Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 26
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@frettabladid.is Ég fór að sjálfsögðu inn á netið á aðfangadagskvöld og sló kóðann inn. Þá birtust þrjár jólagjafir sem hægt var að velja um. 8 KYNNINGARBLAÐ 9 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RFYRIRTÆKJAGJAFIR Jólagjöfin frá vinnustaðnum hitti beint í mark. „Allir voru rosalega ánægðir með að geta valið það sem þeim hentaði best,“ segir Svansí, sem vinnur hjá Sýn en þar hafa verið gefnar óvenjulegar gjafir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Svanhildur Ólöf, betur þekkt sem Svansí, var önnum kafin við að undirbúa afmæliskaffi þegar blaðamaður hafði samband en hún átti afmæli í gær. Svansí er deildarstjóri viðskiptastýringar hjá Sýn en undanfarin ár hefur fyrirtækið gefið starfsfólki sínu óvæntar og spennandi jólagjafir. „Ein jólin fengu allir Ora- baunadós að gjöf, sem búið var að sérmerkja og setja í jólalegan búning. Á dósinni var sérstakur gjafakóði sem hægt var að slá inn í tölvunni klukkan sex á aðfanga- dag. Ég fór að sjálfsögðu inn á netið á aðfangadagskvöld og sló kóðann inn. Þá birtust á skjánum þrjár mismunandi jólagjafir sem hægt var að velja um. Þetta voru Bose-heyrnartól, ferðataska og gjafabréf í útivistarverslun,“ segir Svansí, sem valdi sér heyrnartólin þau jólin. „Þetta hitti alveg í mark. Allir voru rosalega ánægðir með að geta valið það sem þeim hentaði best. Það sem mér finnst sniðug- ast við þetta er að hjá Sýn starfar stór hópur fólks, sem hefur mis- munandi áhugamál og með þessu móti fá allir eitthvað sem þeir geta örugglega notað,“ segir Svansí. Hún segir að sumir vinnufé- laganna hafi þó ekki áttað sig á því að kóðinn var utan á Ora-dós- inni. „Einn misskildi þetta aðeins og hélt að gjöfin væri falin ofan í dósinni og opnaði hana en þá blöstu auðvitað bara við grænar baunir,“ segir hún og skellihlær. Kertin og spilin leyndu á sér Á síðasta ári var haft sama fyrirkomulag og í það skiptið fékk starfsfólk kerti og spil og á spil- inum var gjafakóði. „Þá stóð valið á milli þess að fá Le Cruset-grill- pönnu, útivistarbakpoka og þráð- lausan hátalara,“ segir Svansí, sem reiknar með að jólagjafir Sýnar verði á svipuðum nótum í ár. „Það er svo gaman að hafa smá sprell í þessu og nota hugmynda- f lugið til að koma fólki á óvart. Hægt er að útfæra alls konar óvæntar gjafir með því að leggja höfuðið í bleyti,“ segir Svansí, en þetta eru eftirminnilegustu fyrirtækjagjafir sem hún hefur fengið. „Á mínum gamla vinnu- stað var vaninn að starfsfólk fengi gjafabréf í jólagjöf. Auðvitað kom það sér alltaf vel en það er líka skemmtilegt að fá eitthvað óvænt.“ Undirbýr jólin snemma Svansí er mikið jólabarn og kemst í jólastuð strax í september, við mismiklar vinsældir fjöl- skyldunnar. „Ég er farin að spá í jólin strax í september. Þá sendi ég börnunum mínum, foreldrum og systrum tölvupóst og segi þeim að nú líði senn að jólum og það sé kominn tími til að fá sendan jólaóskalista. Ég vil helst byrja að kaupa jólagjafir snemma, kaupa eina og eina og vera búin með jólagjafainnkaupin fyrir 1. desember. Það er svo gott að geta bara slakað á í desember og notið aðventunnar,“ segir Svansí. Hún fær þó ekki að byrja að skreyta fyrr en í lok nóvember. „Heimilisfólkið bannar það! En ég tíni eitt og eitt skraut upp og set ljós í gluggana eitthvað fyrr,“ segir hún brosandi og bætir við að það sé þegar farið að huga að jólunum á vinnustaðnum. „Það er búið að ákveða jóladagskrána á Stöð 2, sem er í eigu Sýnar. Ingó Veðurguð verður með Jólagigg, sem verður sýnt á annan í jólum, og Áramótagigg á nýársdag. Eva Laufey verður með jólaboð og svo verða jólaþættir með BBQ kóng- inum,“ greinir hún frá. Svansí mælir almennt með að hefja undirbúning jólanna snemma og styrkja íslenskt atvinnulíf með því að versla hér heima. „Við lifum á skrýtnum tímum og það hefur aldrei verið mikilvægara að vera í sambandi við annað fólk, þótt það sé bara í gegnum símann eða skjáinn, láta gott af sér leiða, styrkja góð málefni og gera eitthvað fyrir náungann. Núna er rétti tíminn til að hafa jólandann svífandi og hlýða Víði,“ segir Svansí að lokum. Jólagjöfin kom í Ora-dós Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir hefur fengið skemmtilegar, hagnýtar og óvæntar jólagjafir frá fyrirtækinu sem hún starf- ar hjá. Hún er þegar farin að hlakka til að fá jólagjöfina í ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.