Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 56
Iðunn og afi pönk er ný barna-bók eftir Gerði Kristnýju. Spurð um söguþráðinn segir Gerður: „Iðunn er ellefu ára stelpa sem verður fyrir þeirri ógæfu að nýja hjólið hennar hverfur. Foreldrar hennar eru farin í ferðalag og afinn á að gæta hennar á meðan. Hann hefur hins vegar meiri áhuga á lúsmýi og pönki en týndum reiðhjólum svo það er erf- itt að virkja hann í leitinni. Síðan kemur limbódrottning við sögu og pönkhljómsveitin Brigsl.“ Gerður segir að líklegt sé að fleiri sögur um Iðunni verði til. „Ég vona að mér takist að skrifa framhald. Það er gaman að fást við sögu fyrir íslensk börn úr rammíslenskum samtíma. Nú þegar pönkararnir eru komnir á miðjan aldur er líka gaman að velta því fyrir sér hvernig ömmur og afar þeir eru, hvort þeir spili eitthvað annað en Ramones fyrir barnabörnin. Mér fannst það aðkallandi spurning sem nauðsyn- legt væri að kryfja í skáldsögu.“ Aðrar hliðar Gerður hlaut á sínum tíma Bóka- verðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu, Bóksalaverðlaunin fyrir Garðinn sem og Vestnorrænu barnabókaverðlaunin og leikrit var gert eftir bókaf lokki hennar um forsetann á Bessastöðum. Spurð hvort þessi barnabók sé öðruvísi en þær sem hún hefur skrifað áður segir hún: „Barnabækurnar mínar eru af ýmsum toga. Draugasagan Garðurinn og Dúkka voru í alvar- legri kantinum en meiri fíf lalæti í þríleiknum um Ballið á Bessastöð- um. Iðunn og afi pönk eru meira í Bessastaðaandanum. Mér finnst ég geta sýnt aðrar hliðar á mér sem rithöfundur í barnabókunum en í fullorðinsbókunum og stundum hef ég þörf fyrir það.“ Rétti maðurinn í verkið Halldór Baldursson gerir mynd- irnar en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann myndskreytir barna- bækur Gerðar. „Ég er mjög hrifin af teikningum Halldórs. Hann myndskreytti líka Ballið á Bessa- s t ö ð u m og fyrstu barnabókina mína Mörtu smörtu. Þar sem Halldór er af íslensku pönk- kynslóðinni var hann rétti maðurinn í verkið. Ég vissi að hann næði fram þeim innri djöflum sem ólmast innra með öllum sönnum pönkurum.“ Gerður á tvo syni en segist ekki prófa barnabækur sínar á þeim. „Ég hef markvisst reynt að blanda ekki sonum mínum í mín störf, ekki frekar en ég elti pabba minn í uppskurði þegar ég var krakki.“ Skáldsaga og ljóðabálkur Á þessum árstíma eru barnabóka- höfundar venjulega á útopnu við að lesa úr verkum sínum. „Ég er bókuð í alls kyns fyrirlestra og upplestra í haust, á bókasöfnum, í skólum og á vinnustöðum. Hvort af þeim verður veit ég hins vegar ekki fyrr en á hólminn er kominn. Ég hef, eins og aðrir, tippexað heilu hátíðirnar, veislurnar og upplestrana af daga- talinu þetta árið,“ segir Gerður. Spurð að hverju hún sé að vinna núna segir Gerður: „Ég er komin nokkuð áleiðis í skáldsögu fyrir full- orðna en er líka að semja ljóðabálk sem gerist norður á Ströndum. Þess vegna dvaldi ég á Hólmavík í sumar í leit að minni innri urtu. Það gekk betur en ég átti von á.“ Meira pönk! Meiri fíflalæti! Gerður Kristný sendir frá sér nýja barnabók, Iðunn og afi pönk. Hún segir líklegt að framhaldsbók verði til. Er núna að vinna í skáldsögu fyrir fullorðna og ljóðabálki. Hópur gjörningalistamanna sem kallar sig Sunday Seven verður með gjörningadag- skrá á netinu, sem verður meðal annars streymt á artzine.is vefrit- inu. Dagskrána kalla þau 10 10 2020. Meðlimir Sunday Seven eru: Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Ásta Fann- ey Sigurðardóttir, Darri Lorenzen, Ingibjörg Magnadóttir, Magnús Logi Kristinsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ásmundsson og Styrmir Örn Guðmundsson. Laugardagskvöldið 10. október klukkan 20.00 að íslenskum tíma verður gjörningunum streymt frá Berlín, Hannover, Helsinki, Reykja- vík og sænsku og frönsku sveitinni á vegg hópsins á Facebook og á list- veftímaritið artzine.is. Gjörningar á netinu Snorri Ásmundsson er meðal lista- manna sem verða með gjörning á netinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Útskriftarsýning meistara-nema í myndlist frá Lista-háskóla Íslands árið 2020 verður opnuð í Nýlistasafninu laugardaginn 10. október undir yfirskriftinni Forðabúr – Supply. Sýnendur eru Guðrún Sigurðar- dóttir, Hugo Llanes, Lukas Bury, Mari Bø, María Sjöfn, Nína Óskars- dóttir, Sabine Fischer og Sísí Ing- ólfsdóttir. Sýningarstjóri er Hanna Styrmisdóttir Sýningin sem stendur til sunnu- dagsins 22. nóvember er jafnframt lokaviðburður Útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands 2020 sem teygir sig að þessu sinni yfir sex mánuði. Útskriftarsýning í Nýlistasafninu Hanna Styrmisdóttir sér um sýningarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Dagskráin er eftirfarandi: 20.00 - Snorri Ásmundsson 20.20 - Magnús Logi Kristinsson 20.40 - Sigtryggur Berg Sigmarsson 21.00 - Darri Lorenzen 21.20 - Ásta Fanney Sigurðardóttir 21.40 - Ingibjörg Magnadóttir 22.00 - Styrmir Örn Guðmundsson Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is „Ég vona að mér takist að skrifa framhald,“ segir Gerður. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ÞAÐ ER GAMAN AÐ FÁST VIÐ SÖGU FYRIR ÍSLENSK BÖRN ÚR RAMM­ ÍSLENSKUM SAMTÍMA. 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.