Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.10.2020, Blaðsíða 12
Í Fréttablaðinu hinn 22. septem-ber sl. birtist leiðari undir heit-inu „Til fortíðar“ sem fjallaði um bandarísk stjórnmál og þá stöðu sem upp er komin eftir and- lát hæstaréttardómarans Ruth B. Ginsburg. Í Bandaríkjunum er m.a. tekist á um hvort Donald Trump eigi að fá að skipa nýjan dómara í stað Ginsburg eða hvort bíða ætti með tilnefningu þar til nýkjörinn forseti tekur við í janúar á næsta ári. Í leiðaranum birtist útbreiddur misskilningur. Misskilningurinn gengur út á að frjálslyndir dóm- arar, þ. á m. Ginsburg heitin, telji að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt á því að fara í þungunarrof en íhaldssamir dómarar telji að þungunarrofið sé í andstöðu við stjórnarskrána. Þeir síðarnefndu vilji því afnema „lögin sem kennd eru við Roe v. Wade”, eins og segir í leiðaranum. Þetta er ekki rétt. Íhaldssömu dómararnir, sem repúblikanar skipa jafnan, telja ekki að þung- unarrof brjóti í bága við stjórnar- skrána og vilja ekki afnema löggjöf sem heimilar slíkar aðgerðir. Þeir telja einfaldlega að stjórnarskráin sé þögul um þungunarrof og af þeim sökum sé hverju og einu ríki Banda- ríkjanna frjálst að setja sér lög sem hvort sem er heimili eða takmarki aðgang að þungunarrofsaðgerðum. Það eru því ekki íhaldssömu dómar- arnir sem vilja afnema eða ógilda lög. Það eru frjálslyndu dómararnir sem telja rétt að ógilda lög sem ein- stök ríki Bandaríkjanna setja til höfuðs þungunarrofsaðgerðum, líkt og gert var í dómi hæstaréttar Bandaríkjanna í máli Roe v. Wade. Í huga íhaldssömu dómaranna snýst málið sem sagt um valdheimildir dómstólsins sem æðsta dómstóls sambandsríkis gagnvart lýðræðis- lega kjörnum löggjafarþingum í Bandaríkjunum. Málið snýst strangt tiltekið ekki um persónu- lega afstöðu dómaranna sjálfra til þungunarrofs. Það er vissulega rétt að tilnefn- ing íhaldssams dómara í hæstarétt Bandaríkjanna eykur líkurnar á því að í einhverjum ríkjum Banda- ríkjanna verði vegið að rétti kvenna til þungunarrofs. Fari svo verður sá réttur skertur af löggjafarþingum viðkomandi ríkja Bandaríkjanna, ekki hæstaréttardómurum sem í reynd geta ógilt lög í nafni stjórnar- skrárinnar. Þetta þarf fólk að skilja til þess að átta sig á átakalínunum í deilum um skipun dómara í hæsta- rétt Bandaríkjanna og afleiðingum slíkrar skipunar. Rétt er að taka fram að í þessari ábendingu felst engin afstaða til þeirra átaka. Það er vissulega rétt að til- nefning íhaldssams dómara í hæstarétt Bandaríkjanna eykur líkurnar á því að í einhverjum ríkjum Banda- ríkjanna verði vegið að rétti kvenna til þungunarrofs. Ég hef djúpa sannfæringu fyrir því að með markvissu samstarfi fagfólks úr ferða- þjónustu og skólastarfi sé hægt að skapa menntandi upplifun og reynslu sem eflir börn og ungt fólk. Ábending um átakalínur í Bandaríkjunum Hafsteinn Þór Hauksson dósent við laga- deild Háskóla Íslands Í kreppu gefast oft tækifæri til að nálgast veruleikann með nýjum hætti. Hvernig hljómar það að styðja ferðaþjónustuna og um leið efla menntun barna og ungmenna? Hugmyndin er þessi: