Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 30
Vorhús hefur ávallt lagt upp með hönnun á fjölbreyttum vörum sem henta breiðum aldurshópi. Vinsælustu og þekkt- ustu vörurnar eru kaffibollar sem skarta bæði Garðveislumynstri Sveinbjargar, er samanstendur af reyniviðarlaufum, berjum og þröstum; og einnig Hrafnamynstr- inu. Jafnframt hafa handklæði, ullarteppi og ilmkerti verið afar vinsæl, sér í lagi þegar kemur að jólagjöfum fyrirtækja. „Við höfum jafnvel fengið þakk- arpósta frá mannauðsstjórum sem segja okkur frá því að sjaldan hafi vali á jólagjöf verið jafn vel tekið. Þetta er afar dýrmætt fyrir okkur að heyra, því að það getur oft verið erfitt að finna gjafir sem henta öllum,“ segir Eydís Ólafsdóttir, markaðs- og sölustjóri Vorhúsa og einn af hönnuðum fyrirtækisins. Hún bætir við að fyrirtækið vandi afar vel til verks við innpökkun til að starfsmenn fái fallega pakka sem gaman er að opna. Vorhús hafa átt í góðu samstarfi við önnur íslensk fyrirtæki og má þar nefna Súkkulaðikaffihús Fríðu og Primex, ChitoCare frá Siglu- firði. „Við bjóðum því upp á margs konar vörur í fyrirtækjagjafirnar. Þá má til dæmis velja saman hand- klæði frá Vorhúsum með handá- burði eða húðkremi frá ChitoCare eða kaffibolla frá Vorhúsum og súkkulaðiplötu frá Fríðu í jóla- pakkann.“ Ný vefverslun auðveldar fyrirtækjum jólagjafakaupin Vorhús eru að leggja lokahönd á sérstaka vefverslun fyrirtækja þar sem gjafakaup eru gerð einfaldari og aðgengilegri. „Við höfum fundið fyrir breyttum áherslum fyrir- tækja í gjafamálum og vildum einfalda þeim aðgengi að flottum gjafapökkum og þægilegu pönt- unarferli. Þú sækir einfaldlega um aðgang í nafni fyrirtækis á vor- hus. is, undir f lipanum fyrirtækja- gjafir. Svo má skoða ýmsar tillögur að gjöfum og fá tilboð í kaupin. Þetta sparar tíma, bæði hjá okkur og fyrirtækjastjórnendum við að finna réttu gjafirnar hverju sinni.“ Horft til nærumhverfisins á faraldurstímum Á tímum efnahagsþrenginga sem ganga nú yfir er mikilvægt að fyrirtæki styðji við innlenda verslun, framleiðslu og rekstur. „Ég held að allir Íslendingar geri sér grein fyrir því að ástandið bitnar á fjölbreyttum rekstri og starfsemi. Því sé enn mikilvægara að standa vörð um íslensk fyrirtæki og halda tryggð við þau í gjafakaupum fyrir jólin. Ég held líka að starfsmenn kunni vel að meta gjafir sem koma frá innlendum aðilum og hönn- uðum, en það var einmitt raunin árin eftir efnahagshrunið fyrir um áratug. Við þurfum að standa saman sem samfélag. Þess vegna hafa Vorhús lagt aukna áherslu á samvinnu við önnur íslensk fyrir- tæki á árinu. Þá komum við með nýjungar núna fyrir jólin sem eru hannaðar og framleiddar alfarið hér á landi.“ Spennandi nýjungar í ár Ný og spennandi jólalína Vor- húsa kemur í sölu í lok október og byrjun nóvember og kallast Einiber. Hönnuður línunnar er Eydís Ólafsdóttir. „Einiber vísar til jólalagsins Göngum við í kringum Gleði fylgir hverri gjöf Íslenska fyrirtækið Vorhús fram- leiðir vinsælar vörur sem Íslendingar þekkja. Vörurnar hafa fengið góðar viðtökur hjá starfsfólki fyrirtækja. Sigríður Haraldsdóttir til vinstri og Eydís Ólafsdóttir til hægri. Báðar eru hönnuðir hjá Vorhúsum og kynna nú glænýjar og spennandi línur. Garðveislulínan