem við höfum að óttast er...óttinn sjálfur—óáþreifanlegur, órök- réttur og óréttlætanlegur ótti sem lamar alla viðleitni til þess að snúa undanhaldi í framrás.“ Yfirvegun, hræðsla og reiði Undanfarið hefur stemmningin gagnvart sóttvarnaráðstöfunum vegna COVID-19 byrjað að þróast með varhugaverðum hætti hér á landi. Þó er örugglega rétt að sam- staðan sé það sem síst megi glatast í því langhlaupi sem fram undan er. Það er nefnilega örugglega betra að nánast allir séu tilbúnir að hlíta hóflegum aðgerðum til langframa heldur en ef einungis hluti sam- félagsins fer eftir mjög íþyngjandi leiðbeiningum. Flestir sýna yfirvegað æðruleysi, hlusta með þolinmæði á leiðbein- ingar og fyrirmæli. Eru ekki með vesen. Kannski ekki endilega alltaf sammála, en kunna ágætlega að gagnrýna án þess að grafa undan samstöðu. En annar hópur er mjög hræddur. Stöðugur (og oft óvand- aður) veirufréttaflutningur hefur ekki hjálpað þeim sem eru skelfdir að finna sálarró. Því miður spila fjölmiðlar víða um heim á þennan vaxandi ótta, því smellum á vef- síðurnar fjölgar eftir því sem fólki líður verr. Taugaspenna um nýjar tölur, nýjar fréttir, ný minnisblöð og ný eftirköst duga langt til þess að æra þá sem eru óstöðugir vegna ástandsins. Þeir sem eru mjög hræddir við glíma við erfiðar til- finningar sem geta orðið skaðlegar ef þær eru ríkjandi til langframa. Það er vond tilfinning að vera hræddur og vita ekki hvernig maður geti brugðist við ógn sem maður telur að steðji að sér. Fólk sem glímir við mikinn ótta á því mjög erfitt með að horfast í augu við að við þurfum örugglega að „lifa með veirunni“ í umtalsverðan tíma. Þriðji hópurinn eru einstakling- ar sem finna til vaxandi reiði yfir að gripið sé til mjög harkalegra aðgerða til þess að stemma stigu við smitsjúkdómi sem er ekki eins hættulegur og óttast var í fyrstu. Þeir sem eru mjög reiðir yfir sótt- varnaráðstöfunum glíma líka við vanlíðan og vonleysi; þótt það sé Forðumst bæði ótta og reiði  á öðrum forsendum. Þessi hópur á erfitt með að horfast í augu við að við þurfum að búa við að veiruvarnir hafi einhver áhrif á líf okkar um langa hríð. Með hugrekki að vopni Hræðsla og reiði eru gagnlegar og skiljanlegar tilfinningar við ákveðnar aðstæður. En þær eru líka þrúgandi og skaðlegar til langs tíma. Móteitrið gegn báðum þessum tilfinningum er vel þekkt—og það er það sem Roose- velt ýjaði að í ræðunni frægu. Mótefnið heitir hugrekki, og það hjálpar mönnum að horfast af vaxandi yfirvegun í augu við erfið verkefni og koma í veg fyrir að þau heltaki tilveruna. Fyrir íslenskt samfélag væri mikil blessun ef yfirvegað hug- rekki, en ekki ótti eða reiði, ræður för næstu misseri þegar taka þarf vandasamar ákvarðanir um jafnvægi frelsis og öryggis. Með hugrekki horfumst við í augu við aðsteðjandi hættu, f lýjum ekki af hólmi, förum ekki á taugum en gerumst ekki heldur sek um kæru- leysi eða fíf ldirfsku. Með hugrekki getum við talað við þá sem sjá hlutina í öðru ljósi, nálgast hvert annað af nærgætni og virðingu— og með hugrekki getum við skipst á skoðunum án þess að gera hvert öðru upp heimsku eða illar hvatir. Það þarf hugrekki til þess að standa á sínum skoðunum og til þess að skipta um skoðun. Og hugrekki hjálpar okkur bæði að lifa lífinu og mæta dauðanum; og hvorugt verður algjörlega umflúið, lífið eða dauðinn. Þegar öllu er á botninn hvolft þá er eitt sem er algjörlega öruggt í þessari baráttu milli mannsins og veirunnar: Veiran er dæmd til bíða ósigur. Sameiginlegt verkefni okkar er að tryggja þann sigur með sem minnstum tilkostnaði. Til þess þarf hugrekki. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.