Aðilar sem standa að frístunda- og skólastarfi fái í vetur sérstaka ferðaávísun til þess að geta gefið börnum á Íslandi tækifæri á skemmtilegri og mennt- andi reynslu innanlands. Kerfið til að halda utan um þetta er þegar til staðar og hefur reynst ljómandi vel í sumar. Fjölmargar rannsóknir styðja það að útimenntun ef li tengsl og skiln- ing okkar á náttúru og samfélagi, hún ef lir félagsleg tengsl, sjálfs- traust og er kjörin leið til að auka skilning á ólíkum námsgreinum og stuðla að margþættum þroska. Innan ferðaþjónustunnar er mikil þekking og reynsla sem er kjörið að virkja og nýta til þess að gefa börnum kost á læra og þroskast. Ég sé fyrir mér fjölbreytt ferðalög um náttúru Íslands, heimsóknir á söfn og dvöl í þjóðgörðum. Það má læra á skíði, sigla, fara í hvalaskoðun, upplifa jöklagöngu, klettaklifur, kynnast skógarnytjum af eigin raun eða fara sögugöngur þar sem f léttað er saman frásögn og leik. Tækifærin eru nær óþrjótandi. Ég hef djúpa sannfæringu fyrir því að með markvissu samstarfi fag- fólks úr ferðaþjónustu og skóla- starfi sé hægt að skapa menntandi upplifun og reynslu sem ef lir börn og ungt fólk. Fyrir utan það hvað slík reynsla er hrikalega skemmti- leg! Að margra mati er kostnaður ein meginhindrun ferðalaga í frí- stunda- og skólastarf i. Önnur hindrun er sú að oft er ekki til staðar þekking, hæfni og búnaður í skólum og frístundastarfi til að bjóða upp á spennandi menntandi tækifæri með náttúruskoðun, úti- námi og útivist. Í þessari hugmynd felst að við still- um saman strengi ólíkra fagstétta með samstarfi ferðaþjónustunnar og frístunda- og skólastarfs. Ferða- ávísun til barna og ungmenna er menntandi fjárfesting í framtíð- inni – ávísun á betri framtíð … og skemmtilegan vetur. Ávísun á betri framtíð Jakob Frímann Þorsteinsson háskólakennari og doktorsnemi Í eina tíð, þegar stéttaskipting í Evrópu þótti afgerandi, bauðst ríkum mönnum að kaupa sér syndakvittun. Siðspilltur páfadóm- ur bauð mönnum að kaupa sig frá refsivendi guðs og manna, með því að leggja fé í hirslur kirkjunnar. Hin fagra ímynd trúarinnar var saurguð af græðgi. Græðgin sú arna bjó í breyskleika mannanna sem nutu friðhelgi og afskiptaleysis yfirvalda. Svo fór, að ágætur Þjóðverji mót- mælti spillingunni. Hann hengdi merkilegan texta á kirkjuhurð. Þetta gerðist fyrir rúmum 500 árum. Bréfsnifsi þetta varð síðan að grunni nýrrar deildar innar kristninnar. Mótmælendum óx svo fiskur um hrygg. Græðgin í reykmettuðum bakherbergjum Vatíkansins þótti skyndilega svo yfirgengileg og þótti lýsa svo gengdarlausri heimsku, að eðlilegast þótti að láta af áður- nefndri innheimtu. Þeir ríku gátu ekki lengur keyptu sér leið framhjá gapastokki, höggstokki og öðrum stokkum. Mótmælin skiluðu tilætluðum árangri. Aflandsbréf koma til sögunnar Nú á dögum eru Íslendingar búnir að finna upp nýja trú. Nú er það trúin á kvótakerfið sem þykir við hæfi. Menn eignast mikið fé, kaupa sér fjölmiðla og kaupa sér leið fram- hjá gapastokkum gagnrýninnar hugsunar. Þeir kaupa sér aflandsbréf sem gefur þeim leið framhjá högg- stokki skattinnheimtunnar. Þeir kaupa