frá Vorhúsum er glæsileg og á við allt árið um kring. Hrafnalínan er sígild og er vörulínan fjölbreytt, allt frá handklæðum og ilm- kertum yfir í kaffibolla, fylgidiska og ullarteppi. ChitoCare handkremið er íslensk vara og sómir sér vel í jólapakka með fallegu handklæði frá Vorhúsum. Fjallalínan sígilda fæst meðal annars á ferðabollum. Jólalínan Eini- ber frá Vorhús- um er hátíðleg og falleg. Hönn- uður línunnar er Eydís Ólafsdótt- ir en línan vísar til jólalagsins „Göngum við í kringum eini- berjarunn“. Villiblómalínan heillar sumarlegar sálir. einiberjarunn, sem er mörgum Íslendingum hjartfólgið.“ Línan inniheldur viskustykki, servíettur, skurðarbretti og viðarbakka. Jafn- framt kemur í sölu jólaórói úr tini og pappírsklipp af kramarhúsi sem er skemmtileg nýjung og hentar vel um jólin á jólatréð eða í gluggann. Önnur ný hönnunarlína kemur úr smiðju Sigríðar Haraldsdóttur og nefnist Villiblóm. Línan er unnin út frá villtum blómum í íslenskri náttúru þar sem einblínt er á fegurðina í hinu smáa. Línan inniheldur viskustykki, servíettur, skurðarbretti og viðarbakka sem koma í sölu núna fyrir jólin. En ætlunin er að Villiblómalínan teygi úr sér í f leiri vörugerðir á nýju ári. Að sögn Sigríðar er íslensk náttúra svo fjölbreytt og skemmtileg að hún hefur getað unnið fjölda mynstra úr íslensk- um villiblómum. Sérhannað og sérsmíðað jólatré kemur svo úr smiðju Vorhúsa í ár. Jólatréð er um 130 cm á hæð, kemur í f lötum pakka og er framleitt að fullu norðan heiða í Eyjafirði. „Það kemur ósamsett og er bæði auðvelt og skemmti- legt að púsla saman. Það þarf ekki einu sinni eina skrúfu!“ segir Eydís. Jólatréð var upprunalega hannað fyrir sýningu í París fyrir nokkrum árum og hefur eftir það verið notað til skrauts í verslun Vorhúsa. „Við fáum reglulega fyrir- spurnir frá viðskiptavinum um að fá að kaupa þetta jólatré en höfum aldrei framleitt það til sölu fyrr en nú.“ Jólatréð verður framleitt í tak- mörkuðu upplagi og verður ein- göngu til sölu í verslun Vorhúsa og í vefverslun. Þá verður jafnframt hægt að sérpanta það í magni óski fyrirtæki eftir því. Íslenskt hönnunarhús sem byggir á sterkum grunni Íslenska hönnunarhúsið Vorhús var upphaflega stofnað af Svein- björgu Hallgrímsdóttur fyrir tólf árum en skipti um nafn fyrir þrem- ur árum því f leiri hönnuðir komu að rekstri og hönnun varanna. Vor- hús hafa framleitt og selt yfir 500 vörutegundir á ferlinum og alla tíð státað af vandaðri og fjölbreyttri hönnun og úrvali fyrir fagurkera og falleg heimili. Vorhús starfa með fjölbreyttum hópi innlendra og erlendra framleiðenda, sem allir eru með vottanir fyrir umhverfisvæna framleiðslu. Vorhús hafa jafnframt átt gott samstarf við fjölbreytt fyrirtæki um gjafir og býr því að mikilli reynslu í þeim málum. „Við bjóðum upp á fría innpökkun og sendingarkostnað til fyrirtækja sem kaupa starfsmannagjafir hjá okkur. Með aðgangi að vefverslun fyrirtækja á vorhus.is eru kaupin einföld og aðgengileg fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Það ættu öll fyrirtæki að finna hent- ugar gjafir hjá okkur, fyrir allan starfsmannahópinn,“ segir Eydís að lokum. Nánari upplýsingar á vorhus.is 12 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.