sér vini og geta í gegnum þá keypt sér skjól. Stéttaskiptingin blasir við. Í efstu stéttinni er fólk sem kaupir þingmenn. Á Alþingi sitja þessir þingmenn og eiga að gæta hagsmuna þjóðarinnar. En flestir eru þeir á mála hjá þeim sem eiga peningana sem koma inn fyrir allan fiskinn sem peningamennirnir láta veiða. Trúin á kvótakerfið eru þannig sett fram, að búinn er til grunnur. En á þeim grunni er síðan öll blekkingin byggð. Grunnurinn er sá, að til sé fólk sem kann betur en annað fólk að stjórna fiskveiðum. Þessi elíta kann reyndar að stunda rányrkju og fær fyrir vikið allan þann fiskveiði- kvóta sem hægt er að fá. Í grunni þessum kemur einnig fram að æski- legast sé að menn greiði sem minnst til samfélagsins. Í stað þess að leyfa þjóðinni; hinum fátæku, hinum fötluðu, hinum öldnu, barnafólk- inu, námsmönnunum og bara allri alþýðu manna, að njóta arðsins af auðlindinni, þá fara kvótaþegarnir þá leið að koma undan sem mestu af því fjármagni sem þeim er ætlað að ávaxta. Þeir koma peningunum í skjól. Rétt einsog fyrir 500 árum síðan, kaupa menn sér lausn frá syndum. En í dag fer allt fram með þeim hætti að menn stofna svokölluð aflandsfé- lög. Þessi félög ráða yfir peningum sem annars kæmu til Íslands. Svikin eru hagur fyrir örfáa en tap fyrir þjóðarbúið. Nákvæmlega einsog fyrir 500 árum síðan eru það hinir ríku sem ráða svindlinu. Nú eru það aflandsbréf sem koma í stað aflátsbréfa. Í dag eru það menn innan stjórnsýslunn- ar sem taka virkan og beinan þátt í aflandsbréfabraski. Á Íslandi taka útvaldir þingmenn og ráðherrar beinan þátt í hagsmunagæslunni. Við getum mótmælt Núna, einsog fyrir 500 árum, verð- um við að gerast mótmælendur. Við verðum að mótmæla yfirgangi stjórnvalda sem vernda spillinguna. Núna er það undirskriftasöfnun Stjórnarskrárfélagsins sem er leiðin sem við getum farið. Skrifum undir! Núna þarf nefnilega að hengja nýja stjórnarskrá upp með þeim hætti að hún geti ekki farið framhjá nokkr- um manni. Við getum komið í veg fyrir stóran hluta spillingarinnar ef við fáum 50. gr. nýrrar stjórnarskrár samþykkta. En þar er þetta að finna: „Alþingis- manni er óheimilt að taka þátt í meðferð þingmáls sem varðar sér- staka og verulega hagsmuni hans eða honum nákominna. Um hæfi þingmanna skal mælt fyrir í lögum. Vanhæfi þingmanns hefur ekki áhrif á gildi settra laga. Í lögum skal kveðið á um skyldu alþingismanna til að veita upp- lýsingar um fjárhagslega hagsmuni sína.“ Nýja stjórnarskráin leggur einnig grunn að því að uppræta svindlið með fiskinn í sjónum, veðsetningu auðlindarinnar, fjármagnsstreymi á fárra hendur í gegnum kvóta- kerfi og aflandsbréfakaup manna sem vilja helst hafa allan kvótann innan fámennrar klíku. Þetta gerir nýja stjórnarskráin í 34. gr. með skýrum hætti. En þar segir: „Auð- lindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Eng- inn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. (...) Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða ann- arra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóf- legs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkall- anlegs forræðis yfir auðlindunum.“ Nýja stjórnarskráin hefur ekki verið samþykkt af stjórnvöldum. Ástæðan er einfaldlega sú að stjórnvöld taka virkan þátt í spillingu. Í skjóli stjórn- valda neita einstaklingar að svara til saka. Í skjóli stjórnvalda stunda menn brottkast og rányrkju. Í skjóli stjórnvalda njóta menn friðhelgi og afskiptaleysis þegar þeir f lytja peninga á milli landa. Ég leyfi mér að negla svohljóðandi tilkynningu á útihurð Alþingis: „Hér Alþingi eitt setur landsmönnum lög, með lögum hjá dómstólum eyðast skal vafinn og stjórnvaldið framkvæmdum finna skal drög en fólkið – já, þjóðin er stjórnar- skrárgjafinn.“ Stjórnarskrá og aflandsbréf Kristján Hreinsson skáld Fylgiseðlar eru nytsamlegir og upplýsa meðal annars um mögulegar aukaverkanir lyfja. Samkvæmt ESB reglum skulu lyfjapakkningar innihalda fylgi- seðil á tungumáli þess lands þar sem lyfið er selt. Fyrirkomulagið felur í sér ýmsa annmarka eins og fyrir lítið málsvæði sem Ísland er, því þau verða oft útundan við markaðssetningu lyfja þar sem hlutfallslega dýrara er að prenta fylgiseðla í litlu upplagi og koma þeim fyrir í pakkningunni. Benda má á að meðan Ísland er með innan við 4000 skráð vörunúmer hér á landi þá eru Norðurlöndin með um og yfir 10.000 vörunúmer. Rafrænir fylgiseðlar geta þann- ig rutt aðgengishindrunum úr vegi á minni málsvæðum. Þannig myndu rafrænir fylgiseðlar auka möguleika Íslands til að taka þátt í sameiginlegum lyfjainnkaupum með öðrum þjóðum, draga úr mögulegum lyfjaskorti og lækka lyfjaverð. Rafrænir fylgiseðlar auka öryggi sjúklinga. Með innleiðingu raf- rænna fylgiseðla gætu íbúar á Íslandi, sem skilja ekki íslensku, fengið seðilinn á því tungumáli sem hentar. Þá verður seðillinn auðveldari af lestrar því letur má stækka í rafrænum seðli. Rafrænir fylgiseðlar minnka sóun því þá má auðveldlega uppfæra til að komast hjá því að farga lyfjum sem inni- halda úrelta fylgiseðla. Alþingi samþykkti árið 2017 lyfjastefnu til ársins 2022 sem segir að stefnt skuli að því að fylgiseðlar með lyfjum verði rafrænir. Næsta vor fer af stað tilraunaverkefni um innleiðingu rafrænna fylgiseðla fyrir H-merkt lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum. Í stað pappírsfylgi- seðils sækir starfsfólkið fylgiseðil- inn rafrænt á serlyfjaskra.is. Heil- brigðisráðherra hafði forgöngu um að norrænir heilbrigðisráðherrar sendu erindi til ESB í júlí árið 2019 þar sem hvatt var til að lönd, sem vilja og hafa tæknigetu til, verði heimilt að styðjast við rafræna fylgiseðla í stað pappírsfylgiseðla. Þingmenn í Norðurlandaráði og Norræna stjórnsýsluhindrana- ráðið hafa líka beitt sér í málinu. Rafrænir fylgiseðlar ættu því að þokast nær. Rafrænir fylgiseðlar auka öryggi og lækka lyfjaverð Silja Dögg Gunnarsdóttir forseti Norður- landaráðs Oddný Harðar- dóttir varaforseti Norðurlanda- ráðs Næsta vor fer af stað til- raunaverkefni um inn- leiðingu rafrænna fylgiseðla fyrir H-merkt lyf sem notuð eru á sjúkrahúsum. Í stað pappírsfylgiseðils sækir starfsfólkið fylgiseðilinn raf- rænt á serlyfjaskra.is. 9 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.